Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Blaðsíða 10
6 Frú Soffía Skúladóttir. NfTT KVENNABI.AÐ Hún er fædd að Breiðabólsstað i Fljótshlíð 29. des. 1865. Faðir liennar var Skúli prófastui Gislason, prests að Vesturliópshóluni, en móðir lians var Ragnlieiður, systir Bjarna anitmanns Thorarensen. Móðir Soffíu var Guðrún Þor- steinsdóttir, Helgasonar prests í Reykholti, er Jónas kveður fegurst um. En Mattliías segir i Söguköflum sínum um frú Guðrúnu og Ragn- heiði systur liennar, eftir erlendum ferðamanni: „að þeim svipi báðum til enskra hefðarkvenna, og engar hefði hann séð skörulegri hér á landi.“ Frú Soffía er arftaki þessara kvenna; alin upp með foreldrum sínum á Staðnum við hina mestu rausn og myndarskap, en skólagöngu mun hún ekki hafa notið frekar en aðrar stúlkur i þá daga. Árið 1886 giftist hún Gunnlaugi Þorsteins- syni, Jónssonar kanselliráðs á Kiðjabergi, Grímsnesi, og hófu þau þar búskap samsumars. Þeim varð sex barna auðið á fáum árum. Heim- ilið varð hrátt miðstöð sveitarinnar, þó afskekkt væri, gestkvæmt og mannmargt, en fram úr skarandi gestrisni og myndarskapur ætíð í hví- vetna, sem síðan hefir haldizt. Er þess ljúft að minnast, þeim er mikils hefir notið á Kiðjabergi og margra ánægjustunda. Mann sinn missti hún 1936, en heldur húsfor ráðum með Halldóri syni sínum, og hefir hrátt staðið fvrir húi í 57 ár. — En þau eru ekki einyrkjar eins og við hin heldur hefii frú Soffia enn í dag 4 vinnukonur og 3 vinnu- menn, ]>egar engum öðrum lielzt á fólld. Svo hjúasæl hefir Iiún verið, að það fólk, sem til hennar hefir komið, hvort sem verið hafa börn eða fullorðið, hafa sjaldnast farið aftur fyrr Nöfn og ónefni lieilir grein, sem frú Guðrún Stefánsdóllir ritar í Nýtt kvennahlað, 3. hlað 3. árg. Þótt ég sé henni sammála um margt í grein þessai-i, ætla ég samt að leyfa mér, að gera nokkrar atliuga- semdir við hana og vona ég, að höfundurinn vilji veita þeim upptöku í hlaðið. Ég geng þcss ekki dulin, að kennarar þeir, sem tala um fálæklcgan orðaforða skólaharna, muni tala af þekkingu og tel ég það gott og nauðsynlegt að henda á þetta, því að ég þvkisl þess fullviss, að foreldrum sé þetta ekki ljóst. að minnsta kosti ekki sumuni hverjum, en hitt er annað mál, að mörgum mun um megn að hæta úr ]>essu, hæði vegna anna og af öðrum ástæðum. Frú Guðrún kvartar með réttu yfir þvi, að hæfari börnum sé haldið aflur i skólanum, til þess að þau óhæfari geti fylgsl með þeim, en þetta held ég að séu og verði gallar skóla- fvrirkomulagsins og muni ekki unnt að bæta úr því að svo stöddu, því að það er vel skiljan- legt að kennari, sem á að kenna 30—40 börn- um, hafi ekki tima til að skipta þeim í mjög marga flokka, eftir hæfileikum og þekkingu. A ]>essu sviði var það, sem heimilisfræðslan hafði sína miklu vfirhurði, þar sem. kennarinn en „sá sterkasti“ hcfir skilið vegi. — Starf hennar er mikið og vel af hendi leyst, en luin hefir ekki aðeins verið húforkur og stjórnsöm á sínu heim.ili, en líka kona kærleiksrík og látið gott af sér leiða, hún hefir alllaf liaft tíina, gegnum allar annir, til að liðsinna og líkna öðrum, og her lnin í hrjósti áluiga fvrir hag fólksins og velgengni og þakklæti til sveit- arinnar. Hún er formaður Kvenfélags Gríms- nesinga og organisti að Klausturhólum var hún um eitl skeið. Persóna frú Soffíu hefir mótast af fram- komu liennar. Hún litur yfir það sem öðrum verður á, en vandar eigin orð og athafnir og vekur virðingu hvers manns. Vinur minn sagði einhverntíma um frú Soffíu: „Það er hinn óþrjótandi kærleikur til alls og allra, sem er og verður alltaf hennar aðalsmerki“. Sveitungi.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.