Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 15

Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 15
haldið þið þá að hafi verið yfirmatsveinn staðarins? Enginn annar en Ray Tucci. Um jazz og fleira heitir grein, sem birtist í Landnemanum fyrir nokkrum vikum. Jón M. Árnason skrifaði hana. Hann talar frekar lítið um jazz en leggur hinsvegar mikla á- herzlu á að skýra út fyrir mönnum, hversu hræðilega negrar eru undirokaðir. Viðvíkj- andi þessum fáu Mnum hans um jazz langar mig að minnast á eitt atriði í því sambandi, þar sem hann segir að negrar leiki jazz betur en hvítir menn. Hann styður þetta he'lzt með því að þeir hafi fyrstir manna leikið jazz og svo að hann sé þeim í blóð borinn. Eg áMt að jazz sé engum sérstökum í blóð borinn. Hitt er svo annað hvað menn taka sér fyrir, er þeir komast á legg og fer það alveg eftir Mfnaðarháttum og öllum aðstæðum. Þó að þeir hafi fyrstir manna tekið tii að leika jazz þá er ekki þar með sagt að þeir séu beztir í dag. Eg er samt sem áður ekki að halda því fram að hvítir rnenn leiki jazz betur en negrar, ég held að það sé ósköp áMka eins og t. d. Esquire kosningarnar 1946 og 47 sýna. í þau tíu sæti, sem hljóðfæraleikarar voru kosnir í fengu hvítir menn 5 og negrar 5 bæði árin. Þeir, sem kusu voru rúmlega tutt- ugu jazz-sérfræðingar, sem voru jafnt hvítir sem svartir. En svo skulum við athuga kosn- ingar músikblaðanna Metronome og Down Beat, en þar kjósa lesendurnir sjálfir, sem eins og nærri má geta eru bæði svartir og hvítir. Af þeim 16 sætum, sem kosið var í í ár hjá Metronome fengu hvítir rnenn 9, en hinir 7. Af 10 beztu hljómsveitum áttu hvtítir menn 7 hinir 3, og taki maður svo meðaltölu fimm fyrstu mannanna í hvert sæti þá eiga hvítir menn 42 en negrar 37. Hjá Down Beat fengu hvítir menn svo 13 en hinir 8 af þeim 21, sem kosið var um. Af tíu beztu hljóm- sveitunum áttu hvítir 10 en hinir 2. Ég ætla ekki að orðlengja þetta. Tölurnar eru hér hvítum mönnum í vil, en þrátt fyrir það álít ég þá engu betri en negrana og heldur ekki verri. I 'landi kynþáttahatursins, U.S.A., eru jazz-hljóðfæraleikarar í hópi þeirra fáu, sem engu máh láta sig skipta hvernig maðurinn er Htur. Því skyldum við þá, sem viðriðnir erum jazz hér heima vera að því. Innlendar fréttir eru ekki miklar að þessu sinni. Fimm „jam-sessionir“ hafa verið haldn- ar undanfarið, fóru 3 fram í Breiðfirðinga- búð en 2 í samkomusal mjólkurstöðvarinnar. Þær heppnuðust allar prýðilega, en þó hefðu margir kosið að einhverjir úr Borgarhljóm- sveitinni hefðu verið með og þá engu að síður meðlimir Sjálfstæðishússhljómsveitar- innar. Vonandi láta þeir ekki á sér standa næst. — Sigrún Jónsdóttir hefur sungið tals- vert með hljómsveitum bæjarins undanfarið, hún syngur danslög með sérstaklega miklum skilningi og tilfinningu, er t. d. „hot-chorus“ hennar í laginu Blue Moon með afbrgðum góður.— Ríkisútvarpið hefur tekið upp þá nýbreytni að útvarpa músik frá Hótel Borg. Þetta mælist misjafnlega fyrir hjá fólki, en með betri tækjum gæti þetta þó orðið ágætt, og á útvarpið hrós skihð, því hingað til hefur það ekki gert of mikið af því að útvarpa dansmúsik leikinni af innlendum danshljóm- sveitum. — Fyrir nokkru lét Jazzklúbbur- inn taka fyrstu íslenzku kvikmyndina, sem tekin hefur verið af íslenzkri jazzhljómsveit. K.K.-sextettinn varð fyrir válinu og léku þeir lögin Shine, On the sunny side og I’ve found a new baby í myndinni. Líklegt er að hægt verði að sýna myndina fyrri partinn á næsta ári. Að lokum óska ég svo lesendum frétta- síðunnar happasæls nýjárs. S. G. JAZZ 15

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.