Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Fargjöld þyrftu að tvöfald- ast að öllu óbreyttu  Rekstrarniðurstaða Strætós bs. var neikvæð um rúmar 352 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt árs- reikningi sem var lagður fyrir borg- arráð í gær. Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætós, segir að ef þjónustunni verði haldið óbreyttri án þess að sveitarfélög leggi til meira fé þurfi fargjöldin að tvöfald- ast. »2 Rúm 20.000 vilja spariféð  Rúm 20.000 manns hafa óskað eft- ir því að fá viðbótarlífeyrissparnað sinn greiddan út frá því að sett voru lög sem heimila fólki að taka út allt að milljón króna á níu mánuðum. »Forsíða Þjarmað að skattaskjólum  Leiðtogar tuttugu helstu efna- hagsvelda heimsins samþykktu í gær að birtur yrði listi yfir skatta- skjól í heiminum og að gripið yrði til refsiaðgerða gegn þeim, sem fylgdu ekki alþjóðlegum reglum, til að koma í veg fyrir skattsvik og pen- ingaþvott. »17 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Hjá Lyf og heilsu á Visir.is Staksteinar: Seinheppinn í orðavali Pistill: Í Ikea Forystugreinar: Fjölmiðlaeftirlitið? | Tímabær tillaga UMRÆÐAN» Um starfslaun listamanna Hver og hver og vill og verður Löggjafinn afvegaleiddur Baugsmiðill og ríkisstjórnin hans Umskipti í Formúlunni Hvers vegna festast ventlar í bílum? Gömul kynni gleymast ei Tímanna tákn BÍLAR»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) **+,-. */0,.. 10,22 .*,.-. */,120 *0,2.2 *34,+0 *,*+/3 *//,4. *-+,44 5 675 .# 869 .331 **+,+3 */0,20 10,10 .*,4*0 *+,3*/ *0,221 *30,*4 *,*13- *//,+- *-+,// .3-,4.-2 &  :8 **1,3+ */-,32 1-,.. .*,4/2 *+,3/3 *0,/*. *30,0. *,*103 */+,4+ *-1,.* Heitast 8° C | Kaldast 2° C Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á morgun, annars víða 8- 13. Rigning með köfl- um og fremur hlýtt. » 10 Margir af jöfrum íslensks skáldskapar lesa upp á Litlu ljóðahátíðinni á Akureyri nú um helgina »34 LJÓл Ljóðin stór og smá TÓNLIST» Eivör spilar víða um landið næstu daga »36 Árni Matthíasson fer í saumana á lög- legu sem ólöglegu niðurhali í frétta- skýringu um þetta eldfima mál »38 NIÐURHAL» Er hægt að stoppa? KVIKMYNDIR» Skrímsl og geimverur ryðjast í bíóin »39 AF LISTUM» Það er hart að vera djammari »40 Menning VEÐUR» 1. „Hættið þessu helvítis væli“ 2. Sér fyrir enda á hrunsferlinu 3. Greiddi lausnargjald fyrir kött 4. 200 millj. gegn veði í sveitasetri  Íslenska krónan veiktist um 0,42% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG leik allar tegundir tónlistar nema poppið, ég spila ekki þetta bölvað rokk sem er í dag,“ segir Hafliði Þ. Jónsson, níræður píanó- leikari. Hann hefur leikið op- inberlega í sjötíu ár. Nú leikur hann hálfsmánaðarlega fyrir gesti sjúkrahótels LSH við Rauðarárstíg. Á sjúkrahótelinu eru mest sjúk- lingar af Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi sem ekki geta komist strax heim. Hann byrjaði að leika á hótelinu fyrir fimmtán árum, þá fyrir Rauða krossinn, og segir að fólkið hafi kunnað að meta það, bæði sjúklingar og starfsfólk. Hann segist mest spila tónlist frá fyrri hluta síðustu aldar, sönglög og tón- list úr kvikmyndum og söng- leikjum. „Þeir eru vinsælir Franz Lehar og þessir gömlu karlar. Sig- fús Halldórsson er þó alltaf númer eitt, allir þekkja Fúsa,“ segir hann. Hafliði byrjaði sautján ára að spila fyrir síldarfólkið á Siglufirði og hefur verið í tónlistinni síðan. Hann hafði þó yfirleitt aðra aðalat- vinnu, var kaupmaður og gjaldkeri í Búnaðarbankanum. „Ég var í mörgum af vinsælustu hljómsveit- unum á sínum tíma, lék á Borginni og í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði mikið fyrir Þjóðleikhúsið eftir að það kom og Útvarpið. Ég lék einnig mikið einn í brúðkaupum og veislum. Það þekktu mig allir fyrir fimmtíu árum en fáir þekkja mig nú, helst þeir sem eru á svip- uðum aldri eða lítið eitt yngri,“ seg- ir Hafliði. Hafliði fer stundum með dóttur sinni, Hrönn Hafliðadóttur óp- erusöngkonu, til að skemmta á dvalarheimilum aldraðra. „Ég læt fólkið syngja áður en Hrönn kemur fram og svo segi ég gjarnan sögur. Reyni yfirleitt að hafa sjálfan mig sem aðalpersónu en nota skrítlur sem ég finn í blöðum og víðar.“ Leikur allt nema rokkið Morgunblaðið/Golli Fingragaldur Hafliði hefur enn ágæta tækni í fingrunum, hefur haldið sér við með píanóleik í sjötíu ár. Hann lék í gær fyrir gesti á sjúkrahóteli LSH. Hafliði Jónsson píanóleikari hefur spilað opinberlega í sjötíu ár á Noregsmarkað og því bráðnauðsynlegt að fá aukastarfskraft til að anna umstanginu. Karen segist margsinnis hafa haft samband við Vinnumálastofnun til að kanna hvort þar sé ekki fólk á skrá sem mæti kröfum Fánasmiðjunnar en þaðan fást engin svör og segist hún hafa á tilfinn- ingunni að þar hafi menn ekki tíma í neitt annað en að sinna nýskráningum. „Það þarf að komast til botns í því hvað veldur að enginn sækir um þessi störf úti á landi. Ég velti því fyrir mér hvort fólk sé með rétta mynd af landsbyggðinni. Það er einhver hræðsla, eins og fólk átti sig ekki á því að hér er mjög hátt þjón- ustustig og við höfum allt af öllu. Það er mjög brýnt fyrir okkur að þetta mál leysist sem fyrst því ef við fáum ekki fólk þurfum við að draga sam- an í rekstrinum. Þetta er í hæsta máta fáránlegt.“ „VIÐ höfum fengið nokkra umsækjendur, en það hætta allir við þegar þeir heyra hvar vinnan er,“ segir Karen Rut Konráðsdóttir, framkvæmda- stjóri Fánasmiðjunnar á Þórshöfn. Þar hefur verið auglýst laus staða sölumanns síðan í desember en þveröfugt við þjóðfélags- ástandið gengur ótrúlega illa að manna hana. „Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum. Maður heyrir nú í fréttum daginn út og daginn inn hve margir eru atvinnulausir og að ástandið sé svo slæmt, en það virðist ekki vera nógu slæmt til að fólk sé tilbúið að færa sig um set fyrir vinnu. Það vill frekar vera á bótum í Reykjavík,“ segir Karen. Staðan, sem auglýst er, er að sögn Karenar fjöl- breytt framtíðarstarf, með rúmar 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Nú fer í hönd annasamasti tími ársins, auk þess sem fyrirtækið stefnir í útrás Hræðsla við að vinna á landsbyggðinni? Fánasmiðjan á Þórshöfn hefur auglýst laust starf í fjóra mánuði án árangurs Morgunblaðið/G.Rúnar Fánar Í Fánasmiðjunni eru framleiddir fánar, fánastangir, fatnaður o.fl. og stefnir í útrás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.