Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 9

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 9
Tímarit Tónlistarfélagsins íslenzk þjóðlög í raddfærslu Karls Ó. Runólfssonar Meðal viðfangsefna á hljómleik þeim, sem Tónlistarfé- lagið ráðgerir aö halda í desember, verða þrjú íslenzk þjóðlög (eöa máske fleiri), sem Kai’l Ó. Runólfsson hefir raddsett fyrir hljómsveit. Þjóðlög þessi voru flutt á tón- listarhátiðinni í Kaupmannahöfn í september og fengu ágætar viðtökur. Ummæli blaðanna voru lofsamleg og fara nokkur þeirra hér á eftir í lauslegri þýðingu: „Nationaltidende“: í nokkrum íslenzkum þjóðlögum fyrir hljómsveit, eftir Karl Runólfsson, hlustuðu áheyrendur með ánægju á tóna með sérstæðum þrótti. „Dagens Nyheter“: Það, sem óefað vakti mesta athygli, voru þjóðlögin þrjú eftir Kai'l Runólfsson, sem enn er ókunnur á Norðurlöndum, utan ættlands síns.... þessir tónar komu áheyrendum til að hlusta með sérstakri athygli. Það hafa verið geröar margar tilraunir til að raddsetja íslenzk þjóðlög og dansa, en fáar hafa tekizt vel og viður- kenna íslendingar það sjálfir. Svo rnikið er víst, að þessi gömlu, einkennilegu, en um leið sérlega hrífandi lög, missa mikils af sérkennum sínum við það, að klæðast búningi af sniði Hartmann’s og Gade, sem eldri islenzkum tónskáldum hættir við aö gripa til, vegna eðlilegra sam- banda sinna við danska tónlist 19. aldarinnar. Kai’l Run- ólfsson hefir farið aðra leið, notað raddfærslu á konti’a- punkts-gi’undvelli, án of áberandi sætleika í hljómum. „Tidens Tegn“: Þrjú þjóðlög eftir Karl Runólfsson voru leikin. K. R. er maður, sem áreiðanlega á eftir að láta til sín taka í hinni nýju tónlistaframþróun á íslandi. „Svenska Dagbladet": Það sem ánægjulegast var í síð- ari hluta hljómleiksins, var raddsetning K. R. á þremur íslenzkum þjóðlögum. Með þeim var þó eitthvað sagt á því noi-ræna máli, er gjarnan hefði mátt heyrast meira af við þetta tækifæri. 57

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.