Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 2
LOUISA ÓLAFSDÓTTIR ÁTTRÆÐ Við sitjurn inni í li.llu vinalegu stofunni hennar Louisu Ólafs- dótlur einn sunnudagseftirmiðdag í janúar. Iíér inni er andblær margra liðinna ára. Hver Mutur á sína sér- stöku sögu. Hér er gamalt harmonium sem faðir hennar átti, og ,J>ar fyrir ofan gömul veggklukka, sem minnir á löngu liðna dvöl í sveit. A öðrum vegg er stór mynd af sveitabæ ásamt heilli tjald- borg. Þar er kominn áningarstaður Iians hátignar Friðriks áttunda ,á ferð um landið. Þetta er Arnarbæli í Öliusi og Louisa tekur fram áletrað guilúr, sem konungur hafði gefið föður hennar. Svipa hangir á vegg ásamt öðrum gömium munum, 'á skáp stendur liófur af hesli, hvortveggja vitnandi um ást manns og hests á löngum ferðum um landið. Tilefni heimsóknar okkar var að heilsa upp á 'húsráðanda Jiessarar stofu, áltræða konu, Louisu Ólafsdóttur, organista Kotstrandarkirkju og rabba við iiana um liðna daga og störf. Louisa fæddist 12. des. 1891 að Sandfelli í Öræfasveit. Foreidrar hennar voru sr. Ólafur Magnússon og kona ihans Lydia Angelica Lúðvíksdóttir. Sr. Ólafur jijónaði Sandifelli til ársins 1903, en gerð- ist |)á prestur í Arnaribæli í Ölfusi og var þar til ársins 1940. Sr. Ólafur var músikalskur maður og lærði að leika á harmonium- Auk þess hafði hann góða söngrödd. Hann stofnaði vísi að kór í Arnarbæli 1915, sem síðar varð kór Kotstrandarkirkju. Sá kór hefur slarfað óslitið síðan. Sr. Ólafur stóð einnig fyrir söngnámskeiðum. Á einu slíku, sem ihaldið var í Þjórsártúni voru tvcir ungir menn, som sr. Ólafur hvatti eindregið til frekara náms. Þessir menn voru Kristinn Ingvarsson og Kjartan Jóhannesson. Þeir urðu báðir kunnir fyrir tónlistarstörf slín. Louisa hóf að nema orgelleik hjá föður sínum um fermingaraldur. Hún naut ekki annarar kennslu. 1911 gerðist hún organisti að Ifjalla í ölfusi og gegndi því starfi i 4 ár. Þá voru árslaunin 40 krónur. Arið 1909 voru Arnarbæliskirkja og Reykjakirkja sameinaðar í eina kirkju, sem reist var á Kotströnd og þar tók Louisa við organ- 2 O RGA NISTA Ií I.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.