Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Organistablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Organistablašiš

						eru meS hjálp tveggja fótskemla. Lárétt yfir safnbelgnum er loft-
geyminum komið fyrir, og í lofti hans eru lokurnar, sem opna og
loka fyrir aðstreymi Ioftsins í tónfjaðrirnar. Ofan á loftgeyminum,
sem líka mætti kalla tvöfaldan hljómbotn (eins og á strengjahljóðf.)
er komið fyrir tónfjöðrum í röð eftir stærð frá vinstri til hægri
þannig að dýpstu tónarnir eru lengt til vinstri en skærustu lengst til
hægri. Ein óslitin tónaröð (61 fjöður) er kölluð spil eða Registur.
Vanalegast hafa harmoníum fleiri en eitt spil og þá helzt 4 en allt
upp í 7 spil. Er þeim þá fyrirkomið skásett hvert ofan á öðru. Þar
fyrir ofan er svo spilaborðið sjálft. Röð hvítra og svartra snertla
(nótna), eru í beinu sambandi við loftlokuna áðurnefndu undir tón-
fjöðrunum með mátulega löngum trépinna, sem nær þarna allt í
gegn. Hver tónfjaðraröð er í tónkassa, sem hólfaður er í tónhólf og
er ein tónfjöður í hverju tónhólfi, sem fær loft er nótusnertillinn opnar
Ioftlokuna, sem síðan lokast sjálfkrafa með fjaðrakrafti er nótusnertl-
inum er sleppt.
Þegar fleiri en eitt spil eru, þarf að hafa hljóðbreytingastilli á
þessum hljóðfærum (Registurtakka). Þessum tökkum er fyrirkomið
fyrir ofan spilaborðið og aftan við það. Þau vinna þannig, að lok-
um er fyrir komið framan við hljómkassann með tónhólfunum, og
með einu gripi er hægt að loka fyrir allar tónfjaðrirnar í einu eða
fleiri spilum þannig að loftið hindrast í að streyma í gegnum þær.
Af framansögðu ætti að sjást að hér er um nokkuð fjölbreytt og
fullkomið hljóðfæri að ræða, enda fór það sigurför um allan heim
á skömmum tíma svo sem vitað er. Á löngu tímabili kepptust tón-
skáldin um að semja tónverk fyrir þelta hljóðfæri og endursemja
og útsetja önnur til leiks á það.
Þessi tónvaki, tónfjöðurin, eða tungan öðru nafni nefnd, er miklu
eldri en hljóðfæri þetta og nær saga hennar allt aFtur í forsögu
Kínaveldis eins og svo margt annað í voru menningarlífi. I kínversku
orgeli „Cheng" að nafni er sams konar tungu komið fyrir í neðri
enda hljómpípu, og Iátin sveifla aðstreymisloftinu til tónmyndunar í
pípunni (þetta er pípuorgelaðferðin) en loftið var framleitt með
munnblæstri einum.
Talið er að munnorgel þetta „Cheng" muni hafa verið þekkt í
Pétursborg um 1770, og þar til eitt eintak af því, sem hægt var að
spila á. — Danskur Iæknir og hljóðeðlisfræðingur Kratzenstein
að  nafni  fékk  þá  hugmynd  aS  nota  þennan  sama  tónvaka  viS
2  ORGANISTABLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24