Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SunnudagsMogginn

						Lesbók 
50 25. október 2009
Á
veggnum í vinnustofu Hild-
ar Bjarnardóttur eru ljós-
myndir af spunavél sem hún
fann í gamla landbún-
aðarskólanum í Ólafsdal. Hildur lag-
færði vélina, spann í henni þráð og
prjónaði úr honum föðurland sem hún
sýndi í Ólafsdal í ágúst. Þarna eru líka
verk sem hún hefur ofið úr hör eins og
notaður er til að vefa málarastriga, og
ljósmyndir af verkunum á sýningunni
Þræddir þræðir sem nú stendur yfir í
Listasafni Árnesinga. Hildur er yngst
fjögurra listakvenna sem eiga þar verk
en sýningin hefur vakið talsverða at-
hygli. Það má annars segja um feril
Hildar, verk hennar hafa vakið athygli
hér heima og erlendis síðan hún lauk
framhaldsnámi í New York um miðjan
síðasta áratug. Hún var í textíldeild
Myndlista- og handíðaskólans og verk-
in hennar fjalla um textíl og hennar
eigin bakgrunn. Hildur hlaut Sjónlist-
arverðlaunin árið 2006.
?Í verkunum vísa ég mikið aftur í
söguna,? segir hún. ?Mamma var
handavinnukennari og ég lærði margt
af henni. Ömmur mínar voru mjög
flinkar í handavinnu og systur mínar
eru það líka. Ég er umkringd handverki
og textílhefð sem ennþá er mjög sterk á
Íslandi.? 
Gömul tækni er Hildi hugleikin. ?Nú
hugsa ég mikið um að nota íslenska ull
og íslenskar jurtir til litunar. Það er
eitthvað sem ég reyndi að forðast þegar
ég var í námi,? segir hún og brosir. ?Þá
vildi ég aðskilja mig frá hefðinni og
skapa mér sérstöðu. Í dag er ég að
vinna með staðbundnar aðstæður, með
íslenskt umhverfi, og það má líta á það
í samhengi landslagsmálverks þar sem
ég tek íslenskar jurtir og lita hráefnið
með þeim.?
- Þú ert í samræðu við myndlist-
armiðlana.
?Ég er mjög meðvituð um það. Ég
fékk bæði handavinnu- og myndlist-
aruppeldi. Ég hafði sem barn mikinn
áhuga á myndlist, fór á sýningar og
teiknaði, en ég hef líka velt mikið fyrir
mér þessari forgangsröðun sem hefur
verið í myndlistinni, að textíll og hand-
verk hafi verið sett skör lægra en mál-
verk og skúlptúr.?
- Þú varst í einum af seinustu bekkj-
unum í Myndlista- og handíðaskól-
anum sem lærði handverk, þú varst í
textíldeild.
?Sú deild er ekki til lengur. Þar
dýpkaði ég þekkingu mína á vefnaði,
textílsögu, þæfingu, prjóni og fleiru.
Þetta var mjög fín deild með frábæru
fólki en sú deild var barn síns tíma.
Í MHÍ lærði ég tæknina en hug-
myndafræðina í Pratt í New York, en
þar er engin textíldeild. Það virkaði vel
fyrir mig að taka þetta svona aðskilið,
en það er hægt að kenna tækni og hug-
myndafræði samhliða.?
Striginn færður í forgrunn
Viðfangsefni Hildar í myndlistinni voru
frá upphafi samtímaleg, eins og til
dæmis þegar hún heklaði dúk með
skammbyssum.
?Verkin voru strax í samtali við
myndlistarsöguna. Ég hef alltaf séð mig
sem myndlistarmann sem nota textíl
sem miðil,? segir hún. ?Tæknileg
þekking þarf ekki að vera heftandi, ef
hún er notuð á réttan hátt.?
Hildur segir að hugmyndir um að
vefa verk úr þráðum úr málarastriga
hafi kviknað þegar hún bjó í Portland í
Oregon og virt gallerí í borginni fékk
hana til liðs við sig.
?Þetta gallerí sýndi mest málverk og
teikningar. Ég velti fyrir mér hvernig
þetta gæti átt samleið, án þess að fórna
mínum hugmyndum um textíl og
handverk. Textíll og málaralistin mæt-
ast í málarastriganum sem bókstaflega
heldur málverkinu uppi. Það vatt síðan
uppá sig, striginn getur til að mynda
staðið fyrir hið kvenlega en málverkið
það karllæga. Ég færi strigann, sem
hefur alltaf verið í bakgrunni málverka,
í forgrunn. ?
Kennsla í textílhandverki
Hildur kemur að þróunarvinnu fyrir
væntanlegt nýtt textílnám en Myndlist-
arskólinn í Reykjavík hefur fengið styrk
frá Evrópusambandinu til að þróa það í
samvinnu við erlenda listaháskóla, inn-
Myndlist
og textíl-
hefðin
mætast
?Ég vinn sem myndlistarmaður
en myndlist mín sækir mikið í
handverkið. Ég gæti ekki unnið
þessi verk án þess að hafa þessa
tæknilegu þekkingu,? segir Hild-
ur Bjarnadóttir. 
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
M
aður hélt að ánægjulegar
fréttir væru hættar að berast
af nokkrum hlut nema
framförum í eyðingu lík-
amsfitu á rasskinnum frægra kvenna þeg-
ar allt í einu lýstur niður fyrstu nið-
urstöðum úr rannsóknarverkefni
Þorbjörns Broddasonar um lestur barna.
Bóklestur eykst. Eftir samfellt hnign-
unarskeið undanfarinna tuttugu ára hefur
taflið snúist við og íslensk börn lesa nú
fleiri bækur sér til ánægju en fyrir sex ár-
um. Undanfarin ár hafa Íslendingar deilt
áhyggjum sínum af minnkandi bóklestri
með flestum nágrannaþjóðum sínum og
fálmað eftir lausnum. Það væri ósann-
gjarnt að segja að engin viðbrögð hafi ver-
ið við niðurstöðum úr hinni stór-
merkilegu rannsókn Þorbjörns
Broddasonar fyrir sex árum þegar fyrir lá
að enn einu sinni var lestur barna, ekki
síst drengja, á niðurleið, en í raun fór
aldrei fram víðtæk umræða um hve
hörmulegt þetta var. Það voru niðurstöð-
urnar úr hinni viðamiklu rannsókn OECD
á þekkingu skólabarna, PISA-könn-
uninni, sem hreyfðu meira við fólki því þá
varð hnignunin ekki aðeins ljós okkur
sjálfum, heldur einnig heiminum. Í kjölfar
hennar kom svo alþjóðleg könnun um
lestrarkunnáttu níu ára barna, PIRLS-
könnunin, árið 2007. Af þeim 45 löndum
sem könnunin náði til var Ísland í 32.
sæti, sem er langt frá þeim markmiðum
sem við setjum okkur jafnan um að vera í
fremstu röð og enn lengra frá þeim sjálfs-
skilningi okkar að við séum bókmennta-
þjóð á toppmælikvarða. Vonarglætan í
PISA-myrkrinu var þó sú að íslensk börn
lásu sér engu að síður til ánægju og að
lestur þeirra réðist ekki af félagsstöðu og
afkomu foreldra eins og annars staðar. Ís-
lensk börn lásu sér til gamans hvort sem
foreldrarnir komust á tekjulista Frjálsrar
verslunar eða ekki. Þar var þrátt fyrir allt
kominn raunverulegur grunnur að raun-
verulegum lestraráhuga.
Á þessum árum sem liðin eru frá því að
vondu fréttirnar tóku að berast hafa fjöl-
margir skólar, skólabókasöfn og einkaað-
ilar og stofnanir unnið hver í sínu horni
að því að styrkja innviði íslenskrar lestr-
armenningar. Þegar best hefur látið hafa
heilu sveitafélögin verið hvött til lestrar
eins og í Reykjanesbæ. Ómetanlegt
grundvallarstarf í að styrkja innviði sjálfs
lesskilningsins sem undirstöðu alls náms
og þar með námsárangurs hefur verið
unnið við Háskólann á Akureyri og ein-
stakir skólar bæði á höfuðborgarsvæði og
á Norðurlandi fylgt eftir metnaðarfullum
verkefnum á sviði lesskilnings með góð-
um árangri. Prógrammið Skáld í skólum,
þar sem rithöfundar heimsækja skóla og
spjalla við nemendur um verk sín, sköp-
un, skrif og lestraránægju, hefur svín-
virkað og þá er ógetið einnar merkileg-
ustu menningarstofnunar okkar, Stóru
upplestrarkeppninnar, þar sem heill ár-
gangur er hvert ár þjálfaður í framsögn og
upplestri á bókmenntatextum. Samt er
það þannig að þótt erfitt sé að finna þann
mann eða þá konu sem beinlínis eru mót-
fallin auknum bóklestri hefur ekki tekist
að skapa grundvöll fyrir þjóðfélagsbaráttu
á þessu sviði. Baráttan fyrir auknum lestri
ætti að vera í sama flokki og áherslumál á
sviði lýðheilsu, svo sem barátta fyrir
minni reykingum, bættu mataræði eða
öflugra umferðaröryggi. Það skrítna er að
það er miklu afli veitt árlega í að stuðla að
bættum lestri en hver fyrir sig gerir það í
sínu horni og án tengsla við heildræna sýn
á þessi mál, enda er hún ekki til. Eða
minnist þess einhver að hafa heyrt um
markmið stjórnvalda um að auka lestur?
Við sem viljum hag lestrar og lestrar-
menningar sem mestan vitum að það er
tiltölulega einfalt að búa til samtengingu
og heildarhugsun sem fengi hlutana til að
vinna fyrir heildina. Ef þetta yrði gert nú
á næstu mánuðum mætti fylgja eftir
fyrstu góðu fréttunum af þessum víg-
stöðvum um langa hríð og búa þannig í
haginn fyrir næstu könnun Þorbjörns
Broddasonar eftir sex ár. Veðjum á góðar
fréttir árið 2015.
Eftir samfellt hnign-
unarskeið undanfar-
inna tuttugu ára hefur
taflið snúist við og ís-
lensk börn lesa nú fleiri
bækur sér til ánægju en
fyrir sex árum.
Fjölmiðlar
Kristján B. Jónasson
kbj@crymogea.is
,
Veðjað á góðar fréttir
Börnin lesa bækur af kappi. ?Íslensk börn lásu sér engu að síður til ánægju og lestur þeirra
réðist ekki af félagsstöðu og afkomu foreldra eins og annars staðar.? 
Morgunblaðið/Árni Sæberg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60