Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Page 9
Frá Unuhúsi til Áttunda strætis
Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) og Nína
Tryggvadóttir (1913-1968) eru meðal
fremstu listamanna tuttugustu aldarinnar
hér á landi. Á fimmta áratug aldarinnar
stunduðu þær báðar myndlistarnám í skóla
Hans Hofmann í New York, ásamt fleiri
nemendum. Sýningin hefur verk þeirra Nínu
og Louisu í forgrunni, einnig verk frá því
fyrir stríð þegar báðar voru tíðir gestir í
Unuhúsi, en þar má einnig sjá verk eftir
aðra nemendur Hans Hofmann. Á sýning-
unni verða meðal annars verk eftir listakon-
urnar sem ekki hafa verið sýnd opinberlega
áður og leitast er við að gefa mynd af þró-
un þeirra á listferlinum.
Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir
Kyrralífsmynd Verk frá árinu 1973 eftir Louisu Matthíasdóttur.
um toga, þar sem listamennirnir setja sjálfa sig í
aftursætið til að vekja athygli á ákveðnu málefni en
hér er treyst á samvinnu bæði listamanna og áhorf-
enda. Vart þarf að taka fram að aðstandendur lista-
mannahússins StartArt sem stendur fyrir gjörn-
ingnum eru allir konur, en vert að geta þess að þeir
listamenn sem taka þátt eru af báðum kynjum.
Konur í galleríum og opinberu rými
Auk þeirra sýninga sem sagt er frá í römmunum á
þessum síðum má nefna að í Gallerí i8 opnar Hrafn-
hildur Arnardóttir, sem býr og vinnur í New York,
einkasýningu. Í Gallerí Ágúst opnar Guðrún Gunn-
arsdóttir sýningu sína, í Listasafni ASÍ stendur yfir
sýning Þóru Sigurðardóttur og Sólrúnar Sum-
arliðadóttur og síðan tekur Aðalheiður Valgeirs-
dóttir við. Á vegum
Listahátíðar sýnir
norska listakonan Marit
Benthe Norheim skúlp-
túra á götum Reykjavík-
ur, undir titlinum Camp-
ingkvinner. Framlag
Natalie Jeremijenko til
Listahátíðar er síðan
mjög áhugavert en hún er ýmist kölluð hugmynda
listamaður, nýsköpunarkona eða hönnuður. Hún
vinnur verk sín í sýningarsal Orkuveitu Reykjavík-
ur, við Reykjavíkurtjörn og víðsvegar um borgina.
List þessara tveggja, Norheim og Jeremijenko
fylgir þeim straumum í listum sem nefndir voru hér
að ofan, þar sem þátttaka listamannsins í samfélag-
inu er rauður þráður.
Af ofantöldu er ljóst að í myndlistinni er mikið
kvennavor í ár. En sé það svo að list kvenna
blómstri hugsanlega á erfiðum tímum og að þær
séu eftirsóttar til sýningarhalds, má líka spyrja sig
að því hvað gerist þegar betur árar. Það er því eins
gott að grípa gæsina á meðan hún gefst og nota
tækifærið til að efla okkur konum dug og dáð.
i Guðmundu S. Kristinsdóttur.
Ekki er langt síðan ís-
lenskar myndlistarkonur
voru eins og þvottakon-
urnar flestum ósýnilegar.
Höfundur er rithöfundur og myndlistargagnrýnandi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Lesbók 9
Olga Bergmann hefur á undanförnum árum vakið verðskuld-
aða athygli fyrir list sína sem stundum minnir á rannsókn-
arstofu vísindamanns. Hér sýnir hún myndbandsverk, skúlp-
túra og fundna hluti og leitast í verkum sínum við að skoða og
rannsaka hvað það er sem gerist þegar lífið tekur óvænta
stefnu, hvort sem um er að ræða líf heils samfélags eða ein-
staklinga.
Listasafn Reykjanesbæjar
Í húsi sársaukans
Rannsókn Olga leggur safnið undir rannsókn á lífinu.
Jónína Guðnadóttir (1943) er þekkt fyrir verk sín sem
byggjast á grunni leirlistar. Allt frá því á sjöunda ára-
tugnum hefur Jónína verið ein af frumkvöðlunum í
vinnu sinni með leir sem frjálst listform. Sýning henn-
ar heitir Vættir og vísar aftur í tímann jafnt og til sam-
tímans. Guðný Guðmundsdóttir býr og starfar í Berlín,
hún vinnur með samspil stórra teikninga, skúlpúra og
rýmis í sýningunni Madame Lemonique & Madame Le-
monborough. Sýningar þeirra eru valdar með það í
huga að skapa samtal tveggja kynslóða sem mótaðar
eru af ólíkum tíðaranda, hér kristallast það sem virðist
vera þema vorsýninga í myndlistinni í ár.
Hafnarborg
Vættir Jónínu og
maddömmur Guðnýjar
Skúlptúr eftir Jónínu Sýningin er samtal tveggja kynslóða.
Minnimáttarkenndarbakterían Verk Gabríelu Friðriksdóttur, en hún er í þeim hópi
kvenna sem hlotið hafa viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu R. Kristinsdóttur.
Möguleikar
Í Hafnarhúsi við Tryggvagötu sýna mynd-
listarkonur sem hlotið hafa viðurkenningu
úr Listasjóði Guðmundu R. Kristinsdóttur.
Þetta eru þær Ólöf Nordal, Finna Birna
Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela
Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þór-
isdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla
Dögg Jónsdóttir og Hulda Stefánsdóttir. Á
sýningaropnun hinn 28. maí bætast tvær
konur í hóp verðlaunahafa. Listasjóðurinn
var stofnaður árið 1997 þegar Erró gaf
andvirði íbúðar sem Guðmunda frænka
hans arfleiddi hann að, en markmið sjóðs-
ins er að styrkja konur sem skara fram úr
á myndlistarsviðinu. Þær sem taka þátt
hafa allar getið sér gott orð í myndlistinni,
hópurinn er afar fjölbreyttur og má ætla
hið sama um sýninguna.
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús
Á Akureyri er einkasýning Huldu Há-
konardóttur. Hulda hefur frá upphafi ferils
síns vakið athygli fyrir sérstaka sýn á hvers-
dagslegt umhverfi, en flestir þekkja bæði
mannamyndir hennar og myndir af
skrímslum og fuglum. Lágmyndir Huldu eru
byggðar á lunknum tengslum orða og mynda,
Hulda er sagnakona. Meðal verka á sýning-
unni er hluti myndar af íslensku þjóðinni eins
og hún leggur sig, aðrir hlutar verða sýndir í
Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Auk þess
sýnir Hulda verk frá síðustu tveimur áratug-
um, þetta er því einstakt tækifæri til að
kynnast list hennar.
Listasafn Akureyrar
Lágmyndir Huldu
Hákon
Ádeila Hulda fjallar iðulega á gagnrýninn hátt um samfélagið í verkum sínum.