Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżtt kvennablaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżtt kvennablaš

						fi
NYTT KVENNABLAÐ
ar, sem er í því fólgið, að koma unglingunum að
vinnu. Fylgist hún síðan með þeim þar til þeir
eru fullra 18 ára að aldri. Það ræður að líkum,
að skrifstofan stendur einnig i sambandi við
heimili ungmennanna.
Þykir þetta fyrirkomulag hafa gefizt mjög vel,
enda má telja vafalaust að mörg þessara ung-
menna gætu ekki séð sér farborða í lífinu á heið-
arlegan hátt, án þessarar hjálpar i upphafi. Þó
telst svo til, að um 2% af vangefnu unglingun-
um lendi að síðustu í fávitahælum og þaðan
eiga þeir sjaldan afturkvæmt. Er því alt reynt,
sem hugsanlegt er, til að koma í veg fyrir svo
dapurleg málalok.
Það er eftirtektarvert, að starfslið þessara
skrifstofa er allt konur. Þykja þær gleggri á sál-
arlíf unglinga, heldur en karlar.
Hér í Reykjavík starfar Barnaverndarnefnd í
nokkuð líka átt og framangreindar skrifstofur,
en starfssvið hennar virðist þó þrengra og nær
því skemmra. Barnaverndarnefnd er ekki skip-
uð konum eingöngu.
Vafalaust væri það þjóðfélaginu mikill ávinn-
ingur, ef t. d. Reykjavíkurbær sæi sér fært að
reka svipaða starfsemi og þá, er lýst hefir verið,
fyrir þau ungmenni, sem helzt kynnu að þurfa
hjálparinnar við. Engan skyldi furða þótt ár-
angurinn yrði sá, að því er stúlkur snerti, að
færri sættu þeim ámælum, sem undanfarið hafa
dunið á ungmeyjum þessa bæjar.
Fáfræði og sakleysi er nefnilega ekki eitt og
hið sama.
_____________________________________J. Þ.
Minningarrit um Bríetu Bjarnhéðinsdóttur
ætlar Kvenréttindafélag Islands bráðlega að
gefa út. Verður þar ítarlega minnst æfi þessar-
ar stórmerku konu og starfs hennar fyrir is-
lenzkar konur fyrr og síðar.
*
Ungfrú Sigrún Briem lauk nýlega embættisprófi úr
læknadeild Háskóla íslands.
*
Akuryrkja er ein af elztu atvinnugreinum mann-
kynsins, en hana hafa konur jafnan stundað eigi
síður en karlar.
Elinborg  Lárusdóttir
skáldkona
Frú Elinborg Lár-
usdóttir er Skag-
firðingur. Hún
skrifar sina fyrstu
sögu, „Stjáni",
1932, en fyrstu
bók sína, „Sögur",
gefur hún út 1935.
Eg hefi lokið við að lesa síðara hefti „Föru
menn" Elinborgar Lárusdóttur. Full þakklætis
loka eg bókinni, og strýk tár af hvarmi. Þetta er
ættfólk mitt, alþýðufólk, sem höf. lýsir af svo
miklum kærleika, að eg kemst við, og svo mikl-
um næmleik að við heyrum andardrátt allra
þessara ólíku söguhetja.
Bókin er öll smá leikþættir, en þó óslitin heild,
og við lifum í jafnri eftirvæntingu. Frásögnin
er öll eins og töfraþráður, sem leikur í hendi, en
baugar renna eftir þræðinum í lófa lesandans.
í grænni lautu þar geymdi eg hringinn,
sem mér var gefinn og hvar er hann nú?
Fögnuður grýpur lesandann oft óvænt, því
förumennirnir gera ekki boð á undan sér:
„Það er birtan og blíðan og bæirnir alt um
kring," segir gamla konan, og varpar leiftri
sinna eldhvössu augna á Þórgunni.
Þórgunnur horfir á móti. Hún hefir aldrei
fyrr litið svona forneskjulega, svona eldgamla
og hræðilega skorpna og hrukkótta konu; aldrei
svona ungleg, fjörleg augu i jafn gömlu andliti:
„Hvað heitir konan?" spyr Þórgunnur.
„Katla heiti eg. Eg er gamla kærastan hans
Péturs söngs. Pétur sveik mig, óhræsis ræksnið
að tarna."
„Pétur var nú ekki við eina fjöl felldur".
Sagan gerist fyrir norðan. Eg hlakka til næstu
bókar.              Guðrún Stefánsdóttir.
NYTT  KVENNABLAÐ
Kemur út mánaðarlega frá október—maí, —
8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina.
Gjalddagi í október ár hvert.Verð árg. kr. 3,25
Afgreiðsla:  Fjölnisveg 7.
Utanáskrift:  Nýtt kvennablað,
Pósthólf 613, Reykjavík.
Guðrún Stefánsdóttir,
Sími 2740.
María J. Knudsen,
Framnesveg 32.
Jóhanna Þórðardóttir,
Sími 4744.
Ritstjórar
og
útgefendur
					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
III
III
IV
IV