Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżtt kvennablaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżtt kvennablaš

						NÝTT KVENNABLAD

Hérna megin Atlantshafsins má rekja upphaf

hreyfingarinnar til frakknesku stjórnarbylting-

arinnar. Þessi stærstu átök, sem sagan þekkir

til þess tíma, fyrir frelsi, jafnrétti og bræðra-

lagi, eins og það var oröað, eða almennum

mannréttindum, gleymdi að vísu, þegar til kom,

konunum; og oft fór það svo, að ný réttindi, er

féllu í hlut karlmanna, sneyddu konurnar að

sama skapi, þeim litla rétti, er þær höfðu. Þann-

ig var það t. d. í Englandi árið 1832, um leið

og réttindi karhnanna voru aukin, voru konur

sviptar þeim — að vísu mjög takmarkaða kosn-

ingarétti, er þær höfðu notið um langan aldur,

en fyrir honum eru til skjalfest skilríki allt frá

árinu 1640.

Það yrði of. langt mál í lítilli blaðagrein að

fygja ferli kvenfrelsishreyfingarinnar land úr

landi. Nægir að segja, að sú hreyfing varð, eftir

að hún eitt sinn var komin af stað, eigi stöðvuð.

Ekki eingöngu fyrir áróður kvennanna sjálfra,

heldur og vegna þess, að þeim hlotnuðust marg-

ir mikilsmegandi talsmenn meðal framsýnustu

og réttsýnustu stjórnmálamanna rikjanna, og

fór þeim fjölgandi að sama skapi og menning

og stjórnmálaþroski óx meðal þjóðanna. Á-

sönnuðust þar orð Matthíasar Jochumssonar:

Þegar mannast maður

miklast, snót, þín stétt;

harðra herra smjaður

helgan snýst i rétt.

Ýms atvik komu og til greina, er flýttu fyrir

málalokum, meðal annars styrjöldin mikla

1914—1918, og má þar segja, að fátt sé svo meo

öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.

En snúum okkur nú að okkar eigin landi. í

dag, 19. júní 1940, eru liðin 25 ár síðan samþ.

voru þau ákvæði, er veittu konum, 40 ára og

eldri, jafnan kosningarétt og karlmönnum frá

25 ára aldri. Um leið var gert ráð fyrir stig-

lækkandi aldurstakmarki, svo að ef allt væri

með felldu, átti fullkomið jafnrétti að vera á

komið að 7V2 ári liðnu. En sú bið varð eigi svo

löng, því með stjórnarskrárbreytingu árið 1920

var þetta ákvæði fellt í burtu.

Eins og annars staðar áttu þessar réttarbætur

hér sinn aðdraganda, sína sögu, sína talsmenn.

Af löggjöfum þjóðarinnar mun enginn hafa

stutt það mál betur en Skúli Thoroddsen, er allt

frá því, að hann árið 1899 bar fram og fékk sam-

þykkt lög um rétt giftra kvenna yfír fjárhag

sinum, var^ ötunll talsmaður jafnréttismála

kvenna.

Konurnar sjálfar gerðu og það er þær gátu,.

með áskorunum til Alþingis um aukin réttindi

héldu þær máhnu vakandi, og með afskif tum af

ýmsum þjóðnytjamálum, t. d. háskólamálinu^

leituðust þær við að sýna, að þótt þær hefðu eng-

an réttinn, gætu þær veitt lið á sviði opinberra

mála.

En ákveðin, stöðug og markviss sókn í áttina

til stjórnmálalegs jafnréttis hófst þó eigi fyrr en

frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir gerir blað sitt,

Kvennablaðið, að málgagni hreyfingarinnar og

starfi áfram með mikilli þrautseigju unz mark-

stofnar Kvenréttindafélag Islands. Hólt hún því

inu var náð.

Og í dag geta íslenzkar konur litið 25 ár af tur

i tímann til þess dags, er færði þeim stjórnmála-

legt jafnrétti við bræður þeirra. Mun bezt að

hver dæmi fyrir sig um það, hvort hún fyrir

sitt leyti er ánægð með árangur þessara réttar-

bóta, fyrir sig sjálfa og þjóðarheildina.

Það var í ófriðarlok, á annarri öld og í annarri

heimsálfu, að fyrsti neistinn kviknaði að þeim

kyndli mannréttinda, er ná skyldi jafnt til

kvenna sem karla. Sá neisti kulnaði von bráðar.

Það var í lok annars margfalt meiri hildarleiks

að jafnrétti kvenna tók hröðustum framförum.

Kannske var það í samskonar skammvinnu

hrifningunni hvorutveggja. Gæti sú staðreynd

ef til vill verið betri skýring en engin, þess, hve

lítt jafnréttishugsjónin hefirenn færst út i hið

praktiska lif, og þess, hve afskift konan er enn,

þrátt fyrir það að atkvæði hennar hefir nákvæm-

lega sama gildi og atkvæði bróður hennar, karl-

mannsins.

Inga Lárusdóttir.

Mæðrastyrksnefndin

gekkst eins og að undanförnu fyrir merkja-

sölu á Mæðradaginn. Þrátt fyrir óhagstætt veð-

ur varð árangurinn góður og komu inn um

2000 krónur. Auk þess gjöf: 90 krónur.

Nefndin samanstendur nú af um 20 kvenfé-

lögum. Hyggst hún að haga starfsemi sinni á

sama hátt og undanfarin sumur og reka hvíld-

ar heimili í Reykholti i Biskupstungum fyrir

mæður og börn, en ráðgerir jafnframt að auka

starfsemina.

					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
III
III
IV
IV