Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Ingólfur Guð-brandsson fædd- ist á Kirkjubæj- arklaustri 6. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl sl. Foreldrar hans voru Guðrún Auð- unsdóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1973 og Guð- brandur Guðbrands- son bóndi á Prest- bakka á Síðu, f. 1892, d. 1981. Systir Ingólfs var Rósa, f. 1926, d. 1995. Eiginkona Ingólfs 1943-63 var Inga Þorgeirsdóttir kennari, f. 1920. Börn þeirra eru: 1) Þorgerð- ur, kórstjóri, f. 1943, gift Knut Ødegård, skáldi; 2) Rut, fiðluleik- ari, f. 1945, gift Birni Bjarnasyni, fv. ráðherra, börn þeirra eru Sig- ríður Sól og Bjarni Benedikt; 3) Vil- borg, hjúkrunarfræðingur, f. 1948, gift Leifi Bárðarsyni, lækni, dætur þeirra eru Margrét María og Inga María; 4) Unnur María, fiðluleikari, f. 1951, gift Thomas Stankiewicz, arkitekt, börn þeirra eru Catherine María, Helene Inga og Thomas Davíð; 5) Inga Rós, sellóleikari, f. 1953, gift Herði Áskelssyni, org- anista, börn þeirra eru Guðrún Hrund, Inga og Áskell. Eiginkona Ingólfs 1964-68 var Laufey Krist- jánsdóttir, f. 1931. Börn þeirra eru: aði sem skólastjóri Barnamús- íkskólans í Reykjavík um skeið. Ingólfur stofnaði ferðaskrifstof- una Útsýn árið 1955 og var forstjóri hennar til ársins 1988. Hann stofn- aði ferðaskrifstofuna Prímu og Heimsklúbb Ingólfs, og starfaði á vettvangi ferðamála allt til ársins 2006. Ingólfur var frumkvöðull í kór- starfi og tónlistarflutningi á Ís- landi. Árið 1957 stofnaði hann Pólý- fónkórinn og undir hans stjórn voru frumflutt á Íslandi mörg af stærstu verkum tónbókmenntanna. Kórinn hélt tónleika víða um heim og hafa margar plötur og geisladiskar kom- ið út með söng hans. Ingólfur hlaut margvíslegar við- urkenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1977 og ítölsku riddaraorðunni Cavaliere della Repubblica Italiana sama ár. Árið 1972 var hann gerður að heið- ursfélaga Félags íslenskra tón- menntakennara. Þá var hann út- nefndur Capo dell’Ordine „Al Merito della Repubblica Italiana“ árið 1991. Í febrúar síðastliðnum hlaut hann heiðursverðlaun Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Útför Ingólfs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 17. apríl 2009, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar 6) Eva Mjöll, fiðluleik- ari, f. 1962, gift Kristni Sv. Helgasyni, viðskiptafræðingi, dóttir þeirra er Andr- ea; 7) Andri Már, for- stjóri, f. 1963, kvænt- ur Valgerði Franklínsdóttur, snyrtifræðingi, synir þeirra eru Alexander Snær og Viktor Máni. Barnsmóðir Ingólfs er Sigrún E. Árna- dóttir, f. 1949, sonur þeirra er: 8) Árni Heimir, tónlistarfræðingur, f. 1973. Ingólfur átti 11 barnabarnabörn. Ingólfur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1943 og stundaði tungumálanám við Há- skóla Íslands á árunum 1944 til 1949. Síðar hélt hann til tónlistar- náms við Guildhall School of Music í London og nam ensku og hljóðfræði við University College í London. Þá stundaði hann framhaldsnám í tón- list við Tónlistarháskólann í Köln, í Augsburg og í Flórens. Árið 1943 hóf Ingólfur störf sem kennari við Laugarnesskóla og bryddaði þar upp á ýmsum nýj- ungum í tónlistarkennslu, þar á meðal morgunsöng sem enn er lif- andi hefð í skólastarfinu. Hann var námstjóri tónlistarfræðslu hjá menntamálaráðuneytinu og starf- Ég þakka Guði fyrir pabba minn, Ingólf Guðbrandsson, og allt sem hann var mér og minni fjölskyldu. Hann var mikill hugsjónamaður og gáfur hans, næmleiki og innsæi voru einstök. Hann hafði djúpa innsýn í heim lista og menningar og var hann frumkvöðull í að kynna Íslendingum menningu og listir annarra þjóða. Ferðir hans um heiminn eru í há- vegum hafðar og eins flutningur hans á hinum ýmsu stóru kórverkum. Klassísk tónlist var hans hjartans mál. Hann stefndi hátt og leitaði alltaf að „hinum eina sanna tóni“, bæði í söng og hljóðfæraleik. Markmiðið var alltaf hið fegursta og mest hrífandi í flutningi tónlistar og hann sparaði ekki hrósið, ef honum fannst eitthvað vera framúrskarandi. Ingólfur var fljótur að sjá hæfileika í fólki. Hann sá hvað í því bjó og gat hvatt það til dáða og gefið því trú og von að stefna hærra í list sinni. Ég er Guði svo þakklát fyrir síð- ustu ár lífs pabba míns, þar sem hann hafði tíma til að njóta fjölskyldunnar í ríkari mæli. Hann sýndi barnabörn- unum mikinn áhuga og gladdist af öllu hjarta yfir þroska þeirra og fram- förum í námi og tónlist. Dýrmætar voru stundirnar sem við gátum beðið saman þar sem pabbi snertir djúpt af nærveru Heilags Anda og gat fundið áþreifanlega fyrir blessuninni og kraftinum sem felst í trúnni í Jesú Krist. Ég þakka öll þau góðu áhrif sem hann hafði á líf okkar og þá merku arfleifð sem hann skildi eftir sig. Guð blessi minningu hans. Unnur María. Dymbilvikan, tími passíunnar, var alveg á næsta leiti, þegar Ingólfur Guðbrandsson kvaddi sitt jarðneska líf. Þetta var sá tími, þegar hann á ár- um áður kallaði saman söngvara og hljóðfæraleikara til flutnings á stór- virkjum kirkjutónlistarinnar. Þús- undir Íslendinga komust þá í fyrsta skipti í snertingu við mestu tónlist- verk sögunnar og það í gæðaflutningi. Þegar litið er til baka er það með ólíkindum hvernig óbilandi trú og viljastyrkur frumkvöðulsins lyftu hverju grettistakinu af öðru. Matth- eusarpassía, Jóhannesarpassía, H- moll messa og Messías eru fyrstu verkin sem koma upp í hugann. Í dymbilviku breyttist Háskólabíó í helgidóm, sem fylltist dag eftir dag. Þar upplifðum við hjónin okkar fyrstu sameiginlegu óratóríu, leikandi á selló og orgel „fylgiröddina“ í Jóhannesar- passíu Bachs árið 1974. Það var stórt fyrsta skref á ferðalagi um töfraheim óratóríanna, fararstjórinn Ingólfur leiddi okkur af stað. Starf Ingólfs Guðbrandssonar með Pólýfónkórnum lagði traustan grunn fyrir okkur sem á eftir komum og höfum fengist við tónlistarflutning á sama sviði. Það var bjart í sjúkrastofunni, þeg- ar Ingólfur kvaddi. Það var líkt og páskasólin gæti ekki beðið eftir uppri- suhátíðinni, vorbirtan var allt um kring. Friður var yfir ásjónu hins mikla frumkvöðuls, manns, sem þráði alla ævi að hafa áhrif með verkum sín- um og sem svo sannarlega hafði mikil áhrif á samtíðarfólk sitt á langri ævi. Við eigum honum mikið að þakka. Hann var ævinlega mikill stuðnings- maður Hallgrímskirkju og listastarfs- ins þar. Þar stjórnaði hann í nývígðri kirkjunni flutningi á Messíasi eftir Händel árið 1986 og þar hlýddi hann í byrjun þessa árs á sama verk í hinsta sinn. Í lok þeirra tónleika veitti hann barnabarni sínu, víóluleikara í bar- okkhljómsveitinni, styrk til að halda áfram að efla barokkflutning á Ís- landi. Það var ógleymanlegt augna- blik fyrir alla viðstadda þegar hinn mikli fjöldi tónleikagesta reis úr sæt- um og hyllti frumkvöðulinn, sem fram á síðustu stundu beitti kröftum sínum til að hvetja okkur til metnaðarfullra verka. Megi sú hvatning lifa áfram með okkur. Megi minningin um þennan eldhuga gefa þor til að takast á við metnaðarfull verk á sviði tónlistar og hugarfar til að sætta sig ekki við með- almennsku. Ingólfur verður borinn til grafar í birtu páskasólar. Við ferðalok þakka dóttir og tengdasonur blessunarríka samferð. Guð blessi minningu Ingólfs Guð- brandssonar. Hörður Áskelsson. Þær eru margar minningarnar sem leita á hugann við fráfall tengdaföður míns Ingólfs Guðbrandssonar. Hann stendur útitekinn fyrir framan hóp ferðalanga í fjarlægum heimshluta og útskýrir það sem fyrir augu og eyru ber á sinn einstaka og lifandi hátt. „Höfðuð þið ímyndað ykkur að slík fegurð væri til, að þið ættuð sjálf eftir að fá að upplifa hana hér á þessum stað í heiminum, þennan mikilleik sköpunarverksins? Það eru mikil for- réttindi.“ Smám saman smitar hann alla viðstadda með hrifningu sinni og einlægni. Þeim finnst þeir vera orðnir hluti af sköpunarverkinu, vera að upplifa eitthvað sem væri alveg ein- stakt og dýrmætt veganesti. Eitthvað sem skipti máli í lífinu. Þetta er ein af þessum ljóslifandi myndum sem koma fram í hugann þegar ég lít yfir samferð mína með honum. Ingólfur sem áleit að hann hefði orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að hafa haft tækifæri til að skoða fleiri framandi lönd og menningarheima en margur annar og þannig auðgað eigið líf. Hon- um fannst það vera ljúf skylda sín að deila þessari upplifun með sem allra flestum, að gefa sem flestum Íslend- ingum tækifæri til að njóta alls þessa með sér, sannfærður um að ef ein- staklingar fengju að njóta þeirrar fegurðar og margbreytileika sem heimurinn hefði upp á að bjóða þá yrði hver og einn betri maður. Hann var alltaf að kenna og fræða. Fræða um óendanlegan fjölbreytileika heimsins sem við ættum aldrei að hætta að skoða og læra af. Leita uppi það sem væri fagurt í heiminum og taka það til okkar, gera að okkar. Þess vegna taldi hann ferðalög vera hluta af þroska mannsins. Viðhorf hans til tónlistar var það sama. Þá tónlist sem hann taldi feg- ursta vildi hann leyfa sem flestum að njóta. Honum fannst aldrei of mikið í fang færst til þess að Íslendingar fengju af njóta þess sem sígild tónlist hefði upp á að bjóða. Tónlistin var hitt svið kennslu hans og fræðslu og nem- endurnir voru allir Íslendingar. Á legsteini föður Ingólfs, Guð- brands Guðbrandssonar, stendur þessi hógværa grafskrift: „Blessuð séu verkin þín.“ Hún á jafn vel við um óþrjótandi elju tengdaföður míns að gefa okkur hinum hlutdeild í mikilli auðlegð heimsins af andlegri og ver- aldlegri fegurð. Tæplega hálfum mánuði fyrir and- lát Ingólfs sátum við heima í stofunni hans og hlýddum á undurfagra tón- list. Innlifun hans var sú sama og forðum er hann var að lýsa undrum veraldar á ferðalögum. „Hlustaðu,“ sagði hann. „Þetta er um það bil það næsta sem hægt er að komast í full- komnun í söng.“ Hann var allt til síð- ustu stundar að njóta angans af margbreytileika heimsins og það er dýrmætt að hafa fengið að taka þátt í því. Hvíl þú í þeim friði og þeirri fegurð sem þú trúðir svo sterkt á. Leifur Bárðarson. Vits er þörf þeim er víða ratar, dælt er heima hvað. Orð Hávamála voru afa mínum, Ingólfi Guðbrandssyni, mjög hugleik- in. Andstæðurnar voru miklar í lífi hans. Hann kom úr einangraðri sveit en varð einn víðförlasti maður á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Hann hafði mikinn áhuga á uppruna sínum, íslenskri menningu og móðurmálinu, en var um leið sannur heimsborgari og vildi sýna það í verki hvar sem hann fór. Þessar andstæður mótuðu líf hans og sköpuðu ákveðna tog- streitu sem dreif hann áfram í metn- aðarfullum verkum og störfum. Að koma á heimili hans var eins og að stíga inn í annan heim. Hann vildi hafa hlýtt og fagurt í kringum sig og íslensk veðrátta stöðvaði hann ekki í þeirri viðleitni. Ítölsk silkiföt, fram- andi réttir á borðum, hitabeltislofts- lag og litrík listaverk sköpuðu honum einstaka umgjörð sem ávallt var gam- an að heimsækja og njóta með hon- um. Hann naut þess ekki síður að sjá silkifötin og támjóa skóna klæða okk- ur yngri menn fjölskyldunnar vel eftir að við fengum að skoða í skápana – þá var eins og hann hrifist aftur til gull- aldaráranna í Útsýn á 8. áratugnum. Ég átti því láni að fagna að fá að að- stoða afa minn við fararstjórn erlend- is og einnig við umsjón ýmissa nám- skeiða, jafnt á sviði ferðamála og tónlistar. Á þessum fjölbreytta vett- vangi sást greinilega sá hæfileiki hans að vera í senn kennari, tónlistarmað- ur og fararstjóri. Ingólfur lifði fyrir augnablikið – hann vildi að þeir, sem á hann hlýddu, tækju vel eftir því sem fyrir augu og eyru bar. Hann lét sömuleiðis ákveðið í ljós ef honum þóttu viðbrögð við orðum hans ekki nægilega skýr. Hann náði ávallt að sýna fram á að stefna mætti enn lengra í þekkingarleitinni og vildi hrífa alla þá, sem á hlýddu, með sér. Sá hæfileiki gerði honum kleift að ná einstæðum árangri í störfum sínum. Á síðustu árum aðstoðaði ég hann einnig við útgáfu geisladiska með söng Pólýfónkórsins. Þegar sjón hans var tekin að daprast dáðist ég að seiglu hans við útgáfustörfin og áfram var þörfin fyrir að hrífa aðra með sér svo sterk, að honum tókst að gefa út enn fleiri geisladiska með söng kórs- ins. Minningin um afann sem ég hitti ekki oft, en þar sem hvert skipti var einstakt, lifir sterkt. Afi Ingólfur var engum líkur og orð hans höfðu mikil áhrif á mig. Hann studdi mig með ráðum og dáð og hafði háleitar hug- myndir um framtíð mína. Hann átti á yngri árum sjálfur drauma um sína framtíð og þráði að endurupplifa með manni eftirvæntinguna og gleðina sem því fylgir að hlotnast tækifæri í lífinu. Margir drauma hans rættust, líf hans var ótrúlega fjölskrúðugt og þakka ég fyrir að hafa fengið að kynn- ast manni, sem sýndi og sannaði að það er hægt að vera í senn ramm- íslenskur sveitadrengur og sannur heimsborgari. Bjarni Benedikt Björnsson. Hann afi minn, Ingólfur Guð- brandsson, hefur kvatt þennan heim. Lokið er stóru dagsverki; mörgum hlutum hefur verið áorkað, mikið frumkvöðlastarf unnið og hópur af- komenda orðinn stór. Minningar um merkan mann hlaðast upp, mann sem í senn var mér svo kær og traustur og órjúfanlegur hluti af tilveru minni, og þó um leið fjarlægur, maður sem átti sér önnur líf og hlutverk sem ég þekkti lítið til. Ósjaldan fylltist ég ríku stolti yfir því að vera barnabarn Ingólfs afa, þó svo að stundum reyndi það á. Lang- flestir höfðu myndað sér á honum skoðun – flestar afar jákvæðar en aðrar ekki eins – hann var maður sem eiginlega allir könnuðust við þegar nafn hans bar á góma. En það var nánast sama hvar ég kynntist nýju fólki, í námi jafnt sem starfi; alltaf varð manneskja á vegi mínum sem hafði þekkt hann af góðum og mikils- verðum verkum og fagnaði því að kynnast mér sem barnabarni hans. Og það var mér líka mikils virði að kynnast þessu fólki sem þekkti afa, því það gaf mér skýrari heildarsýn á líf hans. Ingólfur afi gladdist yfir fegurð af öllu tagi – hún var grunnstefið í sýn hans á lífið. Hann gladdist yfir feg- urðinni í vel unnum verkum. Hann gladdist yfir fagurri listsköpun; hreinum tóni, fagurlega mótaðri hendingu, setningu, pensilstroku. Hann gladdist yfir fegurð í menningu af öllu tagi, íslenskri sem fjarlægra landa. Afi gladdist þess vegna hjart- anlega yfir mörgum ákvörðunum mínum í lífinu, sem voru til þess falln- ar að styðja við þessa lífssýn hans. Ballettnám mitt sem barn veitti hon- um mikla gleði, einnig hljóðfæranám mitt og söngur með kórunum hennar Þorgerðar. Hann gladdist þegar ég ákvað að feta veg hans og ömmu og fara í Kennaraháskólann, og hann gladdist líka þegar ég færði honum fréttirnar af því að ég hefði fengið starf sem blaðamaður á menningar- deild Morgunblaðsins. Núverandi starfsvettvangur minn, hjá Íslensku óperunni, stóð þó sjálfsagt hjarta hans næst af þeim hlutverkum sem ég brá mér í, enda hafði afi einskæran áhuga óperulistinni og voru óperuhús og -sýningar gjarnan áfangastaður hans á ferðalögum hans erlendis, hvort heldur hann var einn á ferðalagi eða að leiða hóp. Afi átti líka eftir að reynast einn dyggasti stuðningsmað- ur minn í starfinu, því ég held að hann hafi komið og séð hverja einustu upp- færslu sem fram fór í húsinu eftir ég kom þar til starfa. Þennan hlýja og einlæga stuðning þótti mér ákaflega vænt um að finna, og fyrir mér er al- veg ljóst hvernig hann, með afstöðu sinni og áhuga, hefur tekið þátt í að móta tilveru mína og stefnu í lífinu. En síðast en ekki síst fann ég hve afi gladdist yfir fegurðinni í heilbrigði barnanna minna. Barnabarnabörnin hans voru honum svo dýrmæt og það gladdi hann alltaf hjartanlega að heyra af framförum þeirra. Og Ing- ólfur afi var þeim líka oft ofarlega í huga. Að morgni dánardags hans var ég með börnunum í eldhúsinu að hlusta á útvarp. Þegar fallegur kór- söngur tók að hljóma sagði Jakob Leifur, tveggja ára gamall, upp úr eins manns hljóði: Þetta er Ingólfur afi. Blessuð sé minning hans. Inga María Leifsdóttir. Ingólfur Guðbrandsson er látinn. Með honum er genginn frumkvöðull sem markaði varanleg spor í sögu ís- lenskra tónmennta bæði sem kennari og kórstjóri. Með stofnun Pólýfónkórsins fyrir rúmri hálfri öld kvað við alveg nýjan tón, fágaðri og fegurri en áður hafði heyrst á Íslandi. Mig minnir að það hafi verið árið 1958 að ég heyrði kór- inn fyrst syngja í Kristskirkju í Landakoti og kynntist þá um leið verkum gamalla meistara eins og Pa- lestrina og Orlando de Lasso. Tón- leikarnir verða mér ógleymanlegir. Ingólfur flutti kórsöng á annað og æðra plan en áður var og hafði afger- andi áhrif á marga er á hlýddu. Hinn silfurtæri klukkuhreini fágaði tónn kórsins hlaut að hrífa hverja tónelska sál. Á farsælum ferli sínum réðst kór- inn í að flytja mörg af helstu verkum tónbókmenntanna og auðgaði með því listalífið í landinu. Það var mér alveg sérstök reynsla þegar Kór Öldutúns- skóla tók þátt í flutningi Mattheus- arpassíunnar efir J.S. Bach með Pólý- fónkórnum og Hamrahlíðarkórnum ásamt hljómsveit og einsöngvurum árið 1982 og kynntist þar vel vönd- uðum og öguðum vinnubrögðum stjórnandans. Það gustaði oft um Ingólf enda á stundum umdeildur í störfum sínum, en ég fullyrði að enginn einn maður hafði viðlíka áhrif til framfara í kór- söng á Íslandi og hann og sjálfum reyndist hann mér persónulega ætíð ráðhollur og raungóður. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég eldhugann og hugsjónamann- inn Ingólf Guðbrandsson með þakk- læti og virðingu og sendi börnum hans og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Egill Friðleifsson Ingólfur Guðbrandsson er einn af þeim Íslendingum sem með athöfnum sínum og persónuleika höfðu mótandi áhrif á samtíð sína. Varla ofmælt að ekkert fengi hamið hann þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur. Hann var ekki fæddur með silfurskeið í munni en skaraði fram úr hvar sem hann haslaði sér völl, sem kennari, sem tónlistarmaður og sem frum- kvöðull í ferðamálum. Framlag Ingólfs til íslenskrar tón- listar er náttúrlega ómetanlegt og munu aðrir eflaust um það fjalla. En af því að svo atvikaðist að ég snattaði talsvert sem strákur fyrir hann á strætum evrópskra stórborga og suð- ur við blessað Miðjarðarhafið okkar, og meira að segja stundum sunnan Ingólfur Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.