Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 15
Ekki ofkar IþaS tvímælis, að fátt er meiri lyítistöng öllu heil- 'brigðu félagslífi en söngfélög á borð við þau, seni Jón á Hafsteins- stöðuni 'Hefur beitt sé fyrir að stofna og starfað fyrir af fágætum 'áhuga og ósérplægni. Víst er um það að allt yrði líf okkar í strjál- býlinu fábreyttara og tómlegra ef við ættum ekki rneðal o’kkar og nytum ekki slikra áhuga- og hæfileikamanna sem Jón á Hafsteins- stöðum er. Hann liefur unnið meira og betra starf fyrir hérað okkar og menningarlíf þess en margur annar og væntanlega fáum við enn um sinn að njóta starfa hans. Jón á Hafsteinsstöðum hefur mikið starfað að sönglagagerð og á í fórum sínum mikinn fjölda tónsmíða. Ymis lög ’lians eru þegar kunn þjóðinni og væntanlega fær hún að kynnast þeim betur, þar ’Sem ráðin er útgáfa á nokkru úrvali laga hans. Mörg lög Jóns eru fögur og ágætlega söngliæf. Það má segja um öll störf Jóns á Hafsteinsstöðum, 'hvort heldur er bús'kapur ihans eða störf bans að söngmáilnm, að þau hafi ein- kennst af brennandi áhuga og dugnaði. í kringum hann ríkir aldrei doði né deyfð. Með s'líkum mönnum er gobt að starfa og gott að njóta verlka þeirra. Kona Jóns var Sigríður Trjámannsdóttir. Ilún andaðist 1969. Sigríður var göfug mannkostakoma, sem tók ríkan þátt í störfum og ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.