Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						N
etið er ekki bara tetris og tölvupóstur.
Fyrir utan samskiptabyltinguna sem
það hefur haft í för með sér, þá vex því
líka stöðugt ásmegin sem opinn pott-
ur hugmynda og kenninga, fantasía og fyr-
irbæra. 
Gagnabanki misnothæfra hugmynda
Um daginn rakst ég á vef sem heitir halfba-
kery.com. Þetta hálfbakarí er einskonar sam-
félagslegur gagnagrunnur hálfbakaðra upp-
finninga og hugmynda, sem byggðar eru á
pælingum þeirra sem vilja vera með. Þarna
kraumar skapandi hugsun og springur út í
bæði framkvæmanlegum hugmyndum og
óframkvæmanlegum; sumar eru lagðar fram í
fúlustu alvöru, aðrar í alvarlegu gríni. Þeir
sem skoða vefinn geta gefið hugmyndunum
einkunnir í formi brauðhorna.
Muniði eftir þrívíðu myndunum sem eru á
sumum pennaveskjum og svoleiðis hlutum? ?
Mikki mús skiptir um stellingu eftir því hvort
horft er á myndina frá vinstri eða hægri. Ein
skemmtilegasta hugmyndin í Hálfbak-
aríinu er sú að sæti strætisvagna verði
klædd slíkum myndum, svokölluðum
?sterogram?-myndum, eða ?anaglýf-
um?, þannig að þegar maður hallast í
beygju, þá breytist myndin á sætinu
fyrir framan mann. ?Myndi þetta ekki
gera langar strætóferðir mun áhuga-
verðari?? spyr höfundur hugmynd-
arinnar. Alvarlegri er sú hug-
mynd og sniðin að amerískum
veruleika að um leið og fólk fær
PIN-númer á greiðslukortin sín,
fái það líka öryggis PIN-númer til
þess að nota ef það lendir í því að
byssubófar þröngvi því til að
taka út pening. Með því að slá
það inn kæmi löggan um-
svifalaust og myndavélin á
hraðbankanum færi að taka
upp í extra góðri upplausn
myndir af glæpamönnunum. Gallinn er auðvit-
að sá að hvorugt garanterar að bófarnir drepi
ekki manneskjuna með kortið.
Það þarf ekki að taka fram að hugmynd-
irnar spanna vítt svið viðfangsefna, og því
er þeim raðað í flokka til að
gera þær aðgengilegri. Svo er
það hugmyndin um kassa-
hljóðin í matvörubúðunum. Í
stað óþolandi takkahljóðanna,
væru sjóðsvélarnar prógram-
meraðar til að spila tónverk þegar
ýtt væri á takkana ? samhæft,
þannig að á kassa eitt væru fiðl-
urnar, víólurnar á kassa tvö, málm-
blásararnir á kassa fimm o.s.frv.
Þannig dreymir höfund hugmynd-
arinnar um að hann gæti hlustað á
Messías eftir Händel meðan hann
bíður í röðinni. Verst ef kassi fjög-
ur væri lokaður og maður
heyrði verkið án kórsins.
Ein hugmynd kveikir aðra
Hvað um það. Það eru kannski ekki 
hugmyndirnar sjálfar sem eru aðalatriðið
hér, heldur það að fólk skapi sér vettvang til
að deila skapandi hugmyndum. Auðvitað er
hægt að deila hugmyndum með ýmsu móti,
en netið er forsenda þess að slíkur pottur geti
orðið lifandi og gagnvirkur og hann nær
óneitanlega sjónum ótrúlega margra. Það
sýnir sig líka vel í Hálfbakaríinu, að ein 
hugmynd kveikir aðra, og þótt sú fyrsta
kunni að virka fáránleg, kemur næsta mann-
eskja ef til vill með nýtt sjónarhorn, eða
reynslu sem nýtist til að betrumbæta hana.
Allir eru hugmyndasmiðir; okkur er eiginlegt
að spá og spekúlera. Framþróun mannsins
hefur byggst á því að við pælum og veltum
hugmyndum á milli okkar. Einn góðan veð-
urdag kemur sá sem sér tilganginn í hug-
myndinni og bakar hana til fulls. 
begga@mbl.is
Með Messíasi við kassann
Það kraumar í pottum Hálfbakarísins, sem er pottur skapandi hugsunar
NETIÐ
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR
halfbakery.com
Já takk! Mikka mús í
þrívídd á strætósæti!
Í
sænsku hryllingsástarsögunni Hleyptu þeim
rétta inn (Låt den rätte komma in; 2008)
hrýtur orðið ?vampíra? aðeins einu sinni af
vörum aðalpersónunnar, hins tólf ára Ósk-
ars (Kåre Hedebrant). Það er engu að síður eina
lýsingin sem á við um jafnöldru hans, Elí (Lina
Leandersson), sem ásamt ?föður? sínum er ný-
flutt inn við hliðina á Óskari í félagsmála-
blokkahverfi í útjaðri Stokkhólms. Það fyrsta
sem Elí segir við nágranna sinn þegar þau hitt-
ast að kvöldlagi á snæviþakinni lóðinni fyrir
framan blokkina er: ?Ég get ekki orðið vinur
þinn? ? en sú verður þó raunin, náinn vinskapur
skapast milli þeirra og áður en langt um líður
kemst Óskar að þeirri niðurstöðu að ekki sé allt
með felldu varðandi þessa nýju vinkonu sína. Án
verulegrar undrunar, enda þykist hann vita
svarið, spyr hann um miðja mynd hvort hún sé
vampíra og, eftir að hafa hugsað sig um í ör-
skotsstund, kinkar Elí kolli. ?Hvað ertu þá göm-
ul?? spyr hann. ?Ég er tólf?, svarar hún, ?en ég
hef verið tólf í dálítið langan tíma?. 
Samband Óskars og Elí er meginviðfangsefni
Hleyptu þeim rétta inn sem byggð er á sam-
nefndri skáldsögu eftir John Ajvide Lindqvist,
en hann skrifar sjálfur kvikmyndahandritið.
Leikstjóri er Tomas Alfredson og tekst honum,
ásamt kvikmyndatökumanninum Hoyte Van
Hoytema, að skapa sérstaka vetrarveröld úr
hráslagalegu blokkaumhverfinu; bókstaflega
allir litir eru kaldir og snjórinn er dimmblár
nema þegar hann litast blóði. Skógurinn í ná-
grenninu rennir stoðum undir ævintýrabraginn
en drykkjulæti íbúanna, sem flestir virðast vera
atvinnulausir (og minna samkundur þeirra jafn-
vel á senur úr Kaurismäki-mynd), draga þó
andrúmsloftið aftur niður á jörðina. Þá er þetta
tíðaranda-mynd, hún á að gerast á áttunda ára-
tugnum og kannast eflaust margir sem muna
tímabilið við innanstokksmuni og leikföng, svo
ekki sé minnst á fatatískuna. Ef þessa mynd er
að marka þá hefur Reykjavík áttunda áratug-
arins átt ýmislegt sameiginlegt með fátæku út-
hverfi í Stokkhólmi á sama tíma. En eins og áð-
ur segir er það vinskapur Óskars og Elí sem
liggur myndinni til grundvallar, bæði hafa þau
hrakist á ákveðinn samfélagsjaðar, Elí af aug-
ljósum ástæðum, en Óskar vegna þess að for-
eldrar hans eru skilin, og hann sætir einelti í
skólanum.
Blóðsugan tákn bældra hvata
Það er eineltið sem í raun þrýstir þeim saman.
Óskar er í hefndarhug, það er augljóst. Van-
máttur hans gagnvart fjandmönnum sínum, en
leiðtogi þeirra er hinn yfirmáta dannaði Conny
(Patrik Rydmark), virðist jafnvel ætla að brjót-
ast fram í einhvers konar voðaverki. Þar sem
leið þeirra Elí og Óskars liggur saman fyrsta
kvöldið fyrir utan blokkirnar er Óskar til dæmis
að æfa sig með hníf. Hann hreytir ónotum út í
nóttina, hótunum sem skýrlega er beint að
Conny, og rekur svo sakleysislegt tré ?á hol? á
illyrmislegan hátt. Þetta sér Elí og virðist jafn-
vel laðast að honum fyrir vikið. Meðferðin sem
Óskar hlýtur í skólanum er slæm og ljóst er að
andlega er hann kominn að suðumarki. Freist-
andi er því að lesa blóðsuguna sem hann kynnist
á þessum tímapunkti sem táknræna birting-
armynd bældra hvata og hefndarhugs Óskars,
en ekki er um neitt að villast í söguheiminum.
Elí er áþreifanleg og raunveruleg, eins og ýmsir
nágrannar hennar komast að sér til lítillar
ánægju.
Þannig tekur hrina fjöldamorða í nágrenni
blokkanna að vekja athygli og samband Elí við
?föður? sinn, samviskulausan fylgihnött sem
nefnist Håkan (Per Ragnar), spilar þar óhugn-
anlegt hlutverk. Håkan gengur erinda Elí, en
virðist einnig knúinn áfram af eigin hvötum, og
?þorsta? sem er ekki síður skelfilegur en sá sem
stjórnar Elí. Þorsti og drykkja eru reyndar við-
varandi mótíf í myndinni ? fjölmargar senur
sýna fullorðna fólkið sitja að sumbli, karlar og
konur verða iðulega ofurölvi, og faðir Óskars
vanrækir hann, en ræktar flöskuna af þeim mun
meiri áhuga. Alkóhólisminn í umhverfinu spegl-
ast þannig í ?drykkjuþörf? vampírunnar Elí.
Þörf hennar fyrir lífsvökvann er yfirþyrmandi
og banvæn, en félagslegur eyðileggingarmáttur
áfengisins virðist þó að sumu leyti verri. 
Forðast margar klisjur
Galdur myndarinnar felst í persónusköpun
hinna ungu vina. Óskar á við ýmis vandamál að
stríða og Elí hjálpar honum að bregðast við
þeim. Þá virðist Elí einmana og hálfráðvillt, og
vinátta Óskars er einkar þýðingarmikil fyrir
hana. Ýmis atriði sem sýna vinskap sem nær yf-
ir ?tegunarmörk? eru sérlega vel útfærð og
jafnvel hjartnæm, en undir niðri kraumar þó
ávallt myrk undiralda. Þetta er að sumu leyti
frostbitin mynd, framvindan er köld í ýmsum
skilningi og myndramminn er iðulega þannig
uppsettur að lítið er um óvæntar hreyfingar. Þá
hreyfist sjálf myndavélin lítið, myndramminn er
afmarkaður eins og á málverki, og það er jafn-
vel hægt að ímynda sér að hún hafi frosið við
jörðina. En þannig forðast myndin einnig marg-
ar klisjur formsins (líkt og snöggar óvæntar
hreyfingar og ískrandi ?bregðutónlist?) og í per-
sónusköpun, en endurnýjar um leið vamp-
írumyndahefðina á afar kraftmikinn hátt.
Hleyptu þeim rétta inn ferðaðist á milli kvik-
myndahátíða fyrri hluta síðasta árs, var frum-
sýnd á Norðurlöndunum síðasta haust og hefur
verið tekin til sýninga víðsvegar á meginlandi
Evrópu síðan um jólin. Þegar hefur verið hafist
handa við bandaríska endurgerð. 
vilhjalmsson@wisc.edu 
Hleyptu þeim rétta inn (2008) | Tomas Alfredson
MYNDIR VIKUNNAR
BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON
Vandasöm vinátta
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009
4
Lesbók
KVIKMYNDIR
N
ornin í vestri er látin (Nishi no Majo ga
Shinda; eða The Witch of the West is
Dead á ensku) er japönsk skáldsaga eftir
Kaho Nashiki. Bókin sló öll met þar í landi þegar
hún kom út, hlaut fjölda verðlauna, og er víst
álitin nútímaklassík. Hún hefur nú verið löguð að
hvíta tjaldinu af Shunichi Nagasaki og útkoman
er fallega ljóðræn mynd um sumardvöl ungrar
stúlku hjá ömmu sinni í sveit-
inni. Mai (Mayu Takahashi) er
unglingur sem á við félagsleg
vandamál að stríða, hún neitar
að mæta í skólann og foreldrar
hennar eru ráðalausir. Úr verður
að Mai er send til ömmu sinnar
í sveitinni, en sjálf kallar amm-
an sig ?nornina í vestrinu?.
Tíminn sem þær verja saman er
að sumu leyti hefðbundið þroskaferli. Amman
(Sachi Parker, dóttir Shirley McClain) er nátt-
úruunnandi sem ræktar grænmeti og býr til
sultu í rólegheitunum, og býr í húsi sem er eins
og því hafi verið hnuplað beint út úr ævintýri. Líf-
inu vindur fram eins og tuttugasta öldin hafi
aldrei átt sér stað og ljóst er að nokkurt aðlög-
unarferli bíður borgarbarnsins Mai. Þetta er
mynd sem tekur sig mátulega
alvarlega, og þótt hún sé látlaus
í yfirbragði er ýmislegt sem á
sér stað undir yfirborðinu.
Myndin ferðast þessa stundina
milli kvikmyndahátíða og var
m.a. sýnd á London Film Festi-
val í haust en hefur hvergi verið
tekin til almennra sýninga
nema í Japan.
Nornin í vestri er látin (2008) | Shunichi Nagasaki 
Sveitasæla
S
káldsaga franska rithöfundarins Michel
Houellebecq, Möguleikinn á eyju (La Pos-
sibilité d?une île; Possibility of an Island í
enskri þýðingu), hefur nú verið kvikmynduð, en
líkt og sum önnur verk eftir hann fjallar bókin um
bitra karlmenn, kvenhatur, úrkynjaða Evrópu,
endalok mannkyns og fáránleika þess að álíta
einhvers konar von eða endurnýj-
unarkraft búa í menningunni. Mögu-
leikinn á eyju er þriðja skáldsaga
Houellebecq til að vera löguð að
hvíta tjaldinu (á eftir Öreind-
unum og Útvíkkun átaka-
sviðsins) en nú hefur hann
tekið ráðin í sínar hendur
og leikstýrir verkinu upp á
eigin spýtur. Útkoman er
misjöfn. Að mörgu leyti
er hér ekki um beina aðlögun skáldsögunnar að
ræða. Houellebecq ræðst til atlögu við þemu úr
bókinni (t.d. trúarbrögð og klónun) og jafnvel má
segja að hann einbeiti sér að síðasta þriðjungi
skáldsögunnar. Þeir sem lesið hafa söguna munu
sakna biturrar hæðni hennar, sem og gagnrýni
þess hluta verksins sem fjallar um samtíma-
menningu, en afar athyglisvert er að
sjá hvernig Houellebecq nálgast
eigið verk í þessum miðli, eink-
um vegna þess að upp-
haflega skáldsagan er mjög
upptekin af kvikmyndagerð
og kvikmyndaiðnaðinum.
Enn sem komið er sýnist
mér Möguleikinn á eyju
aðallega ferðast um
kvikmyndahátíðir.
Möguleikinn á eyju (2008) | Michel Houellebecq
Framtíðarósómi
Óskar og Elí 
?Hvað ertu þá gömul?? spyr hann.
?Ég er tólf?, svarar hún, ?en ég hef
verið tólf í dálítið langan tíma?. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12