Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 11

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 11
Tímarit Tónlistarfélagsins stöðumunur er hér og erlendis, að við þurfum að byggja upp frá grunni í stað þess að rétta við það sem hrörnað kann að hafa, en starfsþörfin verður sízt minni þess vegna. Ef komið er auga á þessa þörf, finnast eflaust einhver ráð, sem ekki þyrftu að íþyngja tiltakanlega vogarskál viðskipta okkar við útlönd, ef rétt er að farið. Verðum við eins fljótir að fylgja þeim lífrænu hreyf- ingum, sem fram kunna að koma, eins og við vorum fljótir að meðtaka vélrænu hreyfingarnar, sem komið hafa? Þeirri spurningu verður svarað á næstu árum, en ef svarið á að verða jákvætt, þá er mikið starf framundan. Listrsenn landshluti Samkvæmt því, er segir í neðanmálsgrein er nýlega birtist í danska blaðinu „Politiken“, þá er tónlist almennt og kapp- samlega iðkuð á Fjóni. Fleiri listir eru Fjónbúum einnig tamar og má þar meðal annars nefna málaralistina, en hópur málara, sem kallaður hefir verið „Fjónbúarnir“ létu á tímabili mikið til sín taka á sínu sviði. Þeir af yngstu fiðluleikurum Dana, sem mesta eftirtekt vekja nú, eru frá Fjóni og nefna má í þessu sambandi tónskáldið Carl Niel- sen, sem upprunninn var frá þessari listrænu eyju. Tón- listarlífið er tiltölulega daufara í Odense, en annarsstaðar á eyjunni. Þó starfa þar tveir tónlistarskólar og hefir annar um 100 nemendur, góöar hljómsveitir, kórar o. fl. En aðsókn almennings dregst nú meir að öðrum skemmtunum, eins og oftast vill verða í stærri bæjum og borgum. Greinarhöfundur segir frá ýmsu, er snertir þennan mikla og almenna tónlistaráhuga. Það er algengt alstaðar að fjórða mann vanti til að spila bridge, en á Fjóni vantar aldr- ei fjórða mann til aö spila kvartett. Víða eru hljómsveitir, tónlistafélög, söngfélög o. s. frv. og eru hér nær eingöngu áhugamenn að starfi. „Fjón er eins og ein stór hljómkviða — og það klassisk hljómkviða. Þessi eldheiti áhugi snýst ekki 43

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.