Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 12
MÁLFRÍÐUR MARÍA ARGRÍMSDÓTTIR Ekkert, sem mætir manni á æviveginum, er dýrmæt- ara en að kynnast göfugu og góðu fólki, og bera gæfu til að njóta trausts þess og vináttu. Tel ég til þess konu þá, sem ég minnist hér með fáeinum orðum. Frú Málfríður María var nábýliskona mín um margra ára'bil, bjó á næsta bæ við mig. Aldursmunur var mikill á okkur, hún var fædd 1862 en ég 1888, en samt tókst með okkur traust vinátta. Þessi stillta og prúða kona vakti hjá mér virðingu og hjartahlýju, sem dró mig ósjálfrátt að henni. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann og var fáskiptin um annarra hagi. En hún skildi sínar skyldur, og varði lífi sínu fyrir ástvini sína og heimilið. Ég hef aldrei kynnst móður, sem með betri skilningi umgekkst börnin sín en hún gerði, og hafði sérstakt lag á að leiðbeina þeim án refsinga, (en refsingar voru ekki fátíðar í þá daga). Oft hugsaði ég til hennar, þegar ég þurfti að leysa eitt- hvert vandamál minna barna. Hún var prýðilega verki farin, saumaði og prjónaði útprjón, og vann allt, sem hún gjörði, með sérstakri vandvirkni. Málfríður sál, var fædd 15. ágúst 1862 og dó 19. marz 1954. Hún var fædd á Stað í Súgandafirði, faðir hennar var Arngrímur Bjarnason, prestur, og móðir Málfríður Ólafsdóttir. Málfríður sál giftist 1895 Ólafi Björnssyni, mesta dugnaðarmanni, bjuggu þau lengi í Norðurbotni í Tálknafirði. Mann sinn missti hún 6. júlí 1937, voru þau þá búsett í Sperðlahlíð í Arnarfirði Þau hjónin eignuðust þrjár dætur: Málfríður, sem gift er Magn- úsi Kristjánssyni, bónda í Botni við Geirþjófsfjörð. Anna Elísabet, hjúkrunarkona, gift Gísla, J. Johnsen, og Ingibjörg, gift Jóni Þórðarsyni, skipstjóra á Pat- reksfirði, missti hún mann sinn síðastliðinn vetur. Allar dætur hennar voru henni ástríkar og gjörðu henni ævikvöldið eins léttbært og ánægjulegt og frek- ast var ákosið, enda fann hún það og var guði þakk- lát, því sínu trúaröryggi hélt hún til dauðadags. Málfríður sál. átti 3 bræður: Kristján, bónda á Sel- látrum í Tálknafirði, Bjarna bónda í Trostansfirði við Suðurfjörð, og Jón Albert, sem var yngstur syst- kinanna og var sérstakt ástríki með þeim systkinum. Hann var lengst af með Kristjáni bróður sínum, dó ókvæntur. Allir voru bræður hennar farnir á undan henni. Þeir voru tilteknir krafla- og dugnaðarmenn. Málfríður sál. var gæfumanneskja, í þess orðs fyllstu merkingu. Hún átti góðan eiginmann, glaðlyndan og ástríkan. Það var eins og léttur blær fylgdi Ólafi heitn- um, hvar sem hann fór. Málfríður sál. dvaldi, eftir lát manns síns, hjá dætrum sínum, lengstum hjá elztu dótturinni, Málfríði og dó hjá henni í Botni. Hún var andlega heilbrigð til síðustu stundar og gat lesið sér til dægrastyttingar. Nú hefur þessi kona lokið dagsverki sínu, vildi ég óska að mér, og fleirum, auðnaðist að skila því eins vel og henni hefur áreiðanlega auðnast að gjöra það. Ég veit þó æfiferill hennar virðist hafa verið fábreytt- ur, að blessunarríkt starf hennar sem móSur muni bera ávöxt í marga liði afkomenda hennar. Ég kveð hana með kærri þökk og bið guð að blessa minningu hennar. Viktoría Bjarnadóttir. NÝTT HLUTVERK heitir íslenzk kvikmynd, sem sýnd hefur verið undan- farið í Stjörnubíói. Óskar Gíslason annaðist mynda- tökuna en myndin er gerð eftir samnefndri sögu Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar. „Þetta er eins og annar ís- lenzkur iðnaður,“ sagði kona við hliðina á mér. Mynd- in er illa gerð. Það er mjög leiðinlegt að svo skyldi takast til. Efni myndarinnar er fallegt. Allar persónur leiksins eru göfugar og góðar — og minnist ég ekki að hafa áður séð leikrit eða kvikmynd, þar sem ekki örlaði á misbrestum í fari nokkurs manns. ! FALLEGUR ER ÍSLENZKI SKAUTBÚNINGURINN 1 Dagens Nyheter, sænsku dagblaði, standa þessar setningar í grein um hina opinberu heimsókn íslenzku f orsetahj ónanna: íslenzka forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir kom fram á hallarsvalirnar klædd íslenzkum þjóðbúningi. Það lá við, að hún skyggði á, eða tæki ljómann af forset- anum, manni sínum og kónginum og drottningunni. Gaman er fyrir íslenzkar konur að eiga svo glæsilega forsetafrú og svo fagran þjóðbúning. TIL HULDUKARLS ÞaS villig'dtur varla tel valiS skáld afi finna, mcS því kœrleiks-eldinn el œskudrauma minna. Ef minn hiti innan frá , eitthvaS burtu ryki, l til huldukarlsins húsa þá í háljrökkrinu stryki. Grannltonu. NÝTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.