Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						44 25. október 2009
Matur
Þ
egar Guðbjörg Gissurardóttir
fann enga matreiðslubók sem
hentaði henni í bókabúðum
stórborgarinnar New York
ákvað hún að skrifa hana sjálf. Hún segir
einfaldleika og skapandi hugsun bráð-
nauðsynlega í eldhúsinu og hagsýnin er
aldrei langt undan við eldamennskuna. 
?Þegar ég flutti að heiman um tvítugt
kunni ég ekkert að elda,? segir Guðbjörg.
?Nokkrum árum síðar var ég þó farin að
bjarga mér en var ansi einhæf í elda-
mennskunni. Á þessum tíma bjó ég í New
York og langaði að þróa matseldina. Ég
gat ekki notað þær matreiðslubækur sem
ég átti því oft fengust ekki hráefnin, ég
þekkti þau ekki eða þau voru of mörg.?
Eftir langa en árangurslausa leit að
réttu matreiðslubókinni í bókabúðum
New York ákvað Guðbjörg að taka málin í
sínar hendur og gefa út sína eigin mat-
reiðslubók, Hristist fyrir notkun, sem
kom út 2002. ?Og ég lærði heilmikið af
því að gera bókina.?
Útgangspunktur hennar er að upp-
skriftin sé einföld, fólk þekki hráefnin
(eigi þau helst inni í skáp) og að inni-
haldsefnin séu ekki fleiri en sex til átta.
?Ég bjó til hugmynd sem gengur út á að
?bæta, breyta eða sleppa? hráefnum.
Þannig er hver uppskrift sveigjanleg en
mér finnst mikilvægt að vera skapandi í
matseldinni. Bókin mín snýst svolítið um
að ýta fólki út fyrir þann ramma sem
uppskriftin er.?
Guðbjörg leggur ekki síður áherslu á að
vera hagkvæm í matseldinni. ?Það
hlakkar í mér þegar ég stend frammi fyrir
afgöngum því mér finnst svo spennandi
áskorun að sjá hvað ég geti gert úr þeim.
Maðurinn minn fær ekki að henda hálfri
kartöflu sem verður afgangs við kvöld-
matarborðið því ég nýti allt. En þar sem
hann er lítið hrifinn af afgöngum þýðir
ekkert annað en að búa til eitthvað nýtt
þar sem afgangarnir eru í felum.? 
Þessa dagana vinnur Guðbjörg að
næstu matreiðslubók, þar sem viðfangs-
efnið verður matur fyrir yngstu kynslóð-
ina, en hún er væntanleg á næsta ári. Á
meðan má enn nálgast eldri bókina í
verslununum Kokku og Eymundsson. 
Súpuna sem hér er gefin uppskrift að
þróaði Guðbjörg eftir að hafa smakkað
samskonar súpu í matarboði í New York.
Seinna uppgötvaði hún að súpan hafði
verið keypt tilbúin í dýrri sælkeraversl-
un. Þessi súpa er þó síður en svo dýr;
Guðbjörg hefur reiknað út að sé hún eld-
uð skv. grunnuppskriftinni kosti hráefn-
ið í hana um 150 krónur á mann. Engu að
síður er hún slíkt lostæti að hver sem er
getur verið stoltur af því að bera hana á
borð í matarboði. ben@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Sælkerasúpa fyrir
150 krónur á mann
Tryggvi Jónsson, eins og
hálfs árs ?hjálpar?
mömmu sinni Guðbjörgu
iðulega í eldhúsinu. 
Skolið leirtauið ávallt
með ylvolgu vatni áð-
ur en það er sett í
uppþvottavélina, en
alls ekki með heitu
vatni. Setjið aldrei
grunnan disk fyrir
framan djúpan disk og ekki flokka hnífapörin
í hnífaparagrindina. Ekki skal setja áláhöld í
uppþvottavélina og ekki heldur hnífa með
tré- eða plastskafti, þessa hluti skal þvo í
höndunum. Athugið að mikilvægast af öllu
er að geyma efnið sem fer í uppþvottavélina
á öruggum stað og aldrei má setja það í aðr-
ar umbúðir. Þetta er hættulegasta efnið
sem finnst á heimilinu.
Margrét Dórothea Sigfúsdóttir,
skólastjóri Hússtjórnarskólans.
Húsráð 
Margrétar 
Fáir kokkteilar eru vinsælli, alltént á
suðrænum slóðum, en þjóðardrykkur
Púertó Ríkó, Piña Colada. 
Sagan segir að fyrsti maðurinn til að
þróa drykk af sambærilegum toga hafi
verið sjóræninginn Roberto Cofresí frá
Púertó Ríkó. Til að efla liðsandann um
borð mun hann hafa blandað fyrir menn
sína drykk sem innihélt kókoshnetusafa,
ananas og romm. Þegar Cofresí féll frá
árið 1825 fór uppskriftin hins vegar í
gröfina með honum.
Það var ekki fyrr en árið 1954 að Piña
Colada varð til í núverandi mynd. Hús-
bændur á Beachcomber-barnum á Hil-
ton-hótelinu í San Juan í Púertó Ríkó
höfðu lengi suðað í hinum annálaða
hanastélsfrömuði Ramon ?Monchito?
Marrero að kynna til sögunnar nýjan ein-
kennisdrykk sem fengi fastagesti, sem
margir hverjir heyrðu til þotuliði þess
tíma, til að standa á öndinni.
Marrero hristi og hrærði þrotlaust í
þrjá mánuði áður en hann datt niður á
drykk sem hlaut nafnið Piña Colada. Það
myndi líklega útleggjast Kreistur ananas
á íslensku. Helsti mun-
urinn á uppskrift
Marreros og gamla
sjóræningjans er sá að
Marrero notaðist við
kókoshneturjóma.
Þannig þykir drykkurinn
bestur.
Drykkur vikunnar
Piña Colada
Uppskrift
3 sl ljóst romm
3 sl kókoshneturjómi
9 sl ananassafi
Kokkteillinn er ýmist hristur eða
hrærður með ísmolum, skreyttur t.d.
með ananassneið, kirsuberi eða
súkkulaðispæni og borinn fram.
fyrir ca. fjóra
4 bollar blandað grænmeti
( t.d. paprika, gulrætur, gular baunir eða bara
það grænmeti sem er til. Ég nota stundum
frosið grænmeti í pokum)
vænn bútur af engifer
4 hvítlauksrif
1 stk laukur
1 dós kókosmjólk
1 dós tómatpuré
4 bollar grænmetissoð
Eins er mjög gott að setja bolla af mat-
reiðslurjóma út í og niðursoðna tómata
eða eitthvert sjávarfang. Þegar ég vil gera
réttinn aðeins sparilegri splæsi ég í kórí-
anderlauf til að strá yfir í lokin. Hitaðu olíu
í potti og steiktu smátt skorinn lauk, hvít-
lauk og engifer þar til laukurinn er mjúkur.
Settu smátt skorið grænmetið út í pottinn
og snöggsteiktu við háan hita í 3-4 mín.
Helltu soði, kókosmjólk og tómatpuré út í
pottinn (einnig er hægt að mauka græn-
metið fyrir þá sem vilja ?creamy? súpu).
Kryddaðu með salti og pipar og láttu malla
í 20 mín.
Kókossúpa með engiferkeim
Bláberja er kannski best að njóta í laut þar sem þau bíða á
lyngi. Henti það ekki er prýðiseftirrétti að fá á Friðriki V á
Akureyri. Strákarnir í eldhúsinu fá að leika sér, eins og
Friðrik tekur til orða. ?Það heldur okkur á tánum.? Panti
sælkeri sér eftirréttinn Ber tvisvar í sömu vikunni getur
hann átt von á gjörólíkum rétti í seinna skiptið. Aðra helg-
ina í ágúst tíndi Helgi Pétur Gunnlaugsson, einn ?strák-
anna í eldhúsinu?, bláber í grennd við heimili sitt í Klaufa-
brekknakoti í Svarfaðardal og hefur varðveitt þau í frysti
síðan. Þeir Jón Pétur Hraunfjörð útbjuggu freistandi eftir-
rétt í vikunni í því skyni að gleðja lesendur. skapti@mbl.is
Í blárri lautu þar
geymi ég gullin
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sælkeramatur frónbúans
Bláberja- og skyrfantasía fyrir 6 til 8 manns
Bláberjasaft 400 g villt bláber (úr frystinum), 200 g hrásykur; sjóðið saman í
15 mín. og sigtið berin frá saftinni.
Bláberjahlaup 2 dl bláberjasaft, fjögur matarlímsblöð. Blöðin lögð í bleyti í ís-
kalt vatn og svo leyst upp í volgri saftinni sem síðan er hellt á bakka og kæld.
Bláberjafroða 2 dl bláberjasaft, 1 dl eggjahvítur (3 stk). Blandað saman, sett í
sprautuflösku og þeytt með tveimur gashylkjum. Geymt í kæli þar til á að nota.
Bláberjakrapís 4 dl vatn, 400 g sykur. Soðið saman og kælt.
100 g af berjum úr saftgerðinni, 3 dl hvítvín, safi úr einni sítrónu. Öllu blandað
saman og fryst í ísvél og síðan geymt í frysti við 9-11°.
Skyr- og kókósfroða 1 dl eggjahvítur, 2 msk flórsykur, 100 g skyr, 1 dl kókos-
rjómi. Öllu blandað saman og sett í sprautuflösku, þeytt með tveimur gashylkj-
um og geymt í kæli þar til á að nota. Setjið smávegis af afgangsberjunum á
diskinn og í fallegt glas. 
Sprautið froðunum til skiptis í glasið þangað til það er fullt að ¾. Skerið hlaup-
ið í mjóar ræmur og leggið á diskinn, gerið fallega kúlu úr krapísnum og berið
fram með. Gott að skreyta með súkkulaði og þurrkuðum ávöxtum. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60