Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 3

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 3
1. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ iHuáica JÚLÍ 1948 Útgefandi: Drangeyfarútgáfan. KOMINN HEIM Viðtal við Björn Ólafsson fiðlulci\ara. Björn Ólafsson fiðluleikari, sem dvalið 'hefur s. 1. vetur 1 New York við framlhaldsnám ihjá Adolf Busch, kom til landsins í maíbyrjun. Tíðindamaður Musica hitti hann að máli skömmu eftir heimkomuna og spurði hann frétta af dvölinni vestra. Björn tjáði tíðindamanninum, að það hefði staðið til, að 'hann fengi ársleyfi frá störfum við Tónlistar- skólans til framlhaldsnáms erlendis. Barst þetta í tal, er Adolf Busdh var hér síðast, og bauð hann Birni strax að koma vestur til sín. Þá Björn þetta, og réðist með þeim, að 'hann skyldi koma vestur síðari hluta sumars 1947. Fór hann síðan utan í ágústmánuði s. 1. ásamt konu sinni. — Hvar dvölduð þér í Bandaríkjunum? — Fyrsta mánuðinn eftir að ég kom út dvaldi ég í Vermontihéraðinu, en þar á tengdasonur Adölfs Busch píanóleikarinn Rudolf Serkin, mjög fagurt sveitaset- ur, og var Busoh þar um sumarmánuðina. — Hvernig geðjaðist yður að verunni í Vermont? — Ágætlega. Þar gafst gott næði til alvarlegrar vinnu, því að þar er friðsælt mjög og rólegt. Auk þess er þar mjög fagurt og 'hlýlegt, og naut ég þess í ríkum mæli. — En voruð þér ekki lengst af í New York? — Jú, eins og ég sagði áðan, var ég einungis um mánaðartíma í Vermont og fór þaðan um mánaðar- mótin sept.—okt. til New York og var þar nær ein- göngu eftir það. Um sama leyti ‘fór Adolf Busch einnig til borgarinnar, og istundaði ég nám hjá honum fram- an af vetri. — Hvað getið þér sagt okkur af Adolf Busch? — Eins og þér munið, var hann eigi vel hraustur, er hann kom hingað í fyrrasumar, en hefur nú náð sér að fullu og haldið fjölda hljómleika víðsvegar í Bandaríkjunum og farið tvær hljómleikaferðir til Ev- rópu. Þá fyrri fór hann í okt. s. 1. ásamt R. Serkin, en þá síðari í marzmánuði, og var þá með strengja- kvartett sinn. — Hvernig gazt yður að tónlistarlífinu vestanhafs? — Eg get fullyrt, að hvergi séu nú sem stendur samankomnir jalfn margir afburða tónlistarmenn og í New York. Auk þess sem Bandaríkjamenn eiga fjölda ágætra tónlistarmanna, ihafa margir hinna beztu listamanna Evrópu farið vestur um haf á síðari árum, eins og kunnugt er. Hafa ýmsir þeirra setzt að í Bandaríkjunum fyrir fuílt og allt og fengið þar rík- isborgararétt. Má í þeim hópi nefna m. a. A. Rubin- stein, J. Szigeti, E. Ormandy, I. Stravinsky o. m. fl. — Menn hér hafa iheyrt á hljómplötum ýmsar góð- ar bandarískar hljómsveitir. Yður hefur væntanlega gefizt tækifæri til að 'hlusta á einhverjar þeirra? — Hljómsveitarmenning í Bandaríkjunum er á rnjög háu stigi, og eru þar fjölmargar afbragðsgóðar hljómsveitir og hljómsveitarstjórar. Mér gafst m. a. kostur á að hlusta á Philharmonisku hljómsveitina í New York undir stjórn Bruno Walters, Stokovskys og Gharles Múnch. Einnig heyrði ég Filadelfiu sym- foniuhljómsveitina undir stjórn Ormandys og Hils- bergs. Síðast en ekki sizt vil ég svo nefna Symfoniu- hljómsveitina í Boston undir stjórn S. Koussevitzky. — 1 þessu sambandi væri gaman að fá að heyra álit yðar á hljómsveitarmálunum hér heima. MUSICA 3

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.