Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 8

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 8
Tímarit Tónlistarfélagsins Hvað vantar? Það eru ekki margir áratugir liðnir síðan byrjað var að iðka hljóðfæraleik hér á landi svo umtalsvert sé, og því ekki hægt að vænta þess, að langt sé komið áleiðis. Til þess að færir tónleikarar geti komið fram og náð nauðsynlegri menntun og þroska við sæmileg skilyrði, þarf tónlistar- menningu, almennan áhuga og iökun tónlistar. Vöntun þessa verður þess valdandi, að margir góðir hæfileikamenn og konur finna ekki hlutverk sitt vegna þess, að aðstaða eða tækifæri til þroska verður ekki á vegi þeirra. Því verður ekki neitað, að við höfum eignazt mörg ágæt ljóðskáld og að skilningur á ljóðlist er yfirleitt næmur, en skáldskapar- listin hefir líka verið mjög almennt iðkuð frá landnámstíð og aldrei kulnað út, hvað sem á hefir dunið. Ef iðkun tón- listar væri eftir svipuðum mælikvarða, þá mætti búast við að eitthvað rættist úr, er stundir liðu. Margir líta smáum augum á heimilistónlist og velja henni ýms óvirðuleg nöfn. Hún hefir þó hvarvetna reynzt sá jarðvegur, sem nauðsyn- legur er til meiri háttar gróðurs. Vegna hennar hafa margir mætir listamenn komizt nógu snemma á rétta hillu, fundið sjálfa sig áður en það var um seinan. En auk þessa hefir slík tónlist mikla þýðingu fyrir þá, sem við hana fást, sem óþarft er að rekja hér, því vitanlega er ekki um aðra að ræða en þá, sem hneigð hafa til tónlistar, en eigi menning í þessu efni að skapast, þarf þeim að fjölga. Þetta starf er þeim mikil ánægjulind, ef það er unnið á réttan hátt, veitir ætíð meiri og meiri útsýn yfir víðáttumikil lönd listarinnar og skerpir skilning og næmleika fyrir því sem vel er gert. Oft er kvartað yfr lélegri aðsókn að hljómleikum og stund- um hnýta gagnrýnendur miður smekklegum ákúrum til þeirra sem ekki komu, aftan við ummæli sín um einn eða annan listamann. Slíkt missir reyndar oftast marks og stundum getur viljað svo til, að sinnuleysið beri frekar vott um réttmæta vandfýsni en vöntun á listrænni smekkvísi og áhuga. En ein ástæðan er þverrandi iðkun tónlistar meðal almennings og hefir þó ekki verið úr háum söðli að 40

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.