Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 21
Forvígismaður. Á þessu ári eru liðin 130 ár frá því að einn merkasti forvígismaðurinn í íslenzkum tónlistarmálum fæddist. Jónas Ifelgason fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1839. Hann lærði járnsmíði hjá Teiti Finnbogasyni járnsmið og d/ralækni í Skildinganesi. Stundaði hann iðn sina til 1881 að hann lagði smioaáhöldin á hilluna fyrir fullt og allt og stundaði eingöngu tónlistar- störfin. Tónlistargáfan kom snemma í ljós hjá Jónasi. lfann hafði óvenjugóða söngrödd. llann læröi ungur að leika á fiðlu og harmoníum. Árið 1862 stofn- aði hann ásamt nokkrum ungum mönn- um söngfélag, sem nefnt var „Harpa". Ilelgi bróðir hans var lengst af for- maður þess, en Jónas stjórnandi. — „Harpa" starfaði lengi og vel og var óspör á að skemmta bæjarbúum með söng sínum. „Harpa“ sá um sönginn á þjóðhátíðinni 1874. Og „Harpa“ gaf út fyrstu söngrit Jónasar. Árið 1875 sigldi Jónas til Kaup- mannahafnar til tónlistarnáms. Nam hann hjá færustu tónlistarkennurum Dana, en Hartmann og Gade höfðu umsjón með námi hans. — Árið 1876 varð Jónas kennari við kvennaskólann og barnaskólann í Reykjavík og 1883 varð hann kennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Við ]át Péturs Guð- johnsens 1877 varð Jónas organleikari við Dómkirkjuna í Reykjavík og 1881 veitti Alþingi honum 1000 kr. árslaun fyrir að kenna organleikaraefnum. — Talið er, að með kennslu sinni hafi Jónas náð frábærum árangri. Öll störf sín rækti hann af sérstakri alúð og dugnaði og „lagði grundvöllinn og vann manna mest og bezt i þarfir kirkjusöngsins hér á landi eins og Sig- fús Einarsson segir í formála fyrir 2. útgáfu af Kiikjusöngsbók hans. Merkilegur þáttur í starfi Jónasar er útgáfustarfsemi hans. IJann gaf út milli 20 og 30 söngrit: kennslubækur, leiðbeiningarrit, kórlagahefti og sálma- söngdbækur. Ilafa þessi rit haft mikla þýðingu fvrir íslenzka sönglistarstarf- semi og heillavænleg áhrif. Jónas samdi nokkur lög. Allir kann- ast við sum þeirra: Lýsti sól, Við hafið ég sat, Þar fossinn í gljúfranna fellur þröng, Sólu særinn skýlir. Jónas dó 2. september 1903. (Um Jónas hefur fremur lítið verið ritað, en benda má á grein í Sunnan- fara 1898 og minningargreinar um hann látinn i Reykjavikurblöðunum. en þau minntust hans öll, Fjallkonan, Þjóðólfur og Isafold. Nefna mætti grein sem söngmálablaðið „Heimir“ S.Í.K. birti í tilefni af 100 ára afmæli hans, en hún byggist að mestu á fram- annefndum greinum og lauslegri at- hugun á söngritum Jónasar). P.H. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.