Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 17
FRÉTTIR í stuttumáli Erlent. Nokkrir kunnir amerískir jazzleikarar hafa leikið í Evrópu undanfarið. Ber þar fyrst að telja Louis Armstrong, sem var þar með sextett sinn. Með honum voru mi a. Cozy Cole og Barney Bigard og að sjálfsögðu hin vinsæla söngkona Velma Middleton. Einnig hefur jazzfiðluleikarinn Stuff Smith verið í Skandinavíu og einn- ig hinn gamalkunni píanóleikari Teddy Wilson. . . . í Englandi hefur jazzlíf verið með einstaklega miklum blóma undanfarið. Margir jazzhljómleikar hafa verið haldnir og jazzplötuupptökur hafa verið talsvert margar. M. a. lék Ronnie Scott inn á tvær plötur strax og hann kom heim eftir hljóm- leikaferð sína á íslandi. Með honum voru kunnustu rhytmaleikarar Englands. . . . Frétt hefur birst í erlendum músikblöðum um það að Lee Konitz sé byrjaður að leika með hljómsveit Stan Kenton. Innlent. Nokkrar breytingar hafa áttt sér stað í hljómlistarlífi bæjarins undanfarið. Ber þar fyrst að telja, að píanóleikarinn Árni Elfar er hættur að leika í Vestmannaeyjum og fluttur til Reykjavíkur. Hefur hann tekið sæti Steinþórs Steingrímssonar í hljómsveit Svavars Gests. . . . Hljómsveitin er leikið hefur að Þórscafé í nokkur undan- farin ár er hætt þar og þegar þetta er ritað léku þeir í Röðli. Hvort framhald verður á því veit blaðið ekki. í Þórscafé kom í staðinn Björn og Guðmundur R. Einarssynir, Magnús Pétursson og Jón (bassi) Sigurðsson. . . . Jazzklúbbur hefur nýlega verið stofnaður á Akureyri og er Karl Adolfsson hljómsveitarstjóri að Hótel Norðurlandi aðalhvatamaður að stofnun hans. Sagt verður nánar frá klúbbnum í næsta blaði, en við óskum jazzáhugamönnum norðanlands til hamingju og vonum að starfið gangi vel. . . . Hrafn Pálsson formaður Jazzklúbbs Hafnarfjarð- ar er fyrir nokkru kominn af Grænlands- miðum og hefur fullan hug á, að gera starfsemi nágrannaklúbbs okkar glæsilega í vetur. Klúbburinn stóð fyrir vel heppn- aðri jam-session á síðasta vori eins og flestir muna. . . . Starfsemi Jazzklúbbs Reykjavíkur hófst með fundi 7. okt. og fór hann einkar vel fram. Atriði fundar- ins voru fjölbreytt og vönduð. Er ekki að efa, að starfsemi klúbbsins mun verða mikil í vetur. Harmonikusnillingurinn Toralf Tollefsen leikur hér HINN heimsfrægi harmon- ikuleikari Toralf Tollefsen er væntanlegur hingað til lands 22. Október og mun hann halda hér nokkra opinbera hljómleika. Toralf Tollefsen er fæddur í Noregi, þar sem hann dvald- ist fram til lok síðustu heim- styrjaldar, en þá settist hann að í Englandi. Hann var ekki eldri en 18 ára þegar hann hafði leikið inn á fyrstu hljómplötu sína og eftir það kom hann víða fram. Hefur hann farið í hljómleikaferðir um flestöll Evrópulönd, og á síðasta ári fór hann til Bandaríkjanna og hélt þar hljómleika, all- staðar við beztu dóma. Enginn vafi leikur á, að Toralf Tollefsen, er fremsti konsert-harmonikuleikarinn, sem nú er uppi í heiminum, má því fullyrða, að mikill fengur er fyrir okkur að fá að heyra í þessum listamanni í eigin persónu. Plötur hans hafa selst svo hundruðum skiptir um allan heim, svo að hann er þegar mörg- um kunnur hér á landi. ja.MaU 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.