Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Blaðsíða 8
Eftir Rögnu Sigurðardóttur ragnahoh@gmail.com E inn af stærri viðburðum Listahátíðar er gjörningurinn Laugavegurinn – geng- ið á vit sögunnar. Hópur listamanna á vegum sýningarsalarins StartArt hef- ur tekið sig saman og býður almenn- ingi að taka þátt í skipulagðri göngu frá Lækjartorgi og að gömlu Þvottalaugunum í Laugardal, gangan fer fram hinn 23. maí. Uppá- komur verða við upphaf og lok göngunnar og á leiðinni og fjölmargir listamenn taka þátt. Fólk er beðið að taka með sér lök eða handklæði, tengja með þeim gönguna svo hún verði óslitin og skapa um leið áhrifamikið, sjónrænt listaverk í borginni. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að beina sjónum að hinum ósýnilegu verkum kvenna gegnum tíð- ina, kannski ekki verra að hafa í huga að enn þarf að vinna verkin þó þvottavélar séu komnar til sög- unnar. Hér eru störf kvenna í brennidepli, þær eru sú þungamiðja sem samfélagið hefur löngum hverfst um og gerir enn í dag. Gjörningurinn fellur vel að þeim erfiðu tímum sem við lifum núna, þó líklega hafi hugmyndin kviknað áður en kreppan skall á. Nú er tíminn til að íhuga hverjir það voru sem byggðu og byggja kannski enn í dag, hinar raun- verulegu undirstöður samfélagsins. Huldukonur Ekki er langt síðan íslenskar myndlistarkonur voru eins og þvottakonurnar flestum ósýnilegar. Á þetta minnti Hrafnhildur Schram í bók sinni Huldukonur í íslenskri myndlist sem út kom árið 2005. Þar varpaði Hrafnhildur ljósi á hlut kvenna í íslenskri myndlist fyrir og í kringum aldamótin 1900, en í bók sinni segir hún frá tíu konum sem menntuðu sig í myndlistinni. Á tíma vaxandi borg- arastéttar nutu þær góðs af því að teikning og málun þótti við hæfi sem hluti af fágaðri skólun ungra stúlkna. Þær fengu því tækifæri til að mennta sig að einhverju leyti en ekki mikið meira. Viðhorf samfélagsins voru ólík því sem gerist í dag, hjónaband og barnauppeldi gekk fyrir og nær ógerningur að sameina þetta metnaðarfullu starfi í myndlist. Það leið þó ekki á löngu áður en íslenskar myndlistarkonur stigu skrefið til fulls og gerðust atvinnumenn í listinni, eins og sagan sýnir okkur. Nú í maí eru konur afar sýnilegar í listasöl- um landsins. Konur sem tilheyra ólíkum kyn- slóðum, frumkvöðlar, konur sem eru rísandi og hafa náð langt á ferli sínum og list yngri kynslóð- arinnar. Breyttar áherslur Hvernig stendur á þessu? List kvenna er ekki sér- stakt þema hjá Listahátíð í ár. Þeir sýningar- og safnstjórar sem hér standa að baki hafa heldur ekki samráð um sýningaval sitt með ákveðið kynjahlutfall í huga, þá hefðu kannski fleiri karl- menn komist að. Það er freistandi að hugsa sem svo að hér eigi breyttar áherslur í samfélaginu einhvern hlut að máli. Ekki verður horft framhjá því að undanfarna mánuði höfum við eignast enn fleiri kvenkyns fyrirmyndir en áður hér á landi, fyrirmyndir af ólíkum kynslóðum. Nöfn þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Katr- ínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra koma fljótt upp í hugann, ekki síður var Þorgerður Katrín ímynd hinnar sterku og dugandi konu á ráðherrastól sínum og svo mætti áfram halda. Fyrstu kvenkyns bankastjórarnir tóku til starfa. Konur stóðu sig vel á bókmenntavellinum á síð- asta ári, konur af ólíkum kynslóðum eins og þær Álfrún Gunnlaugsdóttir, Auður Jónsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir eru lýsandi dæmi um. Og nú er komið að fjölda myndlistarkvenna. Jafnvel þó að flestar þær sýningar sem opna í maí eigi sér aðdraganda frá því áður en kreppan varð opinber raunveruleiki, má að mínu mati greina í þessum fjölda sýninga listakvenna eitt- hvað sem ekki var til staðar fyrir ári. Sem dæmi má nefna að stærsti viðburður Listahátíðar 2008 var Tilraunamaraþonið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, en að því unnu rúmlega fjörutíu virt- ir lista- og vísindamenn úr alþjóðasamfélaginu. Nú sýna íslenskar konur í Hafnarhúsi, listakonur sem hlotið hafa viðurkenningu úr Guðmundusjóði, og því óhætt að segja að áherslurnar séu aðrar. Hugsanlega endurspeglast hér breytt gildismat. Ég er þess fullviss að þær konur sem sýna verk sín nú í svo mörgum sýningarsölum á landinu í vor eru ekki valdar vegna þess að þær eru konur. Hins vegar getur verið að eitthvað í list þeirra, vinnuaðferðum eða viðhorfum sé þess valdandi að þær verði fyrir valinu frekar en eitthvað annað. Kannski þurfa karlarnir að fara að gæta hags- muna sinna nú þegar eiginleikar á borð við hóg- værð, þrautseigju, þolinmæði og nægjusemi, svo eitthvað sé nefnt, eiga upp á pallborðið? Eig- inleikar sem löngum hafa verið kenndir við konur. Líkum má þó einnig leiða að því að íslenskir myndlistarmenn af báðum kynjum njóti góðs af tímum þegar erfiðara er um vik að fá erlenda myndlistarmenn til landsins, en nú sýna t.d. tveir íslenskir listamenn á Listasafni Íslands á Listahá- tíð, þeir Kristján Guðmundsson og Hrafnkell Sig- urðsson og má vænta glæsilegra sýninga af hendi beggja. Samvinna í brennidepli Undanfarin ár hafa starfshættir listamanna tekið breytingum sem kannski henta konum vel, sam- starf og samvinna hafa átt mjög upp á pallborðið í öllum listgreinum. Oft snýst framkvæmdin um að skapa sameiginlega upplifun með áhorfendum, frekar en að kynda undir eiginhagsmunum ein- stakra listamanna, nokkuð sem fellur vel að kven- legri hógværð – hvort sem hún er áunnin eða eðl- islæg. Nýjar tegundir samskipta í tölvuformi, sem dæmi má nefna tengslanet Facebook, hafa áhrif á dreifingu listaverka og listviðburða. Laugavegurinn er dæmi um listviðburð af þess- Kvennavor í myndlistinni Tilraun um þúfu Verk Finnu Birnu Steinsson sem verður á sýningunni Möguleikar, en þar verða verk styrkþega úr sjóði Þegar rennt er yfir myndlistarviðburði vorsins er ljóst að hlutur kvenna er óvenju stór. Það er sama hvar gripið er niður, nær alls stað- ar eru konur í aðal- hlutverki. Myndlist á Listahátíð gerir konum hátt undir höfði en sama er að segja um aðra sýn- ingaraðila. Hér verður úrval sýn- inga listakvenna skoðað og spáð í hvað veldur þessari áherslu á myndlist kvenna vorið 2009. Sjálfsmynd Sjálfmynd Nínu Tryggvadóttur, frumkvöðuls meðal íslenskra myndlistarkvenna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 8 LesbókMYNDLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.