Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 3

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 3
ÚTGEFÁNDI: JAZZ-KLÚBBUR ÍBLANDS. BLAONEFND: STJDRN JAZZ-KLÚBBS ÍSLANDS RITSTJDRN DG AFGREIOSLA: SVAVAR GESTS RÁNARg’ÖTU 34. REYKJAVÍK SÍMI: 2157 ÍSAFDLDARPRENTSMIOIA H.F. Dagblöðin hér hafa jafnan verið fáorð um jazzmúsikina. Því má oftast nær um kenna, að við blöðin starfa ekki menn, sem áhuga hafa fyrir, eða vit hafa á, jazzmúsik. Við dagblöðin starfa aðallega menn með alhliða þekkingu á mönnum og mál- efnum en sjaldan menn með sérþekkingu á hlutum, utan ein- staka menn, er skrifa af sæmilegri þekkingu um íþróttir. Hins vegar gætu blöðin fengið utanaðkomandi menn til að skrifa um þau efni, er blaðamenn hafa ekkert inngrip i. Slíkt hefur oft verið gert, en örsjaldan um jazzinn. Er það orðið svo, að óþarfi er að leggja boðsmiða inn á ritstjórnarskrifstofur blaðanna, í þeirri von, að einum eða tveimur dögum síðar skjóti upp gagnrýni um hljómleikana í blaðinu. —- Oklcur er kunnugt um, að blöðunum hafa verið sendir miðar að öllum jazzhljómleikum undanfarin ár, en örsjaldan hafa þeir verið notaðir, viljum við nú skora á dagblöðin. að breyta til, og skrifa um jazzmúsik engu síður en aðra músilc eða annað efni, sem það lætur ekki fara fram hjá sér. Eitt er þó blaðið, sem við höfum noltkrum sinnum rekist á orðið jazz í. Er það hið nýja blað „Rey Icv íkin g ur“. Það fyrsta, sem við sáum í því um jazz, var frásögn af jazzkynningarkvöldi á vegum Jazzklúbbsins í Breiðfirðinga- búð. Þar var sagt skemmtilega frá — m. a. var talað um að tveir hljóðfæraleik- aranna væru minnst hundrað (eða var það hundrað og fimmtíu) árum á undan tímanum. — Hér hefur greinarhöfundur sennilega átt við þá Eyþór Þorláksson og fíunnar Sveinsson, sem vissulega eru báðir talsvert á undan flestum jazzleik- urum hér. Þeir reyna þó í það minnsta að leika þann jazz, sem alls er ráðandi í jazzheiminum í dag. Aftur rákumst við á orðið jazz i Reykvíkingi, og nú var það bara skrifað jass. Hugarfarsbreyting hefur einhver átt sér stað i millitíðinni. Þetta var í greininni um Gunnar Ormslev, sem kom í blaðinu seint í maí. í greininni kom orðið jazz oft fyrir, en aðeins einu sinni rétt skrifað. Þar sem okkur er ekki kunnugt um, að orðið jazz hafi opinberlega verið íslenzkað í jass, þá væri skemmtilegast fyrir alla aðila að halda sér við jazz. Auðvitað munum við eftir að útvarpið notar ekki jazz í dagskrárbirtingu sinni, heldur Djass. En það var eklci markmið þessara lina að minnast á útvarpið. Blaðið stendur höllum fæti, og efumst við um, að þvi endist aldur til að koma allri þeirri gagnrýni á prent, sem útvarpið á sldlið). Svo við snúum okkur aftur að Reigvigingi (hér eftir munum við ekki skrifa Reylcvílcingur, heldur Reygvígingur — eða þangað til hann stafar j azz rétt), þá ræddi hann í þriðja sinn um jazz, reyndar aðeins á þann veg, að taka upp klausur úr Jazzblaðinu, sem honum fannst eitthvað athugavert við. Agætt, prýði- legt — svo lengi sem við sjáum einlivers staðar rætt um jazz, jafnvel þó að það sé til að njóta ofurlítillar ánægju af einhverju, sem ekki var of vel sagt í Jazz- FRAMHAL.O á bls. 18. 3

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.