LAUSAVISUR Einhver fyrsta vísa, sem til er eftir íslenzka konu, er eignuð Helgu Bárðardóttur Snæfellsáss. Fræðimenn telja það reyndar efamál, að höfundarheitið sé rétt. En vísu þessa liefur kona kveðið, hvort sem nafn hennar hefur verið Helga, eða eittlivað annað: Sæl væra ek, ef sjá mættak Búrfell ok Bala, báða Lóndranga, Aðalþegnshóla ok Öndvertnes, Heiðarkollu ok Hreggnasa, Dritvík ok möl fyrir dyrum fóstrá. Um nóttina kveður kona: • Kyrrt er um hvelfing háa, heiðrík er nóttin góð, — bak við lyngásinn bláa blundar ósungið ljóð. Önnur kemst þanriig að orði að kvöldi dags: 98