Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						Árni Beinteinn Gíslason
I ár voru liðin 100 ár frá fæðingu
hans, en hann er fæddur 24. jnlí
1869 í Reykjavík, sonur Gísla Magn-
ússonar, kennara við Latínuskólann,
og Ingibjargar Schulesen, sýslumanns
i Þingeyjarsýslu. Árni Beinteinn varð
stúdent árið 1886 með bezta vitnis-
burði, þá enn ekki orðinn 18 ára
gamall, og var það sjaldgæft í þá daga
að svo ungur stúdent útskrifaðist.
Hann sigldi til Hafnar, las lögfræði
við Háskólann, en lauk ekki prófi,
því margt annað heillaði hugann, eink-
um tónlist. Hann andaðist þar 18.
apríl 1897, 27 ára gamall.
Árni Beinteinn var söngstjóri sóng-
flokks skólapilta og stúdenta 1884—86.
Ölafur Davíðsson segir um hann: „Og
er sönglist talin hafa þá verið í mest-
um blóma undir forustu hans. Átti
hann mikinn þátt í því, að ýmsir skóla-
piltar, sem síðar hafa orðið gæða söng-
menn, lærðu að beita hljóðum sínum."
Árni Thorsteinson, sem var skóla-
bróðir hans, telur hann afbragðs söng-
stjóra og segir: „Var það löngu síðar
mál margra, sem gott skynbragð báru
a söng og smekkvísa söngstjórn, að
aldrei síðar hefðu þeir heyrt betri
kórsöng en undir hans stjórn, jafn-
vel ekki i Kaupmannahöfn, er þeir
heyrðu  þar  sænska  stúdenta  syngja."
Árni Beinteinn samdi um 20 söng-
lög. Af þeim hafa aðeins tvö verið
prentuð: „Áræði, dirfska og orka og
kraftur", sem íslenzkir stúdentar
sungu á fimmtiu ára afmæli endur-
reisnar Alþingis. Textinn er eftir
Þorstein Gíslason. Lagið er prentað í
Sunnanfara 1895. Hitt lagið er „Vind-
flrnir þjóta," prentað í Isl. söngva-
safni II. og í Söngvasafni L.B.K. 2.
hefti fyrir bl. kór, en lagið er samið
fyrir karlakór. Textinn er lauslega
þýddur af Guðmundi Guðmundssyni.
1 eftirmælum eftir Árna Beintein
Gíslason í Sunnanfara 1897 segir 01-
afur Davíðsson, að það hafi verið
ætlun Árna Beinteins „að semja ís-
lenzka söngsögu og greiða úr því,
hver af þessum lögum, sem nótusett
eru i íslenzkum handritum, eru ís-
lenzk." Af þessu tilefni segir Bjarni
Þorsteinsson í Islenzkum þjóðlögum,
bls. 502: „Svo mikið er víst, að hann
var mjög stutt kominn á veg í þessu
mikla verki; hann hafði eftir eftir-
látnum blöðum hans að dæma, er ég
kynnti mér 1899, aðeins skrifað upp
fáein lög úr tveimur handritum í
Árnasafni. En þar er ég fullkomlega
á sama máli og Ólafur Davíðsson, að
vér höfum misst mikið, þar sem Árni
Beinteinn var, bæði að því er snertir
rannsókn íslenzkra þjóðlaga í handrit-
um og ekki síður tilbúning nýrra laga
(komposition), þvi í þeirri grein hafði
hann  hina  beztu  hæfilegleika." B. A.
ORGANISTABLAÐIÐ   13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24