Jazz - 01.05.1947, Blaðsíða 7

Jazz - 01.05.1947, Blaðsíða 7
Blcmche Colman Það leynir sér ekki, að Blanche Colman er fædd Jazzisti. Hún er snögg í hreyfingum, glaðleg, og svörtu augun leiftra, er hún ræðir um áhuga- mál sín. Tíðindamaður Jazz í Englandi, átti viðtal við Blanche fyrir kvennadálkinn og fer hér á eftir það helzta úr því. •— A hvaða hljúðfæri byrjuðuð þér að læra? — Fiðlu, svaraði Blanche. — Þegar ég var fimm ára gömul byrjaði ég að læra á fiðlu, og lék sem atvinnuleikari í stórri hljómsveit, þegar ég var 13 ára að aldri. Þá fékk ég á- huga á dansmúsik og tók til við að læra á saxófón og clarinett. Téd Joyce réð mig þá til kvenhljómsveitar sinnar og þar var ég til ársins 1941, er ég stofnaði mína eigin hljómsveit. Við réðum okkur fyrst í Covent Garden Opera House og vorum þar 3/2 ár. Hljómsveit mína nota ég sem dans- hljóm- leika og „Show“-hljómsveit, og má það telj- ast sjaldgæft, en hljómsveitinni er þetta mögulegt m. a. vegna þess að allar stúlkurnar leika á fleiri en eitt hljóðfæri, ég lék sjálf á fiðlu, clarinett, alt og tenór-saxófón. I hljómsveitinni eru nú sextán stúlkur, og er sú yngsta 16 ára. — Alítið þér að stúlkur geti leikið eins vel á blásturhljóðfæri og karlmenn og umfram allt, geta þær „improviserað“ jafn frjálst og óþvingað og góðir karl-hljóðfæraleikarar ? — Ég veit, að oft hefur verið efazt um illa vinsælda undir stjórn saxófónleikarans og útsetjarans Tex Beneke. Þeir leika ennþá mikið af hinum gömlu góðu útsetningum Millers. Downbeat klúbburinn er mikið sóttur þessa dagana. Þar koma fram Billie Holiday og Art Tatum, svo það er ekkert einkennilegt. Benny Goodman hefur hætt við hljómsveit sína og mun stofna öðruvísi skipaða hljóm- sveit eða sextett. Duke Ellington er mjög upptekinn að semja óperu byggða á söngvum negranna fyrir utan að hann leikur á næturklúbbum, útvarpi og í kvikmyndum. Andre Kostelanetz og hljómsveit hans hafa leikið inn á plötur Pionciana og Sing of India. Góðar plötur, ef hægt er að ná í þær. Þetta er það nvjasta frá Bandaríkjunum í þetta sinn. Kem aftur bráðlega, JAZZ 7

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.