Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 13
Arni Beiníeinn Gíslason 1 ár voru liðin 100 ár frá fæðingu hans, en hann er fæddur 24. júlí 1869 í Reykjavik, sonur Gisla Magn- ússonar, kennara við Latínuskólann, og Ingibjargar Schulesen, sýslumanns í Þingeyjarsýslu. Árni Beinteinn varð stúdent árið 1886 með bezta vitnis- hurði, þá enn ekki orðinn 18 ára gamall, og var það sjaldgæft í þá daga að svo ungur stúdent útskrifaðist. Hann sigldi til Hafnar, las lögfræði við Háskólann, en lauk ekki prófi, því margt annað heillaði hugann, eink- um tónlist. Hann andaðist þar 18. april 1897, 27 ára gamall. Árni Beinteinn var söngstjóri söng- flokks skólapilta og stúdenta 1884—86. Ólafur Davíðsson segir um hann: „Og er sönglist talin hafa þú verið í mest- um blóma undir forustu hans. Átti hann mikinn þátt í því, að ýmsir skóla- piltar, sem siðar hafa orðið gæða söng- menn, lærðu að beita hljóðum sinum.“ Árni Thorsteinson, sem var skóla- bróðir hans, telur hann afbragðs söng- stjóra og segir: „Var það löngu síðar mál margra, sem gott skynbragð báru ú söng og smekkvísa söngstjórn, að aldrei síðar hefðu þeir heyrt betri kórsöng en undir hans stjórn, jafn- vel ekki í Kaupmannahöfn, er þeir heyrðu þar sænska stúdenta syngja." Árni Beinteinn samdi um 20 söng- lög. Af þeim hafa aðeins tvö verið prentuð: „Áræði, dirfska og orka og kraftur”, sem íslenzkir stúdentar sungu á fimmtíu ára afmæli endur- feisnar Alþingis. Textinn er eftir Þorstein Gíslason. Lagið er prentað í Sunnanfara 1895. Hitt lagið er „Vind- arnir þjóta,” prentað í ísl. söngva- safni II. og í Söngvasafni L.B.K. 2. hefti fyrir bl. kór, en lagið er samið fyrir karlakór. Textinn er lauslega þýddur af Guðmundi Guðmundssyni. 1 eftirmælum eftir Árna Beintein Gíslason í Sunnanfara 1897 segir Ól- afur Davíðsson, að það hafi verið ætlun Árna Beinteins „að semja ís- lenzka söngsögu og greiða úr því, hver af þessum lögum, sem nótusett eru i íslenzkum handritum, eru ís- lenzk.“ Af þessu tilefni segir Bjarni Þorsteinsson í Islenzkum þjóðlögum, bls. 502: „Svo mikið er vist, að hann var mjög stutt kominn á veg i þessu mikla verki; hann hafði eftir eftir- látnum blöðum hans að dæma, er ég kynnti mér 1899, aðeins skrifað upp fáein lög úr tveimur handritum í Árnasafni. En þar er ég fullkomlega á sama máli og Ólafur Davíðsson, að vér höfum misst mikið, þar sem Árni Beinteinn var, bæði að því er snertir rannsókn íslenzkru þjóðlaga í handrit- um og ekki síður tilbúning nýrra laga (komposition), því í þeirri grein hafði hann hina beztu hæfilegleika." B. A. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.