Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2009
íþróttir
Íshokkí Ísland lagði Ísrael, 4:3, í fyrsta sinn og náði þar með besta árangri sínum 
á heimsmeistaramóti fram til þessa ? markmið landsliðsins náðust í Novi Sad 4 
Íþróttir
mbl.is
?ÞESSI Íslandsmeistaratitill er aðeins ljúfari
en árið 2007. Mér finnst eins og þetta hafi verið
?lokaverkefnið? sem ég byrjaði á árið 1992
þegar ég var að þjálfa megnið af þessum
strákum. Ég er rosalega stoltur af þessu liði og
þetta var frábær úrslitakeppni,? sagði Bene-
dikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir 84:83 sig-
ur KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn
gegn Grindavík í körfuknattleik karla. Bene-
dikt hafði varla tíma til þess að ræða við Morg-
unblaðið í leikslok þar sem fjölmargir voru að
óska honum til hamingju, en Benedikt telur að
nú sé rétti tíminn til þess að hleypa nýjum
manni að í þjálfarastarfið hjá KR. 
?Ég er ekki búinn að ræða þetta við stjórn-
ina með formlegum hætti en það er mín tilfinn-
ing að núna sé rétti tíminn fyrir KR að fá nýjan
þjálfara. Ég hef þjálfað marga af þessum
strákum frá því að þeir voru smástrákar. Þeir
hefðu gott af því að fá nýja og ferska rödd sem
leiðbeinir þeim næstu árin,? bætti Benedikt við
en hann viðurkenndi að það hefði verið erfitt
að sjá Grindvíkingana fara af stað í lokasókn
leiksins. ?Þeir áttu möguleika að tryggja sér
titilinn með síðasta skotinu og það er ekki
þægileg staða. Við fórum að verja það forskot
sem við höfðum náð á síðustu mínútunum og
það er aldrei vænlegt til árangurs. Ég kross-
lagði fingurna í síðustu sókninni og vonaði það
besta. Það var ekkert annað hægt að gera.
Þessi lokakafli var bara einkennandi fyrir alla
leikseríuna. Úrslitin ráðast á síðustu sekúndu í
oddaleik. Að mínu mati var þetta tímabil eitt
það skemmtilegasta í sögu úrvalsdeildarinnar.
Það eru ótrúlega margir hæfileikaríkir og góð-
ir leikmenn í deildinni. Þetta leit ekki vel út í
upphafi tímabilsins eftir að bankarnir hrundu
og óvissan var mikil hjá flestum liðum. Íslensk-
ur körfubolti hefur bara eflst að mínu mati við
þetta mótlæti,? sagði Benedikt Guðmundsson. 
Fannar hrósar þjálfurum KR
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, var manna
hressastur þegar hann tók við Íslandsmeist-
arabikarnum í leikslok en hann er á þeirri
skoðun að þjálfarateymi KR, Benedikt Guð-
mundsson og Ingi Þór Steinþórsson, hafi unnið
stórvirki þegar þeir sneru við gangi mála eftir
stórtap KR í þriðja leiknum á heimavelli KR.
?Við fórum í gegnum flott prógramm hjá þjálf-
urunum eftir þann leik og ég er ekki í vafa um
að það breytti öllu fyrir okkar lið í framhald-
inu,? sagði Fannar en hann lék með fjórar vill-
ur á ?bakinu? lengst af leiks og skoraði 7 stig.
?Grindvíkingar fengu tækifæri til þess að taka
síðasta skotið og tryggja sér titilinn en ég var
alveg viss um að það myndi ekki ganga upp
þegar þeir hættu við að taka skot þegar um 14
sekúndur voru eftir af leiknum. Það kom hik á
þá og við héldum bara áfram að leika vörnina
eins og við erum vanir að gera. Ég vil nota
tækifærið og þakka Grindvíkingum fyrir frá-
bæra úrslitakeppni. Umgjörðin hjá báðum lið-
um var einstök og ég held að það sé enginn
íþróttaviðburður á Íslandi sem nær að toppa
þetta sem við vorum að upplifa í þessari úr-
slitakeppni,? sagði Fannar. 
Ljúfari sigur
en árið 2007
L52159 Benedikt Guðmundsson segir að nú sé rétti
tíminn til þess að hleypa nýjum þjálfara að hjá KR
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson 
seth@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Bikar á loft Fannar Ólafsson átti ekki í vandræðum með að lyfta bikarnum á loft. Darri Hilm-
arsson fagnar með fyrirliðanum í DHL-höllinni í gær eftir 84:83 sigur liðsins gegn Grindavík. 
?ÉG hef látið mig dreyma
um þetta frá því ég var lítill
strákur. Þetta er ástæðan
fyrir því að ég kom heim til
Íslands. Við erum með besta
liðið á Íslandi og það tekur
enginn þetta frá okkur,?
sagði Jakob Örn Sigurð-
arson, leikmaður KR, eftir
að hann hafði lyft Íslands-
bikarnum á loft með fé-
lögum sínum í DHL-höllinni
í gær. Stemningin var ótrúleg hjá stuðnings-
mönnum KR og Jakob átti erfitt með að lýsa
því hvernig honum leið í leikslok. ?Þetta er
besta tilfinning sem ég hef fundið á mínum
ferli,? sagði Jakob en hann skoraði 22 stig og
hann var mjög áberandi í fyrri hálfleik. Leik-
stjórnandinn sagði að það hefði ekki verið
?planað? hjá KR að láta hann skjóta mikið í
fyrri hálfleik. ?Skotin hafa ekki farið ofan í hjá
mér í undanförnum leikjum en ég læt leikinn
frekar koma til mín í stað þess að vera að
reyna of mikið sjálfur. Við breyttum engu fyr-
ir leikinn og ég tók bara þau skot sem voru op-
in. Þau fóru ofan í núna,? bætti Jakob við. 
Stórsigur fyrir íslenskan körfubolta
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar KR, tók á móti 700.000 kr. verð-
launafé fyrir hönd deildarinnar í leikslok frá
Iceland Express, styrktaraðila KKÍ. Formað-
urinn tók virkan þátt flestöllu sem viðkemur
liðinu í úrslitakeppninni. Hann var í miðjum
hópi hörðustu stuðningsmanna liðsins í
Grindavík á laugardaginn og formaðurinn
missti af æsispennandi lokasekúndum odda-
leiksins. ?Ég var að passa að áhorfendur færu
ekki inn á völlinn og ég sneri því baki í völlinn í
síðustu sókninni. Ég var því bara ánægður að
heyra fögnuð okkar stuðningsmanna,? sagði
Böðvar, en hann var afar ánægður með sam-
starf KR við Grindavík í úrslitakeppninni.
?Umgjörðin hjá báðum liðum var eins og best
verður á kosið. Áhorfendur fengu að taka þátt
í fjörinu með ýmsum hætti og stemningin var
skemmtileg allan tíman. Ekkert neikvætt í
gangi og ég held að þetta hafi verið stórsigur
fyrir íslenskan körfubolta,? sagði Böðvar Guð-
jónsson, en hann var leikmaður í Íslandsmeist-
araliði KR árið 1999. 
?Erum með besta liðið?
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson 
seth@mbl.is
Jakob Örn 
Sigurðarson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4