Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 1

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 1
Tímarit Tónlistarfélagsins Útgefandi: Tónlistarfélagið, Reykjavík Ritstjóri: Kr. Sigurðsson 1. árg. 4. hefti - Reykjavík í nóv 1938 r Þegar Tónlistarfélagið ákvað að gangast fyrir því, að koma hér upp árlega ákveðnum fjölda hljómleika, þar sem fastir styrktarmenn einir fengju aðgang, var það vitan- lega að nokkru leyti hugsað sem ný árás á pyngju þeirra, sem undanfarin ár hafa borið uppi starfsemi félagsins fjárhagslega og stutt hana á annan hátt. Augljóst var, að' mánaðarlegir hljómleikar, sem hver kosta 11—1200 krónur, gátu ekki borið sig nema með beinum stuðningi einhverstaðar frá. Ýmsir hafa fundið að þessari ráðstöfun og talið hana óheppilega, þar sem fjöldi manna verði nú að hverfa frá í hvert sinn, sem góðir hljómleikar eru haldnir. En þvi einu er þar til að svara, að styrktarmenn félagsins bera að mestu leyti kostnað af hljómleikunum með styrkj- um sínum og því eölilegt að þeir hafi forgangsrétt aö þessum hljómleikum félagsins, sem ókleift hefði verið að halda án þeirra. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir Tón- listarfélaginu með þessum hljómleikum fyrir styrktar- menn sína, er að safna saman sem mestu af þvi fólki, sem beint og óbeint hefir stutt alla viðleitni þess, að halda uppi heilbrigðu músiklífi hér i bænum og reyna með samstarfi þess og félagsins, að koma tónlistarlífi bæjarins 49

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.