Jazz - 01.04.1947, Blaðsíða 4

Jazz - 01.04.1947, Blaðsíða 4
Coleman Hawkins Margir, er hafa skrifað um jazz, hafa sagt, að sá maður, er hafi haft mest áhrif á leik og þróun saxófónleiksins hafi verið saxófón- leikarinn Bechet. Ef athugaður er leikur hinna frægustu nú- lifandi saxófónleikara kemur það í ljós að aðeins einn þeirra, Hodges á sópransaxófón, hefur stælt hann, og ef hlustað er á leik Bechet kemur strax í ljós ástæðan, það er of erfitt að líkja eftir Bechet vegna hins mikla viberatos og hins afar sérkennilega leiks. Það er annar maður, er hér kemur til greina, og ef athugaður er leikur hinna yngri saxófónleikara, kemur í ljós að þeir eru meira eða minna undir áhrifum þessa manns. Mað- urinn er Coleman Hawkins. Coleman Hawkins er fæddur árið 1902. Hann flúði að heiman 14 ára og fékk vinnu sem saxófónleikari við hljómsveit Mammie Smith í Baltimore, en vakti fyrst athygli, er hann var ráðinn við hljómsveit Fletcher Hendersons 1922 og hann lék í þeirri hljóm- sveit allt þangað til hann fór til Evurópu 1934. Við munum reyna að birta náí{vœmlega tím- an fyrir homu hans svo að fól\ geti verið viðstatt móttöhu hans, því fazzþlúbburinn mun gera allt tl þess að athöfnin verði sem hátíðlegust og mun faz birta myndir af at- höfninni. Sólóir Hawkins nutu sín vel í hinum ágætu útsetningum Hendersons, en voru þó, eins og hinna hjómsveitarmeðlimanna mjög viðvaningslegar og hikandi í fyrstu, en árið 1924 var Louis Armstrong ráðinn til hljóm- sveitarinnar, og eftir það varð auðsæ framför hjá hljómsveitinni, og hvort sem það var vegna Armstrong eða vegna mikillar æfingar, þá batnaði tækni og stíll Hawkins til mikilla muna. Tónninn var þó enn harður og óþjáll eins og heyrist á plötunum Sensation og Hot Mustard, er hann lék á 1927 með hljómsveit Hendersons. Uppgangsár Hawþins. Kringur 1930 breyttist tónn og stíll Haw- kins. Tónninn varð mikill og ávalur og með fallegum mjúkum hljóm, og í fljótum leik urðu improvisionir hans hraðari og mark- vissari. Það er einkennilegt að bezti leikur hans er einmitt frá þessum tímamótum. Til dæmis má taka eitt af meistaraverkum jazzins, „One hour“ og „Helo Lola“, þar sem Hawkns leikur einhverjar sínar fegurstu sólóar. I „One Hour“ leikur hann með sínum nýja stíl, með fallegum ávölum tón og með mark- vissum improvistionum og tónninn hefur fengið geisilegan kraft einnig er leikur hans mjög góður í „Darktown Strutters Ball“, er hann lék með Red McKenzie. í nóvember 1933 lék Hawkins inn á nokkr- ar plötur með Henry Allen og má t. d. nefna „Hearthbreak Blues“, þar sem Allen og Haw- Taþið eftir í útvarpinu, hvencer foe þemur og verið með til að taþa á móti fyrstu jazz- hljómsveitinni, er þemur á vegum þlúbbsins. Að endingu viljum við þaþþa hinar góðu við- töþur, sem blaðið féþþ og vonumst eftir á- framhaldandi samstarfi. Ritstj. 2 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.