Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 12
en samt fannst mér skorta talsvert á, að hann væri sambærilegur við fremstu Banda- ríkjamenn á því sviði. Altóleikari Parnell hljómsveitarinnar heitir Derek Humble og segir Ronnie Scott að hann sé fremsti altó- leikari Englands. Mér gafst tækifæri til að heyra í Johnny Dankworth eftir að hann kom úr sumarfríinu, en þá hafði hann reyndar ekki snert á hljóðfærinu í þrjár vikur, má hann vera mikið betri en hann var þegar að ég heyrði til hans, ef hann er raunverulega betri en Derek. Altósaxófónleikur Johnny hefur versnað síðari árin vegna þess að hann hefur lagt mikla vinnu í hljómsveit sína og auk þess er hann önnum kafinn öllum stundum, því hann er fremsti útsetjari Englands. Derek leikur sjálfstæðan stíl, sem er sambland af stíl Konitz og Parker ef eitthvað er hægt að kalla það. Hann er afburða sólóisti, og eins og allir aðrir, er ég hefi talið upp hér að framan kornungur. Sennilega er enginn þessara pilta yfir tuttugu og fimm ára, en allir leiðandi stjörnur í ensku jazzlífi. í næstu grein mun ég ræða um rhythma- leikarana, hljómsveitirnar, jazz í BBC og aðra jazzklúbb. S. G. Sagí hefur það veriif ... Haft eftir hljóðfæraleikurum ok Kagnrýnendum. „Fats heitinn Navarro hefði auðveldlega getað orðið fremsti trompetleikari nútíma- jazzins. Hann hafði hlýrri tón en Dizzy; meiri sannfæringu og kraft en Miles“. Pat Harris í Down Beat 28. 12. ’51 „Klarinetleikur Hubert Rostaing í „Hot, Club of France" kvintetinum er ekkert sérlega upplífgandi og hljómar eins og stæling á Benny Godman". Peter Tanner í Jazz Journal, Febr. ”52 „Tommy Whittle er sannarlega í hópi beztu „modern“ tenórsaxófónleikara Eng- lands". Peter Tanner í Jazz Journal, Febr. ”52 Ný bók: „JAZZ“ Eftir Rex Harris gefiö út af Pelican Books, London 1952 verð 2 shillingar. Fyrir skömmu kom í bókaverzlun KRON, Bankastræti, bók frá hinu vinsæla útgáfu- fyrirtæki „Pelican". Ber hún titilinn „Jazz“. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um jazz og þróun hans. Höf- undur bókarinnar, Rex Harris, er þekktur augnsérfræðingur, en kunnari sem afkasta- mikill rithöfundur og hljómlistargagnrýn- andi. Hann hefir m. a. verið formaður sam- bands enskra jazzklúbba um árabil og þess utan ritað mikið í ensk músik-blöð. Höfund- urinn getur þess í byrjun bókarinnar, að hún sé samin til fræðslu um jazz, og frek- ar fyrir þá, sem eitthvað vita fyrir um þessa tegund tónlistar og þróun hennar. Bókin er mjög vel samin og lýsir jazzinum allt frá upphafi hans, hjá afríkunegrum, fram á þennan dag. Dregur höfundur fram í dagsljósið, mjög nákvæmlega, öll áhrif, sem þessi frumstæði vísir að jazzi varð fyrir á þroskabraut sinni. Ber þá að geta þess, að það, sem höf. nefnir jazz, er sá stíll jazzins, sem nefnist New Orleans jazz eða jafnvel Dixieland. Ætti lesandi bók- arinnar að hafa þetta hugfast, ef hann á nokkra ánægju að hafa af bókinni. Samt sem áður ættu allir að hafa jöfn not af bókinni, því að einmitt þessi tónlist þ. e. s. New Orleans jazzinn, er fyrirrennari alls þess er á eftir kemur, Swing, Be-bop, Cool og Progressive, sem höf. telur reyndar afbrigði hins sanna jazz. Einnig getur höf. um hin geysimiklu áhrif, sem jazz hef- ur haft á ný-klassiska tónlist. Bókinni fylgir kort um þróunina og einn- ig góður plötulisti í samhengi við efni bókarinnar. Bókin mætti vera skrifuð í léttari stíl og er helzt til langdregin, en sem fræðslubók um jazz er hún sú bezta, sem völ er á. Ól. Stephensen.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.