Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 8
með sér á laugardögum. Hljómsveitin hefur verið tenórlaus síðan Ólafur byrjaði í Sjálf- stæðishúsinu . . . Hverjum hefði dottið í hug, að hljóðfæraleikari ætti eftir að ganga í stúku. Stéttin hefur frekar fengið orð fyrir að vera „blaut“. Nú er, ekki aðeins einn, heldur nokkrir okkar manna komnir í stúku og líkar vistin vel. Óskandi væri, að fleiri færu að ráði þeirra. Við nefnum engin nöfn, en sumum veitti sannarlega ekki af, að vera heldur „þurrari" . . . Óskalagaþáttur sjúklinga hefur óneitanlega tekið nokkrum breytingum síðan Ingibjörg tók við honum. Jazz- og danslögum hefur fækkað talsvert. Samt segjum við ekki að það sé Ingibjörgu að kenna. Hún er senni- lega Nr. 1 jazzáhuga/cona á Islandi . . . Hvað er orðið af Ólafi Gauk? Maður sem slegist var um fyrir einu eða tveimur eða jafnvel þremur árum. Er hvergi laus staða í hljómsveit? . . . Gamla- og Austurbæjar-bíó sýndu aftur jazzmyndirnar Músikprófessor- inn og Trompetleikarinn fyrir nokkru. Hitti Örn Markússon (ritara Jazzklúbbsins) í Gamla bíó og var hann að sjá Músikpró- fessorinn í níunda sinn, eða var það tíunda Örn? . . . Gunnar Egilson er fluttur til Keflavíkur og er nú með hljómsveitina í Ungmennafélagshúsinu þar. Mig minnir, að það hafi einhverntíma verið draumur Gunn- ars, að geta helgað sig algjörlega að klassik- inni, svo að flutningur hans til Keflavíkur er talsvert langt frá því að vera „dream come true“ . . . Leit inn á Iðnsýninguna eins og allir aðrir og sá þar harmonikuna hans Jóhannesar Jóhannessonar, allra lag- legasti gripur, vona að hljóðin í henni séu eftir því. Þar sá maður einnig guitar smíð- aðan á Akureyri, nafn smiðsins man ég ekki, en guitarinn leit prýðilega út, nema hvað lagið á honum var ekki eins og manni finnst það eiga að vera . . . Læt staðar numið að sinni, sé ykkur á stúkufundi (góð- ur þessi!!!) C-strengur. SENNILEGA hefur fátt vakið jafn mikla athygli meðal jazzá- hugamanna hér á landi í sambandi við komu enska jazzleik- arans Ronnie Scott og framistaða Gunn- ars Ormslev. Gunnar var kosinn vinsælasti jazzleikari íslands á síðasta ári og gefur það fyllilega til kynna, að íslenzkir jazzáhugamenn kunna að meta leik Gunnars, en það er fyrst, að þegar hann leikur við hliðina á jafn miklum snillingi og Ronnie Scott er, að við heyrum, að Gunnar er ekki aðeins bezti jazzleikarinn hér á landi heldur fáum við sönnun fyrir, að leikur hans gefur lítið eftir því bezta erlendis. Á sessioninni, sem haldin var á dans- leik þeim, er Ronnie Scott lék á í Breið- firðingabúð stóð Gunnar sig einkar vel. Hann hafði reyndar verið í sumarleyfi erlendis í heilan mánuð án þess að snerta á hljóðfærinu og kom til landsins sama dag og sessionin var, þreyttur og syfjaður eftir slæmt sjóferðalag. Þetta háði honum samt ekki neitt, leikur hans þetta kvöld var afburða góður, mátti stundum varla á milli sjá hvor hefði yfirhöndina Ronnie eða Gunnar. Nokkrum kvöldum síðar, eða síðasta kvöldið sem Ronnie lék hér, kom Gunnar aftur á óvart. Þetta voru síðari hljóm- leikar Ronnie í Reykjavík. Tímans vegna gat Ronnie aðeins leikið þrjú lög, þar sem flugvélin til Englands varð að fara hálfum sólahring fyrr en upphaflega hafði verið ákveðið. Þetta háði Ronnie nokkuð, má jafnvel segja að Gunnar hafi því verið maður kvöldsins, því leikur hans á hljómleikunum skyggði oft og tíðum á sumt sem Ronnie hafði gert. Vegna einangrunar landsins mun Gunnar sennilega aldrei hljóta þá frægð, er hann á skilið fyrir leik sinn, en einmitt þessvegna ættum við sem höfum tækifæri til að hlusta á hann, að nota hvert einasta þeirra, og láta Gunnar sjá, að við metum snilli hans að verðleikum.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.