Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 10

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 10
Timarit Tónlistarfélagsins Slæmur félagsskapur Haustið 1936 kom út í Englandi taók er nefnist „Slæmur félagsskapur" (Low Company). Bók þessi er sjálfsæfisaga ungs innbrotsþjófs, Mark Benney að nafni, og vakti svo mikla athygli, að fjórar útgáfur hafa nú komið af henni. í bókinni er brugðið upp skýrum og sennilegum myndum af lífinu í glæpamannahverfum Lundúna og hugsunarhætti íbúanna, er flestir ganga á snið við landslög eftir mætti. Höfundurinn virðist hvergi draga úr eða slétta yfir, heldur segir frá öllu á hlutlausan hátt og þannig, að frekar mætti búast við að hann hefði setið við nám og ritstörf, en alið aldur sinn í slíku umhverfi og setið nokkrum sinnum í rteininum. En svo er að sjá, að hann hafi haft mkla löngun til að ná sér upp úr feninu. Kemur víða í ljós listhneigð hans, enda segir nann frá því, að fyrsta innbrotið hafi hann framið til að ná í listaverk, er hann hafði sterka löngun til að eignast, ekki til að afla sér peninga, heldur vegna lista- verksins sjálfs. Á uppeldisstofnun einni var hann settur í hljóðfærasveitina og látinn læra á blásturshljóðfæri. Síðar var hann að hugsa um að leggja tónlist fyrir sig og þá sér- staklega Jazz.*) Krækti hann sér í vandað hljóðfæri til þess, vitanlega á miður heiðvirðan hátt, en meira varð ekki af þeirri fyrirætlun. En því er frá þessu sagt hér,að ummæli hans um Jazzið eru athyglisverð, þar sem hann segir frá Jazzpíanóleikara einum er hann kynntist á knæpu, þar sem hann vann um tíma. Gestirnir voru auðvitað mesti ruslaralýður og eigandi knæpunnar, Con Collins, varð að gæta sín fyrir lögreglunni, er að síðustu náði þó yfirtökunum. Hann segir svo frá: „Athyglisverðasti, og að vissu leyti glæpsamlegasti, starfs- maðurinn við klúbbinn var Moiseh. Það var ungur jazz- *) Vonandi verður þetta orð ekki þýtt á íslenzku, eða orðið „Swing", sem nú er mikið farlð að nota í stað þess. 26

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.