Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 3

Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 3
ÚTGEFANDI: JAZZ-KLÚ B B U R ÍSLANDS. B LAÐNEFND: STJDRN JAZZ-KLÚBBS ÍSLANDS RITSTJDRN □ G AFGREIÐSLA: SVAVAR GESTS RÁNARg'ÖTU 34, REYKJAVÍK SÍMI: 2157 ÍSAFDLDARPRENTSMIDIA H.F. w v f EÐ þessu hefti likur fimmta árgangi Jazz- blaðsins og vill undirritaðnr þakka 'óllum þeim, er stutt hafa útgáfu blaðsins að einu eða öðru leyti. Kaupendum blaðsins, útsölumönnum, og eins þeim, er lagt hafa til efni, vil ég færa þakklæti og íslenzkum hljóðfæraleikurum, er styrkt liafa blaðið með því að leika fyrir það á hljómleikum og jam-essionum, og sérstaklega vil ég þakka Halli Símonarsyni, sem af miklum dugnaði og smekkvísi annaðist ritstjórn og útgáfu blaðsins með mér í þrjú ár. Hvort blaðið á lengri lífdaga fyrir höndum er ekki gott að segja. Kostnaður við útgáfu tímarita liefur tvöfaldast frá þvi að Jazzblaðið hóf fyrst göngu sína, en áskriftaverð nærri þvi staðið í stað. Tölublöðum hefur orðið að fælclca á hverju ári fyrir bragðið og urðu þau aðeins fjögur á þessu ári. En ég vona samt, að blaðið þurfi ekki að hætta útkomu, ef að kaupendur þess fækkar ekki því meira. Og ef áskrifendur þess standa betur i skilurn með greiðslu en hingað til þá er því örugglega tryggð útkoma. Við þessi timamót blaðsins getur það ekki gefið nein loforð um fjölbreyttara fyrirkomulag á útgáfu eða efni. Fleiri skilvísir kaupendur ráða algjörlega fram- tíð blaðsins. Svavar Gests. í þessu hefti birtast tvær greinar eftir tvo erlenda jazzsérfræðinga, sem báðir eru mjög kunnugir í jazzheiminum. Sá fyrri er amerískur og heitir hann Andrew E. Salmieri. Skrifar hann greinar fyrir jazzblöð víða í heiminum og hefur hann vinsamlegast lofað að skrifa greinar fyrir Jazzblaðið í framtíðinni. Sá síðari er Belgíumaður að nafni L. J. Rijmenant og er hann leiðandi nafnið í jazzlieimi Belgíu. Hann er formaður Jazzklúbbs Belgíu og skrifar auk þess gagnrýni og greinar fyrir músiktímarit í Belgíu og erlendis. Er blaðinu sannar- lega mikill fengur í að fá þessa ágætu samstarfsmenn og vonast til að lesend- um falli liinar ágætu greinar þeirra í geð. Jaföklúkkur Dálahfó Jajjítlaiii □ SKA DLLUM JAZZUNNENDUM GLEÐILE GRA J □ LA □ G GDÐS K□MAN DI ÁRS

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.