Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 12

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 12
Timarit Tónlistarfélagsins Dagskrá útvarpsins Útvarpið hefir nú um mörg ár látið prenta dagskrár hverrar viku. Dagblöðin birta svo venjulega dagskrá hvers dags, eða það sem breytist, en ýmsir liðir eru hinir sömu á sama tíma dag hvern. Þessi dagskrái'útgáfa útvarpsins hefir ávalt verið i sama formi og mun því ekki hafa fundist ástæða til að gera neinar bi’eytingar á henni. Mikill hluti dagski-ái'tímans fer í tónlistarflutning, en yfirgnæfandi meiri hlutinn er af hljómplötum, en það kemur tæplega fyrir, að nefnd séu nöfn verkefnanna, sem flutt ex-u. Séu einhver nefnd þá eru það helzt nöfn ýmsi'a stórra verka, sem leikin ei’u af hljómplötum, en það mun ekki hafa verið venja mjög lengi, að viðfangsefni þeiri'a lifandi listamanna, sem láta til sín heyra í útvarpinu, séu tilgreind, ekki einu sinni þegar dagskrá næsta dags er lesin, en hlustendum mun einmitt sérstaklega vera forvitni á, að vita um þau. Hljómplötunum er nú farið að í’aða i flokka, eftir efni, hljóðfærum o. s. frv. „Andleg tónlist“, „létt lög“, píanólög", „lög leikin á ýms hljóðfæri“ o. fl. Þetta eru reyndar ekki sérstaklega nákvæmar upplýsingar, en skiptir máske ekki miklu máli. Þó er það t. d. óþarf- lega ónákvæm flokkun, að tilkynna „lög fyrir fiðlu og celló“, sem reynast að vera lög fyrir fiðlu eða celló með píanóundirleik. Erlendis birta útvarpsstöðvarnar, og síðan ýms blöð sem æltuð eru hlustendum, nöfn allra laga, sem flutt eru. Hér yrði slík upptalning sennilega of umfangsmikil, en ekki ætti að reynast ókleift að fara einvei’n meðalveg og þá sérstaklega að tilgi’eina vei’kefni lifandi tónlistarflytjenda, enda ætti þeim ekki að vera vorkun að ákveða þau með nægum fyrirvara. 60

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.