Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 10

Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 10
Um trommuleikara Eftir Svavar Gests . Onnur grein Ray McKinley er fæddur í Texas árið 1910. Hann byrjaði að leika með hljómsveit Dorsey bræðranna 1934 og hélt áfram með Jimmie ’39, þá fór hann til Will Brandley og var þar til ’42, er hann stofnaði eigin hljómsveit. Hann fór í herinn og lék þar með hljóm- sveit Glenn Millers og héldu margir, að hann myndi taka við eftir dauða Millers, en Tex Beneke tók við og Ray stofnaði eigin hljóm- sveit, og er hann í hröðum uppgangi. Chick Webb dó 1939, þá 32 ára. Hann er álitinn einn af beztu trommu- leikurum allra tíma, enda var það hans eina áhugamál. Hann stofnaði einnig hljómsveit aðeins 19 ára gamall og varð seinna mjög þekktur. Linoel Hampton er í hópi frægustu trommuleikara, sem til eru, en á seinni árum hefur hann lagt meiri stund á víbrafón. Linger Awhile-Mobile Bay Blues, Blue Bird 11057. Rex Stewarts Big Seven (1940). Rex Stewart, Trompet, Lawrence Brovvn, Trombon, Barney Bigard, Clarinet, Billy Cyle, Pianó, Fleagle, Guitar, Wellman Braud, Bassi og Dave Tough, Trommur. Diga Diga Do- Cherry Hrs. 2004. Solid Rock- Bugle Call Rag Hrs. 2005. Einnng hefur Rex leikið inn á plötur með McKinney, Chocolate Dandies, Jack Tea- garden og fleirum. Fjöldi annarra frægra trommuleikara mætti og nefna t. d. George Jenkins er lengi var með Hampton, Babby Dodds, Zutty Singleton, George Wettling og Ray Bauduc. Einnig má nefna Frankie Carlson, er lengi var með Woody, Sonny Greer, er hefur verið með Ellington í 28 ár, Joe Jones, er var hjá Basie Schuts, er var lengi hjá Jimmie Dorsey, Jimmie Crawford, er var með Lunceford, Johnny Morris var lengi með Tony Pastor, en hefur nú einnig hljómsveit. Cliff Leeman hefur verið hjá Goodman, Shaw og Barnet. Af yngri trommurum má nefna t. d. Shelly Norn, er leikur hjá Kenton. Louis Bellson hjá Goodman, Alan Stolier hjá Tommy Dorsey, Bobby Rickey hjá Spivak, Karl Kliffe með Jimmie Dorsey og að endingu Shadow Wilson, er var síðast með Teddy Wilson. Beztu jazzleikarar ársins 1947 Sérfræðingar þeir, er Esquire hefur til að kjósa beztu Jazzleikara og hljómsveitir Banda ríkjanna ár hvert, hafa nú kosið eftirtalda menn beztu spilara ársins 1947: Trompet: 1. Louis Armstrong. 2. Dizzy Gillespie. Trombon: 1. Bill Harris. 2. Vic Dickenson. Alto. Sax.: Benny Carter. 2. Willie Smith. Tenor Sax.: Colman Hawkins. 2. Lester Young. Clarinett: 1. Benny Goodman. 2. Barney Bigard. Píanó: í. Teddy Wilson. 2.—3. Art Tatum og King Cole. Guitar: 1. Oscar Moore. 2. Barney Kessel. Tromma: 1. Buddy Rich. 2. Dave Though. Bassi: 1. Chubby Jackson. 2. Ed Safranski. Baritone Sax.: Harry Carney. 10 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.