Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 2
FRIÐRIK BJARNASON organisti og tónskáld Friðrik Bjarnason organisti og tónskáld var fæddur í Götu í Stokkseyrarhreppi 27. nóvemher 1880 og er kominn af ihinni alkunnu Bergsætt. Faðir hans, Bjarni Pálsson, varð ungur forsöngvari í Stokkseyrarkirkju og fyrsti organlei'kari Jjar eftir að hljóðfæri kom í kirkjuna, árið 1876. Bjarni var mikill mannkosta- og gáfumaður og þótti það hinn mesti mannskaði er hann drukknaði ásamt 5 öðrum við Þorlákshöfn í febrúar 1887. Þar fórust og 2 aðrir organ- istar. — Bjarni varð aðeins 29 ára gamall. Mikið var sungið á Stokkseyri á uppvaxtarárum Friðriks. Varla hittust 'svo 3 strákar, að ekki væri tekið lagið, Jjríraddað. Á æsku- tieimili iians þagnaði orgelið ekki allan daginn, þegar ekki var róið. Tónlistarhæf'ileikar 'hans komu snemma í Ijós. Er hann var aðeins 'þriggja ára, lét faðir hans hann syngja fyrir gesti, en lék sjálfur undir á stofuorgel. Undruðust menn hve vel hinn ungi sveinn söng. Fyrstu tilsögn í orgelspili fékk hann hjá frændum sínum á Stokks- eyri, en fór fyrst fyrir alvöru að stunda tónlistarnám, er hann var kominn suður, árið 1899. Hann settist í Kennaraskólann í Plensborg í llaínarfirði og lauk 'Jraðan prófi árið 1904. Söngkennari við skól- ann var J)á frændi hans Sigfús Einarsson tónskáld og nam Friðrik organleik hjá honum. — Næstu 4 árin stundaði Friðrik kennslu austanfjalls. í „Tón'listinni“ 1. árg. 2. h. birtist grein cftir Friðrik, er gefur góða svipmynd af tónlistariðkun á heimilum austanfjaLls á þessum árum og J>eim jarðvegi, er margir af okkar fremstu tónlistarmönn- um eru siírottnir úr. Árið 1908 gerðist Friðrik kennari við barnaskóla Hafnarfjarðar og kenndi hann fyrst framan af allar greinir, eftir því, sem atvikin höguðu til. Síðar varð söngkennslan hans aðalgrein. Skólakór hans lj>ótti ágætur alla tíð og setti svip sinn á skólalífið. Um skeið stýrði liann 'blönduðum kór í barnaskólanum. Sungu þá drengir sópran og alt en kennarar tenór og bassa. Friðrik hætli kennslu við barnaskó'l- ann árið 1945 eftir 37 ára heillaríkt starf. Ilann kenndi einnig söng við FlenSborgarskóla á árunum 1908—21. Þar stýrði hann líka ekóla- ikór og lærðu margir að syngja eftir nótum hjá honum. Á fyrstu kennaraárum sínurn fór Friðrik oft gangandi til Reykja- 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.