Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 20
20 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Pétur: „Við eigum tvo drengi og Dagur er sá eldri. Hann fæddist árið 1973 úti í Frakklandi, en þar gilda reglur í þá veru að manni beri að til- kynna barn til ráðhúss viðkomandi staðar innan tveggja sólarhringa frá fæðingu. Ég mætti að sjálfsögðu á tilskildum tíma í ráðhús borgarinnar til að ganga frá þessu formsatriði og þegar embættiskonan sá að við Hrafnhildur vorum ekki hjón og ég leit út eins og ég leit út þá, sagði hún: „Þú gerir þér grein fyrir að þú ert að gangast við þessu barni. „Já,“ sagði ég, og hef aldrei séð eftir því. Þegar þetta var vorum við bæði að skrifa okkar lokaritgerðir í náminu og unnum því mikið heima. Við höfð- um því mikinn tíma fyrir þetta barn. Ég mæli með því að fólk eignist börn meðan það er að vinna lokaritgerðir, þarna er maður búinn að vera að leita að tilgangi lífsins í öll þessi ár og fær hann svo upp í hendurnar á einu bretti. Ómetanlegt að fá að fylgjast með barni frá því það kvikn- ar í móðurkviði og verða vitni að því hvernig það mætir lífinu. Þegar Dagur var tveggja og hálfs árs fluttum við heim til Íslands. Við Hrafnhildur komum bæði úr stórum fjölskyldum svo það var mikil breyt- ing fyrir hann að koma úr einver- unni með okkur og yfir í þessa fólks- mergð. Það var tvímælalaus ávinningur fyrir hann því ég hugsa að við höfum nú verið frekar daufir leikfélagar til lengdar enda blómstr- aði hann hér heima innan um jafn- aldra sína, ættingja og ástvini. Í Frakklandi hafði hann vanist að heyra frönsku en ég held að hann hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af einverunni þar svo franskan strokaðist út á einu bretti. Það er t.d. algengt að segja “ça va? (frb. safa) þegar maður heilsar á frönsku og þegar Dagur kom heim til Ís- lands heyrði hann þetta orð, nema nú þegar verið var að tala um ávaxtasafa og hafnaði fyrir bragðið eindregið öllu safakyns. Gersamlega vandræðalaus unglingur Dagur var mjög rólegt barn og góður að dunda sér. Fljótlega bar á því hvað hann var flinkur að teikna og eiginlega aldrei hægt að henda neinu sem hann kom nálægt, það var svo flott. Hann fór fljótlega að læra á píanó og er músíkalskur þannig að það var opið að hann gæti lagt stund á myndlist, tónlist eða skriftir. Það er ljótt að segja það en sem unglingur var hann gersamlega vandræðalaus. Ég hef alltaf unnið heima og fyrir bragðið finnst mér ég ævinlega hafa staðið nálægt honum og haft yfirsýn yfir það sem hann var að hugsa og fást við, eða alveg þangað til hann fór út í sitt nám til Danmerkur þar sem hann bjó í mörg ár. Það kom mér svo sem ekkert á óvart að hann skyldi velja kvik- myndagerð en auðvitað var maður áhyggjufullur fyrir hans hönd því maður veit að starfið er flókið og út- heimtir mikið fjármagn og sameinað átak margra. Það er sérkennilegt við Dag að fljótt á litið finnst manni hann vera þessi týpa sem tekur ekki til máls fyrr en í fulla hnefana en svo á hinn bóginn valdist hann iðulega til að vera í fyrirsvari fyrir sinn hóp á skóla- og námsárum. Hann hefur gaman af fólki og er naskur á sér- kenni þess. Hann hefur þennan hæfileika að draga saman aðalatriði hvers máls í fáum dráttum og öf- undsverða skipulagsgáfu. Fjölskyldan hefur lifað og hrærst í bókum og Dagur hefur alltaf lesið mjög mikið. Kannski mótuðum við foreldrarnir bókmenntasmekk hans á einhverjum tímapunkti en svo hef- ur það eiginlega snúist við; í dag er maður miklu forvitnari um það sem þeir eru að lesa og hlusta á heldur en að við séum veitandi að því leytinu. Þeir bræður eru mjög samrýndir en ólíkir, eins og gjarnan er um bræður, því sá yngri hlýtur alltaf að skilgreina sig frá hinum eldri. Þeir eru báðir músíkalskir en Gunnar er mun útleitnari en Dagur, á meðan Dagur var að huga að sínu var Gunni kannski búinn að virkja allt hverfið. Við deilum allir sömu ástríðunni sem er fótbolti, en án allra öfga, höldum til dæmis bara með KR og franska landsliðinu. Breyttist í Tígur Þegar Dagur var tíu ára fórum við til Kaliforníu og dvöldumst þar í eitt misseri. Þá settist hann á skólabekk þar og við það breyttist nafnið úr Dagur í Tiger (Tígur). Mig minnir að hann hafi verið eini Evrópubúinn í bekknum og minnisstætt hvað hann aðlagaðist fljótt og plumaði sig vel í þessum kaliforníska skóla. Sömuleiðis settust þeir bræður á skólabekk í Frakklandi þegar við dvöldum þar, þannig að við höfum nokkrum sinnum sett Dag í kring- umstæður sem voru fljótt á litið erf- iðar. Hann hefur alltaf leyst óaðfinn- anlega úr því. Dagur á dóttur, Franzisku Unu, sem verður fimm ára núna í október og hann á von á sínu öðru barni, í þessum sama mánuði. Franziska er fyrsta barnabarnið okkar og það eina til þessa og það var eins og önn- ur upprisa að verða afi. Hún minnir mig um margt á Dag, er t.d. með þetta formskyn þannig að það er sömuleiðis mjög erfitt að taka til eft- ir hana. Dagur hefur tekið föð- urhlutverkið föstum tökum og hefur líka haft aðstæður til þess því vinnu hans er þannig háttað að hann getur gefið sig að uppeldinu. Það hefur alltaf fylgt Degi að gera allt vel, alveg frá því hann var barn þannig að velgengni hans hefur ekki að öllu leyti komið á óvart. Ég held líka að hann hafi til að bera auðmýkt og yfirvegun til að taka meðlæti jafnt sem mótlæti. Stundum finnst mér að vísu jaðra við dramb hvað hann er laus við hégómagirnd. En eitt verður aldrei af honum skafið: hann er góður drengur.“ Hógværðin jaðrar við dr Feðgar Dagur Kári Pétursson og Pétur Gunnarsson hafa báðir rólegt yfirbragð en búa yfir leiftrandi sagnagáfu sem fær útrás á ólíkan hátt. ‘‘ÞARNA ER MAÐUR BÚ-INN AÐ VERA AÐ LEITAAÐ TILGANGI LÍFSINS ÍÖLL ÞESSI ÁR OG FÆR HANN SVO UPP Í HEND- URNAR Á EINU BRETTI. Dagur Kári fæddist 12. desem- ber 1973 í Frakklandi. Hann út- skrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1993 og fór í framhaldi til náms í kvikmynda- gerð við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn þaðan sem hann útskrifaðist 1999. Síðan hefur hann unnið við kvikmyndagerð og tónlist og m.a. leikstýrt myndum á borð við Lost Weekend, Nóa Albínóa, Voksne Mennesker og The Good Heart og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar á alþjóðlegum vettvangi. Dagur er í Slowblow- tvíeykinu, ásamt Orra Jónssyni. Hann er í sambúð með Magn- eu Guðrúnu Gunnarsdóttur og á fyrir dótturina Franzisku Unu. Dagur Kári Pétursson Pétur fæddist 15. júní 1947 í Reykjavík. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og lauk meistaraprófi í heimspeki frá L’Université d’Aix-Marseille árið 1975. Hann er þekktur fyrir skáldsögur sínar eins og fjór- leikinn sem hófst á bókinni Punktur punktur komma strik og Skáldsögu Íslands sem hóf að koma út árið 2000, en af henni hafa þrjú bindi litið dagsins ljós. Hann hefur fengist við ljóða- gerð, gefið út vasabækur og greinasöfn, unnið efni fyrir út- varp, verið mikilvirkur þýðandi og nú um skeið unnið að verki um Þórberg Þórðarson. Pétur er kvæntur Hrafnhildi Ragnarsdóttur og eiga þau syn- ina Dag Kára og Gunnar Þorra. Pétur Gunnarsson Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennarar: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menn- ingarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í símum 553 3431 og 897 8765 Japönsk bogfimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.