Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
Fréttir
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@mbl.is
KOSTNAÐUR vegna meðferðar við krabba-
meini í endaþarmi og ristli fer stöðugt vaxandi
þar sem sífellt fleiri greinast með sjúkdóminn.
Nú greinast um 100 til 130 með ristilkrabba-
mein á ári hverju. ?Það eru um 93% líkur á
lækningu ef sjúkdómurinn greinist strax á
fyrsta stigi en greinist hann ekki fyrr en á
fjórða stigi, þegar komin eru meinvörp, er lifun
einungis um fimm ár,? segir Kristín Skúladótt-
ir hjúkrunarfræðingur, en hún er í hópi fyrstu
nemenda sem útskrifast frá viðskiptadeild Há-
skólans á Bifröst með meistaragráðu í stjórn-
un heilbrigðisþjónustu. Hún varði meist-
araritgerð sína í síðustu viku. Kristín sagðist
ekki getað metið hversu háar upphæðir ná-
kvæmlega myndu sparast í heilbrigðiskerfinu
ef skimun væri tekin upp því slíkt væri mjög
flókið, þar kæmu inn margir þættir eins og
hlutur sjúklings í kostnaði, vinnutap, sjúkra-
dagpeningar, örorkubætur og annað. ?Þessi
meðferðarkostnaður sem ég er með, 700 millj-
ónir á ári, er einungis beinn kostnaður við með-
ferð á Landspítalanum. Ef það ætti að skoða
heildarkostnað þjóðfélagsins vegna meðferðar
þyrfti að taka alla hina þættina inn líka og þá
hækkar þessi tala umtalsvert,? segir hún. 
Kostnaður vegna skimunar yrði talsverður,
segir Kristín, en þegar til lengri tíma er litið
væri samt um sparnað að ræða. Aldrei yrði
hægt að koma algerlega í veg fyrir sjúkdóminn
með skimun en hún yrði þó mjög árangursrík.
Dýrt að vera fjárvana
Á haustmánuðum skilaði nefnd sem fór yfir
krabbameinsforvarnir af sér niðurstöðum til
heilbrigðisráðuneytisins og þá var horfið frá
því að fara í umfangsmikla skimun þar sem það
reyndist vera of dýrt. Talið var ráðlegast að
byrja á bólusetningu stúlkna gegn legháls-
krabbameini og hitt látið bíða betri tíma. Bólu-
setningin hefur þó líka verið lögð á hilluna í
bili. ?Það sannaðist þarna að það er dýrt að
vera fjárvana,? segir Ögmundur Jónasson heil-
brigðisráðherra. Kostnaðurinn hlaupi á tugum
milljóna króna og þótt það sé augljóst að til-
kostnaður sé meiri þegar á hólminn er komið
sé málið hins vegar að þessir peningar séu ein-
faldlega ekki til. Hann segir að reyndar sé
óvíða ráðist í þjóðarskimun, Norðmenn hafi
meðal annars fallið frá slíkum hugmyndum og
skimun sé svæðisbundin í Svíþjóð. ?Við erum
hins vegar ekki búin að gefa svona forvarnir
upp á bátinn, við viljum vera í fremstu röð. Það
verður bara farið í hægar í sakirnar en ætlað
var.?
Beinn kostnaður um 700 milljónir
L50098 Kostnaður vegna meðferðar á krabbameini í ristli og endaþarmi er 700 milljónir á ári
L50098 Forvarnarskimun myndi skila miklum sparnaði til langframa L50098 Engir peningar eru hins vegar til
Morgunblaðið/Ásdís
700 milljónir á ári Kostnaður Landspítala
vegna krabbameins í ristli og endaþarmi.
Beinn kostnaður við meðferð sjúklinga
með krabbamein í ristli og endaþarmi er
um 700 milljónir á ári. Hægt er að greina
meinið mjög tímanlega með skimun.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
L50098 Speglun fyrir fimmtuga myndi kosta
um 175 milljónir á ári. Allir fengju eina
speglun, framhald réðist af læknisráði. 
L50098 Skimun fyrir blóði í hægðum hjá 60-
69 ára myndi kosta um 58 milljónir á ári. 
L50098 Landlæknir lagði til 2002 að skimað
yrði eftir blóði í hægðum hjá öllum ein-
staklingum 50 ára og eldri. Ef þörf væri
á yrði fólk svo sent í ristilspeglun.
L50098 Einkenni sjúkdómsins eru oft óljós
svo oft er meinið komið á alvarlegt stig
þegar fólk leitar aðstoðar.
L50098 Með speglun er hægt að greina sjúk-
dóminn mjög tímanlega þar sem hann er
lengi í þróun.
L50098 Fjölskyldusaga og lifnaðarhættir
ráða miklu, t.d reykingar og fituneysla.
MIKIÐ var um dýrðir á Hólmavík um helgina í tilefni atvinnu-
og menningarsýningarinnar Stefnumóts á Ströndum. Yfir 60
aðilar voru með kynningarbása í félagsheimilinu; fyrirtæki,
stofnanir og félagasamtök, og kynntu allt það besta sem
Strandirnar hafa upp á að bjóða í atvinnulífi, menningarstarfi
og mannlífi. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff heimsóttu Strandamenn en forsetinn er verndari
sýningarinnar. Dagskráin hófst með því að félagar í Héraðs-
sambandi Strandamanna hlupu um nýjan veg um Arnkötludal
til móts við félaga sína úr Reykhólasveit í Ungmennafélaginu
Aftureldingu. Færðu Reykhólamenn Strandamönnum stein
úr sinni sveit til að setja í vörðu við félagsheimilið.
Vel heppnuð atvinnu- og menningarsýning á Hólmavík um helgina
Ljósmyndir/Ágúst G. Atlason
Forsetahjónin áttu stefnumót við Strandamenn
FYRIR rúmum 50 árum lék Ísland sinn fyrsta landsleik
í körfuknattleik en leikið var gegn Dönum ytra hinn 16.
maí 1959. Þessara tímamóta var minnst á laugardaginn
þegar fram fóru landsleikir í körfuknattleik í Smár-
anum. KKÍ heiðraði þá leikmennina og þá sem að liðinu
stóðu. Guðmundur Georgsson, Ásgeir Guðmundsson,
Kristinn V. Jóhannsson, Guðmundur Árnason, Ólafur
Thorlacius, Birgir Örn Birgis, Guðni Ó. Guðnason, Þor-
steinn Hallgrímsson og Jón Eysteinsson sáu sér fært að
mæta og eru á myndinni hér að ofan. Fjórir eru látnir:
Bogi Þorsteinsson, Ingi Gunnarsson, Friðrik Bjarnason
og Ingi Þorsteinsson. Þrír sáu sér ekki fært að mæta;
Ingólfur Örnólfsson, Lárus Lárusson og Þórir Ar-
inbjarnarson. kris@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
LÉKU FYRSTA LANDSLEIKINN
?EF þær að-
stæður skapast
að fjarskiptafyr-
irtækin lendi í
erfiðleikum er
mikilvægt að rík-
ið leysi grunnnet
Símans til sín.
Um þetta tel ég
vera samstöðu og
ekki síst er þetta
byggðamál. Þetta
kerfi á að vera í opinberri eigu rétt
eins og þjóðvegir landsins,? segir
Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Vinstri grænna. 
Í ályktunum flokksráðsfundar
VG, sem haldinn var um helgina, er
skorað á Alþingi og ríkisstjórn að
beita sér fyrir því, að grunnnet fjar-
skipta verði aftur í opinberri eigu,
en það fylgdi sem kunnugt er Sím-
anum þegar fyrirtækið var selt.
Grasrótin komi að starfinu
?Við finnum hvarvetna skýra
kröfu um stefnubreytingu í þjóð-
málunum og að ríkið taki grunn-
netið yfir, er hluti af því. Netið er í
raun hluti af samgöngukerfi lands-
ins,? segir Ásmundur Einar. 
Á flokksráðsfundinum var ýtar-
lega ályktað um markmið við gerð
fjárlaga næsta árs og lögð áhersla á
að grasrót flokksins komi að starf-
inu, meðal annars með bakhópum
og opnum fundum. Einnig að jafn-
réttis kynjanna verði gætt við hag-
stjórn og fjárlagagerð og að sala á
ríkisfyrirtækum verði ekki notuð til
að fylla fjárlagagatið sem svo er
nefnt.
Éta ekki útsæðið
Þá segir að óráð sé að selja eða
fara út í einkavæðingu í orku-, sam-
göngu- og heilbrigðiskerfinu. 
?Fyrirtæki og stofnanir á þeim
sviðum eru grunnstoðir samfélags-
ins og einkavæðing þar er líkust því
að éta útsæðið,? segir Ásmundur
sem tekur undir þær kröfur sem
fram koma í ályktun flokksráðs: að
auknar álögur verði fyrst og fremst
lagðar á þá sem undir slíku standa.
?Við eigum að leggja skatta á þá
sem breiðust hafa bökin,? segir
þingmaðurinn. sbs@mbl.is
Skýr krafa um
breytta stefnu 
Grunnnetið komist aftur í opinbera eigu
Ásmundur Einar
Daðason

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32