Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
?ÞÚ þolir ekki pressu, þú þolir ekki pressu? er
eitt af gullkornum Miðjunnar, stuðnings-
mannahóps KR í körfuboltanum. Þessi ágæti
?frasi? eru mikið notaður þegar leikmenn úr
öðrum liðum standa á vítalínunni í DHL-höll
þeirra KR-inga. Það er mitt mat að KR-liðið
þarf að glíma við mikla pressu í vetur og stóra
spurningin er hvort liðið þolir þá pressu?
?Draumalið? KR frá því í fyrra er nánast horf-
ið á braut. Alls eru 10 leikmenn farnir og þar á
meðal fjórir byrjunarliðsmenn Jón Arnór Stef-
ánsson, Jason Dourisseu, Jakob Örn Sigurð-
arson og Helgi Már Magnússon. Páll Kolbeins-
son, þjálfari KR, hefur ekki haft langan tíma
með leikmannahópnum sem var fámennur
langt fram eftir sumri. Og verkefni keppn-
istímabilsins eru því vandasöm og erfið.
Þaulreyndur ?refur?
KR er og verður það lið sem öll lið vilja
vinna. KR hefur á undanförnum árum verið í
fremstu röð inni á vellinum en ekki má gleyma
því að hrósa félaginu fyrir frábæra umgjörð á
leikdögum. Fá félög hafa lagt eins mikla vinnu
í að koma skilaboðum til fjölmiðla á framfæri í
aðdraganda heimaleikja KR. Upplýs-
ingaflæðið á heimasíðu félagsins er með því
betra sem þekkist og stuðningsmenn KR
standa þétt saman og styðja sitt lið. 
Páll Kolbeinsson er þaulreyndur ?refur? í
faginu og hann sagði við Morgunblaðið að
áskorunin hefði verið mikil að taka við gjör-
breyttu liði KR. Leikstíll KR verður ekki sá
sami enda aðrir leikmenn sem eiga að draga
vagninn. Ég efast um að íslenskt körfuboltalið
hafi verið skipað jafn hávöxnum leikmönnum
og KR-liðið í ár. Fjölmargir leikmenn eru um
og yfir 2 metrar og bakverðirnir eru flestir um
190 cm. Heppni spilar stórt hlutverk þegar
kemur að því vinna titla í hópíþrótt. KR hafði
heppnina með sér á síðasta tímabili og keppn-
istímabilið hefði vel getað endað með ?mar-
tröð? ef Grindvíkingar hefðu hitt úr síðasta
skotinu í oddaleiknum ? skoti sem þeir tóku
reyndar ekki. seth@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Í slaginn Páll Kolbeinsson fær það krefjandi
hlutverk að þjálfa meistaralið KR.
?Þú þolir ekki pressu, þú þolir ekki ?? 
P
áll Kolbeinsson tók við þjálfun Ís-
landsmeistaraliðs KR sl. sumar
en hann þjálfaði lið KR veturinn
1990-1991. Páll þjálfaði lið Tindastóls
á Sauðárkróki 1994-1996 og aftur
1997-1998. Benedikt Guðmundsson
var þjálfari KR á síðustu leiktíð en
hann hafði þjálfað liðið frá árinu 2006. 
L50098L50098L50098
G
ríðarlegar breytingar eru á leik-
mannahópi KR frá því í fyrra
þegar liðið landaði Íslandsmeist-
aratitlinum og lék til úrslita um
bikarmeistaratitilinn gegn Stjörn-
unni. Fimm leikmenn eru komnir til
félagsins en 10 leikmenn yfirgáfu það. 
L50098L50098L50098
Þ
rír landsliðs-
menn í
fremstu röð fóru
frá KR í atvinnu-
mennsku. Jón
Arnór Stef-
ánsson samdi við
spænska úrvals-
deildarliðið Gran-
ada. 
L50098L50098L50098
J
akob Örn Sigurðarson leikur með
Sundsvall í Svíþjóð og Helgi Már
Magnússon fór einnig til Svíþjóðar en
hann leikur með Solna í Stokkhólmi. 
L50098L50098L50098
M
iðherjinn hávaxni Baldur Ólafs-
son og framherjinn Guð-
mundur Magnússon eru hættir. Ell-
ert Arnarson fór til Danmerkur.
Snorri Páll Sigurðsson, Páll Fannar
Helgason og Pálmi Freyr Sig-
urgeirsson eru allir í liði Snæfells í
Stykkishólmi. 
L50098L50098L50098
I
ngi Þór Steinþórsson, aðstoðar-
þjálfari KR á síðustu leiktíð, er nú
aðalþjálfari Snæfells. 
L50098L50098L50098
B
andaríkja-
maðurinn
Tommy Johnson
er í liði KR en
hann hafði áður
leikið með Kefla-
vík. Tommy er
með bandarískt
og breskt rík-
isfang. KR getur því einnig teflt fram
Semaj Inge frá Bandaríkjunum. Jas-
on Dourisseau, Bandaríkjamaðurinn
sem lék með KR-ingum, er hinsvegar
farinn frá félaginu.
L50098L50098L50098
M
iðherjinn Jón Orri Kristjánsson
kom frá Þór frá Akureyri en
Skagamaðurinn hefur sýnt miklar
framfarir á undanförnum árum.
Steinar Kaldal er á ný í KR-
keppnisbúningnum en Steinar tók
sér frí frá ?alvöru? körfubolta og var
um tíma í liði Ármanns. Þá hefur hinn
207 cm hái miðherji Finnur Atli
Magnússon snúið aftur til KR eftir
langa fjarveru í Bandaríkjunum.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
PÁLL hefur á undanförnum þrem-
ur árum verið í meistaraflokksráði
KR og hann situr að auki í stjórn
Körfuknattleikssambands Íslands. 
?Það er sett pressa á stjórn KR
að ná árangri og stjórnin setur
pressu á leikmenn og þjálfara að ná
árangri. Ég er því í ágætri stöðu að
meta þetta, enda sit ég allt í kring-
um borðið,? sagði Páll í léttum tón
en það er tilhlökkun hjá þjálf-
aranum að takast á við þau verkefni
sem eru framundan. 
?Ég er búinn að vera í mikilli ná-
lægð við liðið á undanförnum árum.
Mér finnst skemmtilegt að vera
núna í því hlutverki að geta haft
bein áhrif á leikinn sem þjálfari.
Það var ljóst að það yrðu miklar
breytingar á liðinu og mér fannst
það spennandi verkefni að fá að
móta nýtt lið. Ég er með tvo góða
aðstoðarmenn með mér, Guðmund
Magnússon og Victor Finora.?
Fáir á sumaræfingum
?Sumarið var frekar óvenjulegt
þar sem að það voru mjög fáir leik-
menn á æfingum til að byrja með.
Brynjar Þór Björnsson, Darri
Hilmarsson, Finnur Atli Magn-
ússon og Jón Orri Kristjánsson
voru með frá upphafi. Þeir voru
undir stjórn þrekþjálfara frá því um
mánaðamótin maí-júní. Fannar
Ólafsson var með landsliðinu í sum-
ar og kom sterkur inn þegar við
byrjuðum á æfingum, en annað var
nánast óráðið. Það voru ekki nema
6-7 á æfingum í byrjun ágúst en frá
því í september hefur fjölgað veru-
lega en það á eftir að taka tíma að
slípa saman liðsheild.?
Breyttur leikstíll
Helsti styrkleiki KR liðsins er að
í liðinu eru margir hávaxnir leik-
menn en liðið hefur oft verið með
fleiri afburða bakverði. Páll segir að
leikaðferð liðsins verði gjörólík
þeirri sem notuð var í fyrra.
?Við höfum hægt verulega á
sóknarleik okkar og boltinn fer
mikið inn á miðherjana undir körf-
unni. Við erum ekki með eins
marga skotmenn og á síðustu leik-
tíð. Liðið er að bæta leik sinn smátt
og smátt og þá sérstaklega eftir að
leikstjórnandinn Semaj Inge kom
til okkar. Hann hefur komið ágæt-
lega inn í þetta. Ungur strákur sem
kemur beint úr hinum virta
Temple-háskóla. Evrópskur körfu-
bolti er ekki eins og sá sem hann
lék í Bandaríkjunum. Hérna er
meiri hraði og eflaust minni agi í
sóknarleiknum. Menn eru skotglað-
ari á Íslandi.? 
Stórir strákar
Finnur Atli Magnússon er 2,07
metra miðherji sem er uppalinn
KR-ingur og bróðir aðstoðarþjálf-
arans Guðmundar Magnússonar.
Finnur meiddist sl. vor og er að ná
sér á strik eftir þau meiðsli og telur
Páll að KR-liðið eigi eftir að vaxa
og dafna þegar lengra líður á tíma-
bilið. ?Jón Orri Kristjánsson er 2
metra miðherji sem kom til okkar
frá Akureyri. Fannar Ólafsson er
rúmir 2 metrar og flestir af leik-
mönnum liðsins eru um 1,9 m á
hæð. Liðið er því frekar óhefð-
bundið á íslenskan mælikvarða. Við
munum nýta okkur hæðina og ég
held að það sé ekkert íslenskt lið
sem hefur farið alla leið með slíkum
áherslum,? sagði Páll Kolbeinsson.
?Að sjálfsögðu er
mikil pressa á okkur? 
L50098 Páll Kolbeinsson mótar nýtt lið hjá KR L50098 Hávaxnir leikmenn og færri skyttur
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr KR-ingur Tommy Johnson lék vel með Keflavík fyrir tveimur árum en hann er KR-ingur í dag. 
?Að sjálfsögðu er mikil pressa á okk-
ur að ná árangri. Við víkjum okkur
ekki undan því en markmiðið er að
vera með samkeppnishæft lið sem
getur náð einu af fjórum efstu sæt-
unum, dregið að sér áhorfendur, og
síðan sjáum við til með framhaldið í
úrslitakeppninni,? sagði Páll Kol-
beinsson, þjálfari KR, þegar hann var
inntur eftir markmiðum meistaraliðs
KR í vetur. 
Björn Kristjánsson 17 ára Bakvörður
Brynjar Þór Björnsson 21 árs Bakvörður 
Darri Hilmarsson 22 ára Framherji
Egill Vignisson 17 ára Framherji
Fannar Ólafsson 31 árs Miðherji
Finnur Atli Magnússon 24 ára Miðherji 
Jón Orri Kristjánsson 26 ára Miðherji 
Kristófer Acox 16 ára Framherji 
Ólafur Már Ægisson 28 ára Bakvörður 
Semaj Inge 23 ára Bakvörður 
Skarphéðinn Freyr Ingason 32 ára Framherji 
Steinar Kaldal 30 ára Bakvörður 
Tommy Johnson 28 ára Framherji 
Leikmannahópur KR 2009-2010

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4