Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 STOFNUÐ 1925 9. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Foldarskart Pottaplöntur tollvarðarins Rousseau 6 Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested „Ég verð að vasast í fleiru en bara dansinum. Ég er farinn að gera mér æ betur grein fyrir þessari þörf.“ Gunnlaugur Egilsson 9 Opinn faðmur: Sátt og samruni tónlistartegundanna3 5Ójarðnesk rödd:Philippe Jaroussky;arftaki geldinganna 8Salinger níræður:Súperstjarna í bókmenntaheiminum T áknmál tímans blasir við okkur hvert sem við lítum. Í bókstaflegum skiln- ingi. Hálfbyggð hús í mannlausum út- hverfum, myrkvaðir skrifstofuturnar við Höfðatorg, þúsundir óseldra bíla á stæð- um. Tímanna tákn í auglýsingum nú eru önnur en í fyrra – í stað áherslu á velmegun og íburð er höfðað til neysluvitundar og nægjusemi. Ólíklegustu hlutir – sem stundum verða til í hita augnabliksins – geta hitt svo rækilega í mark að skyndilega eru þeir á allra vörum, verða táknmyndir sem allir skilja. Sá sem lýsti reiði og örvilnun íslensks almennings með orð- unum „Helvítis fokking fokk“ á mótmæla- spjaldi á Austurvelli skapaði sennilega ólík- indalegasta sameiningartákn sem þjóðin hefur átt. Síðan þá hefur frasinn verið stældur á öðr- um spjöldum, prentaður á boli og hrotið af vörum manna í tíma og ótíma. Sterkasta vísbendingin um vægi hans í sam- félaginu kom þó fram á öskudaginn, þegar börn klæddu sig upp í öskudagsbúninga sem mótmælendur og gengu um með skilti sem var skemmtilega bjagað afbrigði af því uppruna- lega (helvítis focking fock). Þessi börn vissu upp á hár, hvar eymslanna kenndi í þjóðarsál- inni og að þeirra búningur sagði beinskeyttari sögu en Spiderman-, Pocahontas- eða sjóræn- ingjabúningar. Á öskudegi, sem á uppruna sinn í ævafornum karnivalískum hefðum, urðu þessi börn að tákngervingum ástandsins – þess sem allir eru að hugsa í sínu hvunndags- streði. Mikhail Bakhtin leiddi fræðimönnum á sviði bókmennta fyrir sjónir vægi þess karnivalíska í samfélagsmyndinni. Þess þegar almúginn fær veiðileyfi á valdhafana og skrumskælir „raunveruleikann“ til að draga fram það sem ólgar undir yfirborðinu. Það var einstaklega hressandi að sjá hina beittu karnivalísku hefð ná yfirhöndinni í svo tærri mynd á Íslandi og mala markaðsvél Disney. Karnivalið malar markaðsvél Disney ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Helvítis fokking fokk – ólíkindalegasta sameining- artákn sem þjóðin hefur átt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.