Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fréttir
11VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
TÆPLEGA 4.000 nýir bílar standa
óseldir við Sundahöfn en gríðarlegur
samdráttur er í bílasölu. Samdrátt-
urinn reyndist sem kunnugt er Heklu
ofviða, en fyrirtækið var tekið yfir af
Kaupþingi á þriðjudaginn sl. Rekstr-
inum verður þó haldið áfram í
óbreyttri mynd í einhvern tíma. 
Forsvarsmenn stórra bílasala eru
misbjartsýnir á framtíðarhorfur.
Flestir stórir bílasalar sýndu fyrir-
hyggju og drógu úr pöntunum þegar
gæta fór minnkandi sölu á fyrsta árs-
fjórðungi síðasta árs. ?Það er hæpið
að alhæfa um að allir séu í nauðvörn
en það er auðvitað rétt að eftir hrunið
er samdrátturinn í sölu [nýrra bíla]
90-95%,? segir Egill Jóhannsson, for-
stjóri Brimborgar. Hann segir að fyr-
irtækin hafi brugðist misjafnlega við
ástandinu. 
Aðeins 170 nýir fólksbílar voru ný-
skráðir hér á landi í janúar. 98%
þeirra voru seldir úr landi samkvæmt
upplýsingum frá Bílgreinasamband-
inu, en bílasölurnar sem seldu bíla er-
lendis neyddust til þess að nýskrá
suma bílana hér á landi fyrst áður en
þeir voru seldir út. 
Erfiðasta árið framundan
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi, segir að samdráttur
milli áranna 2007-2008 hafi verið í
kringum 40% hjá Toyota. Sala á nýj-
um bílum í janúar og febrúar 2008
hafi verið ?alveg frábær? og vill hann
meina að ekki sé hægt að bera saman
söluna í janúar á þessu ári og janúar í
fyrra og draga víðtækar ályktanir á
muninum þar á milli. Úlfar segir að
allt síðasta ár hafi verið dregið stíft úr
kostnaði, auglýsingar og annar
rekstrarkostnaður hafi verið skorinn
niður. Einnig tók starfsfólk á sig 10%
launalækkun og starfsfólk á tíma-
kaupi tók á sig minnkað starfshlut-
fall. Toyota eigi um 500 nýja bíla á
lager. ?Okkur mun takast að sigla í
gegnum þetta en þetta verður líkleg-
asta erfiðasta árið [í langan tíma].? 
Í lok mars mun B&L flytja starf-
semi sína frá Grjóthálsi niður á Sæv-
arhöfða, þar sem Ingvar Helgason er
til húsa, en bílasölurnar eru í eigu
sama fyrirtækis, Sævarhöfða ehf.
?Það væri mjög óábyrgt að greiða
háa leigu upp á Grjóthálsi meðan
samdráttur er í sölu,? segir Loftur
Ágústsson, markaðsstjóri hjá Ingvari
Helgasyni og B&L. Saman eiga fé-
lögin um 500 nýja bíla á lager. ?Við
erum búnir að sameina allt sem hægt
er og höfum fækkað starfsmönnum
sameinaðs félags um helming.? 
Pálmi Blængsson, markaðsstjóri
Suzuki-bíla, segir að staðan hjá fyr-
irtækinu sé ágæt. Fyrirtækið eigi í
kringum 200 nýja bíla á lager. ?Það
hefur þurft að skera niður auglýs-
ingakostnað en þetta er fámennt fyr-
irtæki,? segir Pálmi, en tólf starfs-
menn starfa hjá Suzuki-bílum.
Fyrirtækið hafi einnig stöðvað allar
pantanir. Hann segir að horfurnar
séu almennt góðar, þrátt fyrir sam-
drátt. ?Við erum ekki í neinni hættu,?
segir Pálmi. 
Algjört alkul í bílasölu
Morgunblaðið/RAX
Allt frosið Mikil niðursveifla er í efnahagslífinu og ekki mjög bjart framundan. Bílarnir og vinnuvélarnar á hafn-
arbakkanum bera þess vitni. Tæplega 4.000 bílar eru við Sundahöfn, en mikill samdráttur er í sölu. 
L52159 Yfir 90% samdráttur milli ára í sölu nýrra fólksbíla eftir bankahrunið L52159 Stóru bílasöl-
urnar brugðust strax við í fyrra og stöðvuðu pantanir L52159 Aðeins 170 nýskráningar í janúar
          MT146MT56MT56 MT146MT57MT48 MT146MT57MT50 MT146MT57MT52 MT146MT57MT54 MT146MT57MT56 MT146MT48MT48 MT146MT48MT50 MT146MT48MT52 MT146MT48MT54 Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
VAXTAMUNUR við útlönd hefur
aukist töluvert á undanförnum mán-
uðum og vekur það spurningar um
hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækk-
unar hér á landi.
Ein af ástæðum hárra stýrivaxta
hér er sú að með því að viðhalda
miklum vaxtamun við útlönd sé
stoðum rennt undir gengi krón-
unnar. Því meiri sem vaxtamun-
urinn sé því vænlegra sé fyrir er-
lenda fjárfesta að kaupa krónur og
fjárfesta t.d. í íslenskum skuldabréf-
um.
Núgildandi gjaldeyrishöft koma
reyndar í veg fyrir slíkar fjárfest-
ingar, en þeim er einnig ætlað að
koma í veg fyrir gengishrun krón-
unnar. Einn viðmælenda Morgun-
blaðsins sagði að það væri eins og að
vera bæði með belti og axlabönd að
viðhalda háum stýrivöxtum á sama
tíma og gjaldeyrishöft eru til staðar.
Frá 29. ágúst hafa nær allir seðla-
bankar í heiminum lækkað vexti
sína, margir umtalsvert, en á sama
tíma hefur Seðlabanki Íslands
hækkað vexti. Frá 29. ágúst hefur
Evrópski seðlabankinn lækkað vexti
um 2,25 prósentur, Englandsbanki
um 4 prósentur og bandaríski seðla-
bankinn um 1,75 prósentur. Þá hef-
ur sænski seðlabankinn lækkað
stýrivexti um 3,5 prósentur. Á sama
tíma hækkuðu stýrivextir á Íslandi
úr 15,5% í 18%, sem er hækkun um
2,5 prósentur. Miðað við þetta hefur
vaxtamunur við útlönd aukist 
umtalsvert. 
Skammtímavexir
Sömu sögu er að segja ef horft er
á skammtímavexti í London, Evrópu
og Reykjavík. Þann 29. ágúst voru
þriggja mánaða Libor vextir 4,96%,
Euribor vextir 4,96% og Reibor
vextir 16.1%. Nú eru Libor vextir
hins vegar 1,8%, Euribor 1,9% og
Reibor 18,3%. Hefur munurinn á
Reibor vöxtum annars vegar og Li-
bor og Euribor vöxtum hins vegar
aukist um rúm 5,2 prósentustig.
Þýðir þetta að hægt væri að
lækka stýrivexti hér á landi um
nokkur prósent og samt sem áður
viðhalda þeim vaxtamun sem var
milli Íslands og annarra landa síð-
asta haust.
Bæði með belti og axlabönd
       MT50MT48MT48MT55 MT50MT48MT48MT56  Vaxtamunur við
útlönd hefur aukist
umtalsvert á síð-
ustu mánuðum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Barnkastjórnin Ein af ástæðum hárra stýrivaxta er sú að með því að við-
halda miklum vaxtamun við útlönd sé stoðum rennt undir gengi krónunnar. 
Bílaumboðin drógu úr pöntunum
á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs
þegar gæta fór minnkandi eftir-
spurnar. 
?Við byrjuðum að vinna í því
að minnka birgðir í febrúar 2008
og í dag eigum við nánast enga
nýja bíla á lager,? segir Egill Jó-
hannsson, forstjóri Brimborgar. Í
febrúar í fyrra stöðvaði Brim-
borg allar pantanir og strax eftir
bankahrunið hóf fyrirtækið að
flytja bíla úr landi, að sögn Egils. 
?Við fundum strax í febrúar í
fyrra að draga fór úr pöntunum.
Við gerðum því strax ráðstafanir
og höfum ekkert fengið af nýjum
bílum síðan í júní 2008,? segir
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi. 
Birgðirnar minnkaðar
? Breski bankinn Lloyds ætlar að
greiða yfirmönnum um 120 milljónir
punda, jafnvirði 20 milljarða króna, í
bónusa og aðrar launauppbætur, að
sögn blaðsins Sunday Telegraph. 
Staða bankans er hins vegar afar
slæm og orðrómur er um að hann kunni
að verða þjóðnýttur á næstunni. Því
hefur bankinn hins vegar neitað. 
Heimildarmenn blaðsins segja, að
gerðar hafi verið áætlanir innan bank-
ans um bónusgreiðslurnar og viðræður
standi yfir við UK Financial Invest-
ments, félag í eigu breska fjármála-
ráðuneytisins, sem á 43% hlut.
Gert er ráð fyrir að launaaukanum
verði skipt á milli þúsunda starfsmanna
Lloyds, sem fengu um það bil 150 millj-
ónir punda í launaauka á síðasta ári.
Mikil reiði er í Bretlandi yfir áformum
stóru bankanna um að greiða yfirmönn-
um launaauka þrátt fyrir slæma stöðu
bankanna. gummi@mbl.is
Fá bónusa þrátt fyrir
erfiðleika hjá Lloyds
? BRESKA hótel-
keðjan Menzies á í
verulegum fjár-
hagsvandræðum
og hefur nú hafið
víðtækar samn-
ingaviðræður við
lánardrottna um
endurfjármögnun
lána. Félag í eigu
kaupsýslumannsins Roberts Tchengu-
iz, sem situr í stjórn Exista, keypti hót-
elkeðjuna í lok ársins 2006. Hann var
einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings
og fékk háar fjárhæðir að láni hjá bank-
anum.
Breska blaðið Sunday Times fjallar
um þetta og segir að þetta sé enn eitt
áfallið sem Tchenguiz hafi orðið fyrir að
undanförnu. gretar@mbl.is
Tchenguiz í vandræðum
? Fjárhagsstaða írska ríkisins er afar
slæm. Sérfræðingar hafa opinberlega
sagt hættu á að Írland geti ekki greitt
afborganir af erlendum lánum.
Skuldatryggingaálag írskra rík-
isskuldabréfa hefur hækkað verulega
að undanförnu og er nú 350 punktar,
að því er kemur fram í blaðinu Sunday
Times í dag. Þrefaldaðist álagið næst-
um því í síðustu viku.
Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins
fór raunar yfir 900 punkta í janúar.
Sunday Times hefur eftir Simon
Johnson, fyrrum aðalhagfræðingi IMF,
að alþjóðasamfélagið verði að koma
Írum til bjargar, og þótt slíkt gerist
ávallt á endanum, líkt og gerðist á Ís-
landi, sé betra og ódýrara að grípa
strax til aðgerða. gummi@mbl.is
Óttast greiðsluþrot
írska ríkisins

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32