Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 13
ÞÓRARINN JÓNSSON tónskáld, sjötugur Þórarimi Jónsson tónskáld varð sjötugur 18. september síðastl. Hann er Austfirðingur, fæddur á Mjóafirði aldamótaárið. Fram yfir tvítugt var bann við sjóróðra á Austfjörðnm og nokkra vetur á vertíð í Vestmannaeyjum. Þá iiélt hann til Reykjavíkiir til tón- liötarnáms. Kennarar lians voru Ernst Scliacht, Þórarinn Guð- mundsson og Páll Isólfsson. Síð- an lá leiðin til Þýzkalands til frekara náms. Aðalkennari hans þar var próf. E. Koch. í Þýzka- landi var Þórarinn búsettur i 25 ár og stundaði tónfræðikennslu og samdi tónverk. Hann fluttist til Reykjavíkur 1950. Kenndi hljómfræði við Söngskóla þjóðkirkjunnar 1953—1958 og var þá einnig organ- isti Óháða fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Þórarinn hefur samið fjölda tónverka og ])ó að tiltölulega fátt af þeim liafi birzt á jnenti hafa mörg þeirra orðið mjög vinsæl, t. d. karlakórslögin „Ár vas alda“, „Úr Lákakvæði“ og „Huldur“, ein- söngslögin „Heiðbláa fjólan mín fríða“ „Ave Maria“, „Pastorale" °g „Vögguvísa“. Þá eru fiðlutónverk hans og þeirra frægast „Preú- día og tvöföld fúga um nafnið Bach“ fyrir fiðlu án undirleiks, sem víða 'hefur verið leikið. Þórarinn liefur samið kirkjuleg tónverk svo sem sálmalög (hafa ‘f þeirra verið fjölrituð) mótettur og orgelverkin Marche funebre, s©m saminn eru í minning Sveins Björnssonar forseta og Sonata, þar sem stefið er gamalt ísl. sálmalag. „Uj)p á fjallið Jesú vendi“. Hafa ] )au 'bæði verið leikin á norrænu kirkjutónlistarmótunum, hið fyrra hér í Rvík 1952, en hið síðarnefnda í Kaujrmannaahöfn 1961. I -l.O. sendir Þórarni hamingjuóskir á þessum tímamótum. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.