Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bankablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bankablašiš

						Sameining banka
Helga B. Bragadóttir:
ÍSLANDSBANKI
Aðdragandi, samningur, undirbúningur
Helga B. Bragadóttir
starfar á markaðs-
sviði Iðnaðarbank-
ans og tekur um ára-
mótin við starfi sér-
fræðings í Islands-
banka.
Eftir nokkrar vikur mun íslandsbanki
hf. taka til starfa. Af því tilefni þykir
vid hæfi að greina hér frá helstu atrið-
um aðdraganda að stofnun bankans
og því starfi sem unnið hefur verið
síðustu mánuði.
Aðdragandi.
Um allnokkurt skeið hefur staðið til
að selja hlutabréf ríkissjóðs í Útvegs-
bankanum. Tilboð hafa borist í bréfin
en aðilar ekki komist að samkomulagi.
Þess ber skemmst að minnast að Iðn-
aðarbankinn og Verslunarbankinn
buðu ásamt fleiri aðilum í hlutabréf
ríkissjóðs fyrir rúmum tveimur árum.
Eftir viðræður sem Alþýðubankinn
og Verslunarbankinn áttu sín á milli
um hugsanleg kaup bankanna á
hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbank-
anum og viðræður bankaráða Iðnaðar-
banka og Verslunarbanka um hugsan-
legt samstarf og sameinigu bankanna
var ákveðið að bankarnir þrír gengju
sameiginlega til viðræðna við viðskipta-
ráðherra um kaup á hlutafé ríkissjóðs í
Utvegsbankanum. Þær viðræður stóðu
um nokkurt skeið og leiddu eins og
kunnugt er ril samkomulags, sem undir-
ritað var með fyrirvara um samþykki
hluthafafunda aðfaranótt laugardags-
ins 10. iúní síðastliðinn.
Viðbrögðin.
Vikurnar fyrir samkomulagið hafði
mikið verið rætt og ritað um málið, en
segja má að fréttin hafi komið flatt upp
á marga starfsmenn. Astæða þessa er
líklega sú að fæstir trúðu því að sam-
komulag tækist, svo mörgum sinnum
hafði slíkt verið rætt en aldrei
framkvæmt. Þegar var hafist handa við
að skýra út málin fyrir starfsfólki og
voru margir fundir haldnir í því skyni.
Þegar í ljós kom að ekki yrði gripið til
almennra uppsagna var þungu fargi
létt af mörgum. Ákvæði er um það í
samkomulaginu að starfsmenn Út-
vegsbankans skuli njóta sömu réttinda
og starfsmenn hinna bankanna og
bankarnir gáfu út þá yfirlýsingu að
fullt samráð yrði haft við starfsmanna-
félögin fjögur varðandi undirbúning
sameiningarinnar. Forsvarsmenn SÍB
ræddu við stjórnendur bankanna og
eftir fundinn sagði Yngvi Kristinsson,
formaður, að góður andi ríkti á milli
sambandsins og bankanna í þessum
málum.
Samningurinn.
Samningurinn var formlega undirrit-
aður, með fyrirvara um samþykki hlut-
hafafunda bankanna, þann 29. júní
síðastliðinn  að  Kjarvalsstöðum.   Við-
staddir voru um 600 starfsmenn bank-
anna fjögurra og bar hátíðin yfirskrift-
ina „Við eigum samleið". Norðlend-
ingar héldu síðan upp á undirskriftina
þann 6. júlí á Akureyri.
Hluthafafundir bankanna þriggja
voru haldnir dagana 25. og 26. júlí og
var samningurinn samþykktur með
yfirgnæfandi meirihluta. Hluthafa-
fundur Útvegsbankans var síðan hald-
inn 1. ágúst. Þar fóru formleg eigenda-
skipti fram og kosið var nýtt bankaráð
Útvegsbankans, bankaráð sem mun
verða bankaráð íslandsbanka hf. þann
1. janúar næstkomandi.
Samningur viðskiptaráðherra og
bankanna þriggja er þess efnis að
bankarnir keyptu allt hlutafé ríkissjóðs
í Útvegsbankanum, 76,8%. Bankamir
kaupa jafnan hlut og samkvæmt sam-
komulaginu skyldu bankarnir stefna
að sameiningu rekstrar bankanna
fjögurra fyrir mitt ár 1990. Eins og
kunnugt er hefur undirbúningur sam-
einingar gengið betur en menn þorðu
að vona og munu bankarnir sameinast
um næstu áramót. Nokkrar deilur
urðu á opinberum vettvangi um verð
hlutabréfanna og töldu sumir það allt
of lágt. Þær deilur koðnuðu þó fljót-
lega niður eftir opinbera greinargerð
viðskiptaráðherra.
Frá sameiningarhátiðinni á Kjarvalsstöðum.
Frá hátíðinni í Háskólabíói 4. október sl.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48