Elinborg Lárusdóttir Sprakan hans Ólafs Jósúa Enn þann dag í dag minnast konnrnar í Saltvík Ólafs Jósúa. Sumar með þakklæti, — en aðrar með fálæti og gremju, því um Ólaf Jósúa voru mjög skiptar skoðanir, eins og ætíð vill verða um alla mikla menn. Ólafur Jósúa var sjómaður og lifði alla ævi á þessum hvikulu Öldum sjávarins, sem rísa og falla á víxl. Líf hans fór smám sam- an að bera blæ öldunnar, og það sögðu þeir, sem bezt þekktu til, að sá breytileiki, sem einkenndi háttu Ólafs Jósúa, stafaði af þeim snöggu veðrabrigðum, sem ævi sjómannsins er háð. En þetta sögðu vitanlega aðeins þeir, sem ekki gátu lieyrt nartað í Ólaf Jósúa af þeim eíturtungum, sem aldrei gátu látið náungann í. friði. Þær tungur voru til í Saltvík, í því friðsama þorpi — og 23