Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 6
Bréfum lesenda svarab Dregist hefur nokkuð að svara sumum bréfum, þar sem ekki var hægt að birta nein þeirra í síðasta hefti. Enn einu sinni skal bent á, að bréfum er svarað sam- stundis skriflega, fylgi nafn og heimilis- fang bréfritara. Svo þegar bréfið er birt í blaðinu er dulnefni eða skammstöfun látin fylgja þar sem óskað er. Munið, að öll þau bréf, sem berast blaðinu og eru nafnlaus, fara beint i ruslakörfuna. B. G. spyr: Eru lögin „You rather be faithful“ og „Forever and ever“ sama lag- ið, sem ég trúi þó varla að geti verið, en þau eru að minnsta kosti mjög svipuð. Ég heyrði fyrra lagið leikið í BBC og man ég ekki til að hafa heyrt það leikið hér, þó vel geti verið að það hafi skeð. — B. G. Svar: Þetta eru tvö mismunandi lög, en eru, eins og þú segir, mjög svipuð. Alíka dæmi er til um mörg fleiri lög. Nærtæk- ast er dæmið um mennina, sem voru að leika „Have I told you lately that I love you“ (Vegir ástarinnar) í íslenzka útvarp- inu fyrir- nokkrum mánuðum. Þeir voru ekki öru'ggari en það, að þeir voru með „Jealous heart“ inn á milli á líklegustu og ólíkleg- ustu stöðum. Ánægður spyr: Mig langar til að biðja blaðið að gefa mér upp heiti á einhverjum þeim plötum, sem beztar eru til að æfa trommuleik eftir og h-var hægt er að fá þær. Og þökk fyrir allar ánægjustundirnar, sem Jazzblaðið hefur veitt mér. — Ánægður. Svar: Ef þú átt Gene Krupa trommu- skólann, þá er tilvalið fyrir þig að ná þér *í eitthvað af þeim plötum, sem þar eru nefndar. Sumar þeirra fást eða hafa feng- ist í Fálkanum, Laugaveg 24. Annars hafa verið búnar til sérstakar kennsluplötur fyi'" ir trommuleikara. Er talað inn á þær skýr- ingar og eins sýnd mörg dæmi í trommu- leik. Þetta eru þrjár Parlophone plötur nr. R 2164—66. Heitir settið „Dram Tonics“ by Max Abrams. Ef til vill gæti Fálkinn útvegað þér þessar plötur. J. J. spyr: Ég sendi hér tvær spurningar og vonast til að fá svörin birt sem fyrst. 1. Hvað má harmonikuleikari, sem spilar á dansleikjum, taka mikið í kaup á klukku- stund? 2. Hvemig stendur á því, að hljóm- sveitirnar í Reykjavík hafa lagið „Good- night, Irene“ öðruvísi en Frank Sinatra syngur það á plötu, en þannig lærði ég það? J. J. Svar: Harmonikuleikari má taka eins mikið og hann framast getur fengið. Taxti Félags íslenzikra hljóðfæraleik- ara er lágmarkstaxti. En til að fá að vita um taxta F.Í.H., ráðleggjum við þér að skrifa félaginu. 2. Allt mælir með því, að hljómsveitirnar fari rétt með lagið, en ekki Sinatra, þar sem hljómsveitirnar leika það eftir þeim nótum, er gefnar hafa verið út, en söngvarar eiga það hins vegar til að breyta lögunum, fraseringum aðallega, þeg' ar þeir syngja inn á plötu. Benni spyr: 1. Hver leikur með Lionél Hampton íí plötunni Flying Home og hve- 6 #a»lLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.