Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI
BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA!
GAGNRÝNENDUR ERU
Á EINU MÁLI:
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES- 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
HHHH
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
S.V. - MBL
HHHH
- H.G.G, POPPLAND/RÁS 2
FRÁ LEIKSTJÓRA
QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG
STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA
HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR
FÓR
BEINT
Á
TOPPINN
Í USA
SÝND Í 3D
Í REYKJAVÍK
SÝND
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl.8-10 16
THE PROPOSAL kl. 8
Síðustu sýningar
L
DRAG ME TO HELL kl. 10
Síðustu sýningar
16
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 - 10:10 16
UPP (UP)
m. ísl. tali
kl. 8 L
KARLAR SEM HATA KON... kl. 10:10 16
REYKJAVÍK WHALE WATCHING kl.8-10 16
G.I. JOE kl. 8 12
CROSSING OVER kl. 10:20 16
U
pplifun okkar af kvikmynd-
inni er ólík því að skoða
málverk þar sem við ráðum
því sjálf hve langan tíma við tökum
okkur til að skoða myndina og velta
henni fyrir okkur. 
Svo segir m.a. í texta Jóns
Proppé um myndlistarsýningu
kvikmyndaleikstjóranna Lars von
Trier og Friðriks Þórs Friðriks-
sonar, Endurkynni rammanna, sem
stendur yfir í Listasafni Reykjavík-
ur, Hafnarhúsi. Á sýningunni gefur
að líta flennistór málverk (hálfpart-
inn troðið inn í B-sal Hafnarhúss-
ins) sem þeir Friðrik og Lars fengu
kínverska málara til að gera eftir
völdum myndarömmum úr verkum
sínum. ?Sýningunni er þannig ætl-
að að raska vana okkar og fá okkur
til að hugsa öðruvísi um þær mynd-
ir sem birtast okkur í kvikmynd-
unum, að staldra við og skoða efnið
í öðru samhengi og með öðrum aug-
um. Hvað er kvikmynd? Hvað er
málverk? Hvað er veruleiki? List-
formin kallast á og eru að ýmsu
leyti sama eðlis. Í báðum stýrist
merking og áhrifamáttur myndar-
innar af byggingu, litum og form-
um, og af innri spennu og lífi mynd-
flatarins,? segir ennfremur í
textanum. Miðað við þessar pæl-
ingar virðist vera um alvarlega sýn-
ingu að ræða. Eða hvað?
L50098L50098L50098
L
ars og Friðrik eru gæðaleik-
stjórar, þeir hafa gert frábær-
ar kvikmyndir, hafa næmt auga og
frásagnargáfu, eru víðsýnir og síð-
ast en ekki síst húmoristar. Þeir
hafa gaman af því að ögra fólki eins
og sást glögglega í Brennu-Njáls-
sögu og Idioterne. Og sýningin í
Hafnarhúsinu er svo sannarlega
sprenghlægileg, hún er það léleg.
Pælingar um að listformin kallist á
eru ekkert nýtt, eiginlega hálf-
þreytandi, sjónlistir tengjast inn-
byrðis þótt eðli þeirra sé ólíkt.
Þetta eru ólíkar listgreinar og háð-
ar ólíkum lögmálum. Olíumálverk
af manni að skjóta sig í hausinn hef-
ur önnur áhrif á mann en kvikmynd
sem sýnir mann skjóta sig í haus-
inn, svo eitthvað dæmi sé tekið. 
Í fyrstu eru það mikil vonbrigði
að sjá framkvæmd þessarar hug-
myndar. ?Hörmung? er orð sem
kemur upp í hugann. Var það hluti
af hugmyndinni að láta slaka list-
málara mála málverkin? Já, það
hlýtur að vera. Hefðu þeir félagar
ekki getað fundið aðeins betri mál-
ara? Auðvitað, en það væri allt önn-
ur sýning. Verkin í Hafnarhúsinu
eru með öllu andlaus og ópersónu-
leg, líkt og málarinn eða málar-
arnir hafi enga tengingu við mynd-
efnið og geti ómögulega gætt það
töfrum eða lífi. Sjálfsagt var það
ætlun grallaraspóanna Frikka og
Lars. Persónulega hefði mér þótt
áhugaverðara að sjá þá mála verk-
in, yfirfæra verk sín sjálfir á striga.
En þau hefðu getað orðið miklu
verri og brandarinn misst marks.
Það sem við blasir er algjör and-
stæða kvikmyndanna sem ramm-
arnir eru fengnir úr, algjör flat-
neskja og smekkleysa, líkt og
nemandi á fyrsta ári í listmálun hafi
verið að vinna sér inn smá aukapen-
ing með náminu og unnið í kapp við
klukkuna. Og stærðin á verkunum
(þau eru fáránlega stór) gerir þetta
allt enn fáránlegra. 
L50098L50098L50098
H
var stendur svo Listasafn
Reykjavíkur eftir að hafa eytt
dýrmætu sýningarrými í jafn-
furðulega sýningu? Er það að fikra
sig í átt að aulahúmor? Hvar eru
Kínverjarnir sem máluðu verkin?
Sennilega að mála risastórt olíu-
málverk af einhverju gæludýri. Er
þetta versta myndlistarsýning árs-
ins? Eða er hún kannski sú besta?
Það veltur allt á skopskyni þess sem
um það dæmir. helgisnaer@mbl.is
Grallaraspóarnir 
Frikki og Lars 
»
Hvar eru Kínverj-
arnir sem máluðu
verkin? Sennilega að
mála risastórt olíu-
málverk af einhverju
gæludýri. 
Endurkynni? Eitt af flennistórum málverkum Kínverjanna, rammi úr Börnum náttúrunnar, með áritun Friðriks. 
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
sumar
fyrir
næs
ta
ÞAÐ mátti sjá það nýjasta
í sundfatatískunni fyrir
sumarið 2010 á sund- og
nærfatasýningunni Mode
City sem haldin var í París
5. til 7. september.
Hvort sem stefnan er að
skreppa til sólarlanda eða
liggja í Nauthólsvíkinni næsta
sumar er aldrei of seint að
velta fyrir sér hvernig skal
klæðast á ströndinni.
Mosagrænt
Þetta bikíni
færi vel við
strandsandinn.
Myndir/Reuters
Siðsamlegt
Efnismikið
bikíni með
skemmtilegu
skrauti.
FlottBlátt og
svalt bikíni með
töffaralegum
sólgleraugum.
StíllSund-
bolur, stór
sólgler-
augu og
alpahúfa.
Kvenleg
Fallegt
bikíni með
doppum og
slaufu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36