Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 11
BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Björg Björnsdóttir í Lóni varð’ sextug í sumar, en hún hef- ur um ilangt skeið starfað að söngmálum -í (heimabyggð sinni og víðar með jieim ágætum að athygli hefur vakið. Því eðlilegt að hennar sé minnst hér að nokkru nú í tilefni þeirra tíma- móta. Bjiirg er fædd að Lóni í Keldu- hverfi, einum fegursta stað norð- ur þar, 9. ágúst 1913, yngsl sinna systkyna. Foreldrar hennar voru þau Björn hreppstjóri Guð- mundsson og kona hans Bjarnína Ásmundsdóttir. Hún hefur verið heimilisföst í Lóni alla ævi, unað þar hag sín- um vel, fyrst í föður og móður ranni, iþar sem ást á fagurri tónlist fléttaðist daglegum störfum, og síðar 'hjá bróður og mágkonu, sem einnig var sönghneigð og fagnaði innilega dvöl Bjargar 'þar. Hún stundaði nám í Unglingaskóla að Lundi i Oxarfirði, vetur- inn 1930, úr því kom betur í ljós, að liljóm-list -myndi hennar kjör- svið eins og Árna 'bróður hennar, hins kunna listamanns, þar myndi hugur hennar löngum dvelja og hún njóta sín best. Árið 1942 gerðist -hún organleikari við Garðskirkju í heimasivek sinni og hófst handa um æfingu kórsins, sást þá brátt yfir hvílíkum dugnaði hún bjó á því isvið'i, fórnfýsi, vandvirkni og smekk. Slík-t hlaut að vekja athygli, svo víðar að var til hennar leitað og um hana -spurt, var hún þá einnig ráðin organisti við Skinnastaðarkirkju í Oxarfirði eða 1952 og hefur hún verið starfandi við þær kirkjur siðan. Um nokkur ár spilaði hún einnig við Víðihólskirkju á Hólsfjöllum og oft í forföllum annarra á Raufarhöfn. Söngstjórar á vegum söng- málastjóra, -sem konm til að kynnast söngmálum þarna og æ-fa kór- ana 'létu í ljósi aðdáun á hæfileikum hennar og gáfum á þessu oviði, töldu hana sérstæða í raddæíingum og nákvæmni á því sviði. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.