Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 6
D R. PÁLL ÍSÓLFSSON lætur af störfurn við Dómkirkjuna. RAGNAR BJÖRNSSON tekur við. Um sl. áramót lét dr. Páll ísólfsson af embætti organleikara við' Dómkirkjuna í Reykjavík, en Ragnar Björnsson tók við starfinu. Páll ísólfsson stundaði nám í organleik lijá hinum lieimsfræga orgelsnillingi dr. Karli Straube í Leipzig og í öðrum greinum tón- listarinnar var liann nemandi hjá tónsnillingum j)ar í borg. Seinna var hann nemandi Josephs Bonnet í París. Þegar Páll kom heim frá námi 1921, byrjaði liann tónlist- arstörf í Reykjavík með kennslu og tónleikahaldi. Fljótlega lilóð- ust á liann margvísleg lónlistar- störf og fór svo, að hann varð brátt forystumaður í tónlistarmál- um höfuðstaöarins. Er ójiarft að rekja J)au störf hér, ])ví að J)au eru al])jóð kunn. Árið 1926 varð Páll organleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík. Og árið 1939, við lát próf. Sigfúsar Einarssonar, varð liann organleikari við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann var árið 1945 kjörinn dr. h.c. við háskólann í Osló. Hann er meðlimur í sænsku músikakademíunni og heiðursfélagi í mörgum organistafélögum og öðrum tónlistarfélögum. Vér leyfum oss að taka uj)p og taka undir orð dómprófastsins, sr. Jóns Auðuns, er liann viðhafði í Dómkirkjunni á nýársdag í vetur. Hann sagði: „1 dag minnumst vér J)ess í dómkirkju landsins, að dómorganistinn, dr. Páll ísólfsson, lætur af starfi hér í kirkjunni með deginum í dag. Það er oss saknaðarefni mikiö, en verður svo að vera. Ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur um landsbyggðina alla, hafa 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.