Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 30.11.1929, Blaðsíða 1

Norðlingur - 30.11.1929, Blaðsíða 1
HARMONJKTJ-KONSERT halda MARINO SIOURÐSSON og nemandi hans HARALDUR BJÖRNSSON í NÝ/A BIO kl. 3 e. h. sunnudaginn 1. des. Aðgöngumiðar seldir í Nýja Bíó frá kl. 1 e. h. sama dag. Enn- fremur í Versl. Geysir eftir kl. 4 í dag. t Sjera Eiríkur Briem í Viðeý. Sjera Eiríkur Briem, eins oghann var venjulegast kallaður, var ein- hver mesti fróðleiksmaður, sem þetta land hefur alið, og fjölhæfnin ótrú- leg. Enda sjást þess víða merki. Hann Ijest á miðvikudagskvöldið var á heímili sínu í Viðey. Er þar til moldar hniginn einhver mætasti maður þessarar þjóðar. Fæddur var hann 17. júní 1846. í skóla kom hann 1860 og útskrif- aðist 1864. Síðan tók hann að lesa guðfræði og lauk prófi í henni 1867. Að prófi loknu rjeðist hann skrifari til Pjeturs biskups Pjeturs- sonar og var hjá honum í 7 ár, í frístundum sínum þar samdi hann hina ágætu og þjóðkunnu reiknings- bók sína, sem um langt skeið var notuð svo að segja á hverju heim- ili í landinu. Jafn framt tók hann að nema sjómannafræði; er það einkennandi fyrir sjera Eirík — guðfræðingurinn sest við að læra sjómannafræði. En fróðleiksþorst- inn og þekkingaríýsnin var óseðj- andi. 1874 vígðist hann til Þing- eyraklaust'úrs og settist að í Stein- nesi. 1876 sigldi hann og lagði stund á heimspeki erlendis. 1880 varð hann annar kennari við Presta- skólann. Sama haust var hann kosinn þingm. Húnvetninga, og var fulltrúi þeirra tvö kjörtímabil; kom hann þá m. a. fram lögunum um stofnun söfnunarsjóðsins. Frá 1901—1915 var hann konungkjör- inn þingmaður. Síðustu árin hefur hann setið um kyrt hjá Eggert syni sínum f Viðey, en alt af starfað eitthvað, þótt aldurinn væri orðinn hár. Druknanir. Maður druknar í Norður- Þingeyiarsýslu. Fyrir stuttu druknaði maður frá Daðastöðum í Núpasveit í Norður- Pingeyjarsýslu, Sfefán Porsteinsson að nafni, Er raflýsing á bænum og fylgir henni »uppistaða« eða stífla. Bróðir Síefáns datt í »uppistöduna« og ætiaði Stefán að bjarga hoqum, en fórst við þá tilraun. En bróðir hans haíði sig uppúr og sakaði ekki. Maöur druknar á Siglufirði. í fyrramorgun druknaði á Siglu- firði maður að nafn.i Páll Runólfs- son, 28 ára gamall. Var hann við næturvinnu í beinamjölsverksmiðj- unni þar til kl. 6 um morguninn. Oekk hann þá út frá verksmiðjunni. En á einum stað er bygður skúr fram á »platnings«-brún, svo að aðeins liggja plankar fyrir framan. Um sama leyti heyrðist hljóð eða neyðarkall í hús þama á bryggj- unum. Var farið út með Ijósker því svartamyrkur var um morgun- inn. En alt var þá kyrt og engin hreyfing. Ekki var undrast um Pál fyr en komið var fram um hádegi. Var ætlað að hann hefði unnið aukavinnu fram til 12. En þá var hafin leit að honum, og fanst lík EI'513 A K U R E Y R A]R:’B í ÓMBM Ný mynd! Laugardagskvöld kl. 8'/2: „Czarewiícíi" Kvikmyndasjórtleikur eftir ó- perettu Franz Lehars, tekin af Hegwald fjelaginu. Aðalhlutverkið leikur: Ivan Petrowitch. Pessi ágæta mynd gcrist í Rússlandi á dögum Czar- stjórnarinnar. Ungi Czarinn er í þann veginn að taka við sfjórnartaumunum, en bylíingamennirnir sitja um • líf hans. Uppreisnaröldurn- ar flæða um þjóðlífið. Ungri siúlku, sem elskar Czare- witch, er ætlað að vinna honum bana. Er» það fer öðmvísi en ætlað er. Ástin sigrar. Aðalhlutverkið, sem þarna er leikiðaflvan Petro- witch, er aíburðavel leikíð, og öll er myndin hin ágæt • a-ta. Hún gefur sýn yfir þjóðlífið rússneska fyrir bylt- Inguna. hans í sjónum á 6—7 feta dýpi undir bryggjunni, þar sem plank- arnir voru. Hafði hann skaddað sig á höfði. Páli vzr ókvæntur, en lætur eftir sig unnustu. Prófessor Hannaas, sá er hing- að kom í fyrra, með norsku ferða- mönnunum, og var fararstjóri þeirra, er nýlega látinn. Hann var einlægur ís’andsvinur og fróður um margt, er snerti land og þjóð.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.