Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 24
24 Bókakafli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Í dag togar Hvalfjörðurinn okk- ur til sín“. Þannig hefst bók- arkafli í ævisögu Magnúsar Eiríkssonar, sem Tómas Her- mannsson útgefandi skrifaði. „Lóan er komin og það eru leyndir töfrar í vorinu. Við keyrum sem leið liggur fjörðinn, beygjum síðan upp að Meðalfellsvatni og höldum þaðan til Þingvalla. Við hlustum á lög sem eru í vinnslu fyrir væntanlega plötu Mannakorna sem kölluð er Von. Maggi segir mér gamlar sögur af sér og öðrum“. Á þessu tímabili um og eftir Brunaliðið langaði mig að mennta mig eitthvað í tónlistinni. Ég hafði samband við Jón Nordal, skólastjóra Tónlistarskólans. Hann tók vel í að kippa mér inn í skólann þótt ég væri ekki með venjulegan undirbúning fyrir klassískt tónlist- arnám og var til í að meta reynslu mína. Ég var líka byrjaður að læra á klassískan gítar hjá Gunnari H. Jónssyni. Búinn að vera einn vetur hjá honum. Gunnar var dásamlegur maður og góður kennari. Ég þurfti að velja mér eitthvert annað hljóðfæri en gítarinn í Tónlist- arskólanum því þeir kenndu ekki á gítar á þessum tíma og ég valdi mér kornett, sem er afbrigði af trompet. Ég veit ekkert af hverju ég valdi það. Líklega af því að ég fann ein- hvers staðar kornett. Ég sótti tíma hjá Jóni Sigurðssyni sem var þá trompetleikari í Sinfóníuhljómsveitinni. Allt í góðu með það. Í rúmlega ár. Þá sá ég ekki tilgang í þessu lengur. Ég var búinn að læra tónfræðina en það var ekki eins og ég ætlaði að verða trompet- leikari, enda orðinn alltof gamall. Gítarinn var mitt hljóðfæri. Við rennum nú framhjá Fagra- landi, húsi Bubba Morthens, á leið okkar til Þingvalla. Hafið þið Bubbi ekkert ruglað saman reytum í gegnum tíðina? Jú eitthvað smá. Ég kynntist Bubba fyrst þegar hann eins og svo margir ungir menn kom reglulega niður í Rín að spá í hljóðfæri. Hann hafði mikinn áhuga á gíturum og kom oft og fékk að prófa að spila og svoleiðis. Einhvern tíma var ég með gítar heima sem ég bauðst til að sýna honum. Við fengum okkur bíl- túr og á leiðinni sagði hann mér frá því að hann væri kominn með tölu- vert af efni sem hann langaði að hljóðrita. Spurði hvort ég gæti bent honum á einhvern stað þar sem hann gæti tekið upp og væri ekki alltof dýr. Ég ráðlagði honum að tala við Svavar Gests, sem þá var með stúdíó í Múlunum. Nokkru seinna frétti ég af því að hann hefði samið við karl- inn og úr því varð fyrsta platan hans Bubba, Ísbjarnarblús. Bubbi hefur sungið eitt lag eftir mig með Mannakornum inn á plötu. Það heitir Haltu mér fast. Hann söng líka einu sinni með Blúskomp- aníinu fyrir löngu og svo tók hann Braggablúsinn á Reykjavíkurplötu Gunnars Þórðar. Gerði þetta nátt- úrlega vel eins og flest sem hann gerir. Stefán Lyngdal, pabbi Elsu kon- unnar minnar, og Diddi, pabbi Bubba, voru miklir vinir. Þeir voru í klíku með nokkrum öðrum köllum sem fannst gott að fá sér í glas sam- an annað slagið. Diddi hafði líka gaman af því að fá sér amfetamín í kramarhúsi sem hann keypti úti í apóteki. Þetta var löngu áður en það var bannað. Allt sem er gott og óhollt er bannað. Ég veit ekki hvort hann tengdapabbi minn hafði gaman af því að fá sér amfetamín en hann hafði gaman af því að fá sér í glas með góðum köllum. Sérstaklega gott koníak. Þeir voru að spjalla, hlusta á góða tónlist og syngja með. Stundum þegar Diddi fékk sér of mikið þá sofnaði hann bara í sóf- anum í stofunni hjá tengdó. Ein- hvern morguninn þegar stelpurnar, systurnar Svala og Elsa, eru að fara í skólann þá sér Elsa að Diddi stend- ur inni á klósetti fyrir framan speg- ilinn og er að þvo sér í framan með blautum þvottapoka. Hann horfir á sig í speglinum og segir: ,,Daglega fer mér fram.“ Elsa sagði mér þessa sögu fyrir fjölmörgum árum og hún kraumaði í skallanum á mér þangað til að ég setti hana niður á blað. Daglega fer mér fram Sólin skín á hvítan jökulskalla í dag ég sé að lífið loks mun ganga mér í hag. Ég hef beðið færis, held að nú sé loksins lag. Beinn og breiður vegur liggur framundan og ég verð ekki skilinn eftir útundan. Svona dásamlega duglegur, daglega fer mér fram. Það er kominn tími til að lifna við og toga betri manninn fram í dagsljósið. Það er gott að þurfa ekki að kaupa gramm. Hundar hafa elt mig út um allt með gjamm, ég held ég hafi sloppið gegnum geðveikt djamm. Svona dásamlega duglegur, daglega fer mér fram. Magnús Eiríksson, 2004 Ég vann líka á tímabili með frænda þeirra, Hauki Morthens, þegar ég var afleysingagítarleikari í bandinu hans sem spilaði í Glæsibæ. Þarna voru komnir saman, ásamt Hauki, Jón Möller á píanó, Guð- mundur Papa Jazz á trommur, Óm- ar Axelsson á bassa og Gunnar heit- inn Ormslev á saxófón. Eðalmenn. Eina helgina vorum við að spila og Haukur að syngja fjörug lög til að ná fólkinu út á gólfið. Við tökum okkur smáhlé og þá gengur kona yfir gólfið til okkar. Hún tekur stefnuna beint á Hauk. Greinilega búin að fá sér vel í glas. Hún líður til okkar eins og skúta og bremsar af fyrir framan Hauk. „Haukur minn.“ „Já, hvað er það elskan mín,“ segir Haukur. „Æi, mig langar svo til að biðja þig að syngja eitt lag fyrir mig á eftir.“ „Já, og hvaða lag er það elskan mín,“ segir Haukur. „Það er nú lagið Til eru fræ.“ Haukur Mort- hens hefur sennilega verið beðinn að syngja þetta lag milljón sinnum á ferlinum og væntanlega búinn að fá smáleið á því. Sumir söngvarar hefðu alls ekki nennt að tala við þessa konu, kannski bara farið í fýlu og hreytt skít í hana. Haukur tekur undir hökuna á henni, horfir í augun á henni og segir: „Fyrir þig, elskan, skal ég syngja þetta lag.“ Hún var svo uppnumin að það var eins og henni hefði verið boðið upp í geimskip. Hún labbaði beint á næstu súlu svo small í. Hún var eins og dáleidd hæna. Þetta var kennslustund í því hvernig á að umgangast fólk. Skólabókardæmi um hvernig menn eiga að haga sér í þessum bransa. – Stoppum aðeins hérna við Peningagjána áður en við snúum heim. Til eru fræ Stoltur Magnús átti Benz árið 1963, en bjó enn hjá mömmu og pabba í Glaðheimum 14. „Sveppagiggið“ KK nýkominn til landsins frá Svíþjóð. Innlifun Karl Sighvatsson spilar með blúskompaníi á Hornafirði. Samrýnd Maggi Eiríks á Hornströndum árið 1974 með Elsu konunni sinni, sem fallin er frá. Frumflutningur „Ég er á leiðinni“ spilað fyrir Elsu fyrir upptökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.